Þóruframboð vildi fleiri sæti hjá Stöð 2

Orðið á götunni upplýsir að í gær hafi framboð Þóru Arnórsdóttur beðið um fleiri sæti í sjónvarpsveri Stöðvar 2 vegna kappræðufundar hennar og Ólafs Ragnars. Í dag heitir það að Þóra sé á móti tveggja turna kappræðum af ,,prinsippástæðum."

Prinsippið var lengi í fæðingu því að kappræðurnar voru kynntar fyrir viku.

Framboð Þóru verður æ samfylkingarlegra; prinsippin eru búin til eftir þörfum - eitt í dag og annað á morgun.


mbl.is Mæting Þóru var staðfest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bernharð Hjaltalín

Sæll, Þóra verður að skoða sinn gang ekki hægt að vera fyrir samfylkinguna bara

það er verið að kjósa til forseta landsins, þar verður að vera tryggt að öryggisventill sé til staðar mikið er í húfi þar sem þjóðargjaldþrot blasir við losnum við ekki strax við Jóhönnu og Steingrím.

Bernharð Hjaltalín, 2.6.2012 kl. 14:00

2 identicon

Þetta er hinn ágætasti laugardagur fyrir Ólaf Ragnar. Hann er alveg ljónspakur og vill sjálfsagt ekki trufla andstæðing á meðan hann er að gera mistök. En Þóra á nú eftir að verða forseti, þrátt fyrir eitt og eitt sjálfsmark fram að kosningum.

Benni (IP-tala skráð) 2.6.2012 kl. 14:04

3 identicon

Afskaplega dapurlegt hjá Þóru og til merkis um hentistefnu.

Sennilega er upplausn innan framboðsins eftir óhagstæðar skoðanakannanir.

Það gæti skýrt þetta klúður hjá frambjóðandanum.

Framboðið er greinilega ekki nógu vel hugsað og undirbúið.

Málefnastaða lítt undirbúin og óskýr.

Allt eru þetta klassísk dæmi um lélegan undirbúning og vanhæfi.

Rósa (IP-tala skráð) 2.6.2012 kl. 14:38

4 identicon

Lítill fugl hvíslaði, að sá " frægi og glöggi " aðstoðarmaður Jóhönnu, sé potturinn og pannan í skipulagi framboðs fréttaspyrils ríkissjónvarpsins.

 Sé svo, er ekki von á góðu !

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 2.6.2012 kl. 15:20

5 identicon

Þú hefur væntanlega "snöggreiðst" við þessi tíðindi Palli minn, eftir tveggja ára bloggbindindi - að hætti prinsipplausra FLokksbrodda.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 2.6.2012 kl. 16:02

6 identicon

Ólafur rokkar.......

Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 2.6.2012 kl. 16:08

7 Smámynd: Sólbjörg

Eftir afar slaka framistöðu Þóru í Iðnó, þar sem hún var hikstandi í hverri setningu, greinilega engin ræðumanneskja og svaraði ekki beinum spurningum tel ég ljóst að hún þori alls ekki að mæta Ólafi, því þá myndi fylgi hennar hrapa enn frekar. Ólafur stóð sig frábærlega og svaraði skýrt og skiljanlega, enda hefur hann ekkert að fela.

Sólbjörg, 2.6.2012 kl. 16:43

8 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Sólbjörg, kannski ekki mjög sanngjarnt að bera saman nýliða á þessu sviði og mann með 16 ára reynlsu sem Forseti og þar áður mörg ár á Alþingi ?

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 2.6.2012 kl. 17:02

9 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Þóra er alin upp í umhverfi pólitíkusa, svo ekki hefur allt farið framhjá henni í hvernig pólitíkus hagar sér, svo Það er ekki stóra vandamálið hennar. 

Hún hefur mikla þjálfun í að koma fram í fjölmiðlum, sem er hennar rétti starfs-vettvangur. Þar nýtur hún sín, sem er í raun aðalatriðið. 

Það dylst engum sem er sæmilega næmur, að verið er að etja Þóru út í þetta forseta-framboð. Hún hefur ekki þessa forseta-hugsjónastefnu í sér, enda er hún þroskuð sál.

Það gengur engum vel, sem fer gegn sinni hugsjón og áhugastefnu í lífinu. Sama hvort um er að ræða barn í grunnskóla, eða fullorna sem att er út í eitthvert starf eða stefnu, sem þeir hafa ekki í sínum sannfæringar og hugsjóna stefnum.

Það hafa margir látið glepjast af hvatningu utanaðkomandi fólks, sem ekki þekkja hvað býr í raun innra með þeim sem þeir eru að etja út í eitthvað.

Ég óska Þóru þess, að fá frið til að fara sinn eigin rétta, og þar með farsæla veg í lífinu, því hann er sá eini rétti, bæði fyrir hana og aðra. Það er ekki verið að gera neinum greiða með því að etja henni út í þessar forsetakosningar, og síst af öllu henni sjálfri og börnunum hennar.

Þetta er mín sýn.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.6.2012 kl. 18:17

10 identicon

Hjördís.

Af hverju ætti fólk að kjósa Þóru ef það er ekki sanngjarnt að bera hana saman við hina sem eru í framboði?

jonasgeir (IP-tala skráð) 2.6.2012 kl. 18:28

11 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Var núna rétt í þessu að hlusta á orð Þóru, og þetta fyrirkomulag Stöðvar 2 samrýmist ekki hennar réttlætiskennd. Það samræmist einmitt því sem ég skynja. Svona er sálin Þóra, hvað sem hver reynir að breyta henni.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.6.2012 kl. 18:31

12 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Það er eðlilegt að bera fólk saman á sanngjarnan hátt Jonasgeir. Það hefur enginn af frambjóðendunum þá reynslu sem ÓRG hefur, hvorki í framkomu né ræðumennsku.

ÓRG afboðaði ekki komu sína , svo hann var alveg til í að hinir fjórir yrðu hunsaðir. 

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 2.6.2012 kl. 18:44

13 identicon

Anna Sigríður.

Vel mælt af skynsemi og þroska.

Þessi greining þín á framboðinu er sú besta sem ég hefi lesið.

Afskaplega mannleg mistök að ofmeta slíkan "þrýsting" og missa sjónar á sjálfri sér.

Rósa (IP-tala skráð) 2.6.2012 kl. 18:44

14 identicon

Það vill svo til að eg hlustaði í útvarpi á útsendingu frá Iðnó og alveg hlutlaust reyndi eg að meta frambjóðendurnar burtséð frá öllu öðru fannst mér Ólafur vera bestur Þóra olli mér vonbrigðum tafsaði á svörunum og virtist taugaóstyrk Ari svaraði vel og komst vel frá sínu minnti mig á Kristján Eldjárn greinilega mannasættir.

Hins vegar kom Andrea mér mjög á óvart svaraði skýrt góðan talanda örugg og kurteis greinilega vanmetin í þessu öllu. Um aðra vil eg ekki ræða enda ekkert minnistætt úr þeirra flutningi eða svörum

Þorsteinn sigfússon (IP-tala skráð) 2.6.2012 kl. 18:55

15 Smámynd: Elle_

Ég er sammála Jonasgeir að það er alveg sanngjarnt að bera saman Ólaf og Jóhönnu, nei Þóru.  Og við hvern þann sem ætlar að keppa við Ólaf.  Og sammála honum og Þorsteini og öðrum sem sjá að hann hefur mikla yfirburði yfir hana.

Elle_, 2.6.2012 kl. 21:31

16 Smámynd: Elle_

Jonasgeir, veit þú sagðir þetta ekki beint svona en það lá í spurningunni þinni.  Skil ekki hvað fólk vill með Þóru ef ekki má miða við Ólaf.  Við hljótum að vilja hæfustu manneskjuna í embættið og lýðræðissinna, nema þeir sem vilja valdníðslu stjórnmálaflokka.

Elle_, 2.6.2012 kl. 21:58

17 identicon

Ég er sammála Rósu og Önnu Sigríði.

Framboð Þóru var vanhugsað og illa undirbúið.

Vafalaust hin besta kona.

En í svona baráttu þarf fólk að mæta til leiks vel undirbúið.

Þóra virðist hafa haldið að það nægði að líkja eftir Vígdísi.

Málefnaundirbúningur var greinilega enginn.

Nú er framboðið í upplausn og engin von um sigur.

Búið spil.

Og við sitjum uppi með valdaræningjann ÓRG.

Enn eitt klúðrið.

Karl (IP-tala skráð) 2.6.2012 kl. 23:22

18 Smámynd: Sólbjörg

Með fullri virðingu, ég læt ekki blekkjast það er ekki réttlætiskennd Þóru sem aftrar henni að etja kappræður við Ólaf Ragnar, málið er að hún hefur ekki roð í hann og því síður hæf í forsetaembættið. Við það bætist að Þóra er nýbúin að eignast barn og eðlilegast af öllu að hún helgi tíma sinn barninu, sjálfri sér og fjölskyldunni, því allt hefur sinn tíma eins og sagt er. Trúlega langar hana núna helst af öllu að draga framboð sitt til baka.

Sólbjörg, 3.6.2012 kl. 00:13

19 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég gæti svo vel unnt henni þess friðar. Annars veðrið leikur við oss,meðan verðið er allt of hátt.

Helga Kristjánsdóttir, 3.6.2012 kl. 00:51

20 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Munið bara að þjóðin bað um Ólaf á undan Þóru og það er rétt sem Anna segir að henni hafi verið otað gegn Ólafi af ekki svo vel hugsandi mönnum. Þeir taka ekki tillit til að hún er nýbúinn að eiga barn og er í sigur vímu móður. Við fólkið myndum aldrei gera þóru það slæmt að kjósa hana sem forseta. Flokksbræður hennar eru harðari húsbændur.

Valdimar Samúelsson, 3.6.2012 kl. 09:12

21 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ólafur er maðurinn sem við þurfum í dag vegna stjórnmálamála sem eru í ólestri. Það er kallað ráðherraræði og einræði. Munið alltaf það sem var hægt áður í sambandi við Ráðherraræði er ekki hægt lengur og það þýðir ekki fyrir pólítíkusa að segja að eilífu fyrrverandi ríkisstjórir gerðu þetta svona. Nei ekki lengur. 

Valdimar Samúelsson, 3.6.2012 kl. 09:15

22 identicon

Hjördís.

Það er nú heldur svona undarlegt ef ákveðnir frambjóðendur ættu að fá ákveðna forgjöf eða afslátt á ákveðnu hæfnissviði til þess að verða samanburðarhæft.  ...Af því að öðru leiti sé það svo miklu betra.

Er það ekki mál málanna að sá hæfasti sé á hverjum stað?  

Það hefði ég talið jafnrétti og jafnvel réttlæti sem kemur sér vel fyrir kjósendur.

Reynsla getur gert fólk hokið.  Þannig er hún ekki endilega mikilvægasti þátturinn.  En geti fólk unnið úr reynslu á jákvæðan máta er það ofboðslega gott.

Hvorki Þóra né Ólafur afþökkuðu boð um mætingu, enda kanski ekki beint eðlilegt að vilja ekki mæta til kynningar á sér og sínum málstað.  

Þóra er mæt kona og eflaust margt gott um hana að segja.  En þegar hún er ekki samanburðarhæf við besta kostin, tja, þá kýs ekki ég hana.

jonasgeir (IP-tala skráð) 3.6.2012 kl. 09:18

23 identicon

Þóra greyjið virðist fyrst og fremst líða fyrir það að það eru einhverjir spunalæknar að reyna að leikstýra þessari atburðarrás fyrir hana án þess að hafa hugmynd um hvað þeir eru að gera. Og það er engin "taka 2".

En óneitanlega er handbragð aðstoðarmanns skjaldborgardrottningarinnar á þessu öllu saman.  Það er í náttúru hans að leggja alltaf allt undir og halda því áfram þar til að hann er búinn að spila botnin úr brókunum. Það virðist stefna í eitt slíkt þrot hjá Þóru þó vissulega sé enn þá langt í kosningar. 

Seiken (IP-tala skráð) 3.6.2012 kl. 10:03

24 Smámynd: Elle_

´Karl´ að ofan skrifar eins og ´Rósa´ hefur skrifað í sífellu og talar um ´valdaræningjann´ Ólaf.  Og tekur að ofan undir með ´Rósu´.  ´Rósa´ hefur líka ranglega talað um ´skrímslið´ Ólaf og ´valdarán´ Ólafs og svaraði þó aldrei spurningum um í hverju ´valdaránið´ væri fólgið, enda ósannindi.  Forsetinn tók enginn völd sem hann ekki hafði samkvæmt stjórnarskrá og þú ert að fara með ósannindi og rangfærslur.

Elle_, 3.6.2012 kl. 11:28

25 identicon

Háværi minnihlutinn fær á kjaftinn. Aftur.

GB (IP-tala skráð) 3.6.2012 kl. 11:33

26 Smámynd: Elle_

- - - engin völd.

Elle_, 3.6.2012 kl. 11:37

27 Smámynd: Landfari

Mikið er ég sammála Önnu Sigríði hér að ofan.

Landfari, 3.6.2012 kl. 14:48

28 Smámynd: Elle_

Eg er ekki sammála að fréttamennska sé hennar ´rétti starfsvettvangur´ enda var Þóra alltof slök við gagnrýnar spurningar gegn ICESAVE málinu og öðru. 

Elle_, 3.6.2012 kl. 15:09

29 identicon

Er ekki nóg komið af Hannibal?

þór (IP-tala skráð) 3.6.2012 kl. 20:31

30 identicon

Það kom mér ekki á óvart að þóra kæmi svona illa út úr þessu setup hjá spillingarStöð 2. Hún hefur aldrei þurft að setja fram eigin skoðanir svo nokkru nemi, er veikgeðja og notar hroka sem vörn. Þóra virðist vera alveg laus við eftirtektarverða leiðtogahæfileika.

Samfylkingargufa er kannski rétta orðið yfir hana.

Björgvin (IP-tala skráð) 4.6.2012 kl. 23:13

31 identicon

Áhugasamir um sálfræði og líkamstjáningu ættu að skoða viðtöl þau sem Þóra Arnórsdóttir tók við Jóhönnu og viðbrögð þeirra síðarnefndu við þeim viðtölum. Þá koma augljósir hlutir í ljós. Þóra var einfaldlega valin í þetta og ætlar bara að fara eftir handritinu og hlýða.

? (IP-tala skráð) 14.6.2012 kl. 13:30

32 Smámynd: Sólbjörg

Líkamstjáningu á svo sannarlega að taka með í allri "hlustun" í stjórnmálamálaumræðu, það auðveldar að sjá hvað er í gangi. Ertu með slóð inn á einhver viðtöl Þóru við Jóhönnu Sig?

Athyglisvert að sjá hve mikið Steingrímur blikkar augum þegar hann segir ósatt.

Sólbjörg, 14.6.2012 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband