Leyndó tilboð þingmanna Hreyfingar

Þór Saari segir ,,ákveðið tilboð" þingmanna Hreyfingarinnar liggja á borði ríkisstjórnarinnar. Tilboðið er ekki orðið heyrinkunnugt nema að í því er krafa um ,,skuldaleiðréttingu" heimilanna. Slíka leiðréttingu er hægt að framkvæma á óteljandi vegu.

Þremenningarnar í þingflokki Hreyfingarinnar bjóðast til að verja ríkisstjórnina vantrausti ef gengið verði að tilboðinu.

Almenningur veit ekki hvað er í tilboðinu en það er nógu loðið og teygjanlegt til að sérfræðingar ríkisstjórnarinnar hafi verið fengnir til álitsgjafar, að því er kom fram í hádegisfréttum RÚV.

Hrossakaup af þessu tagi eru stunduð af stjórnmálaflokkum sem gengu til síðustu kosninga undir formerkjum gagnsæis og uppgjörs við leyndarhyggju.  

Markmið þingmanna Hreyfingarinnar er ekki að bjarga íslenskum heimilum heldur halda þingsætunum sem lengst. Tilboðið er eintóm blekking eins og koma mun á daginn.


mbl.is „Klukkan tifar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og þetta pakk er í vinnu hjá okkur !

Svei !

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 21.5.2012 kl. 13:01

2 identicon

Spurningin er: Hugsar þetta fólk ekki neitt?

Auðvitað þarf að leiðrétta hag margra heimila í landinu.

Halda þingmenn Hreyfingarinnar að þau fái "þessa" ríkisstjórn

til hjálpa heimilum í landinu "núna", þegar hún hefir ekki sýnt lit að gera nokkuð í 3 sl.ár. Einhver maðkur er í mysunni, engin sýnd tilboð. Nei, Hreyfingin verður Hreyfingalaus eftir næstu kosningar.

Jóhanna (IP-tala skráð) 21.5.2012 kl. 13:46

3 identicon

Annars væri kanski taktískt sniðugt hjá þeim að koma með klárt tilboð sem innihéldi þeirra markmið.

Það hlýtur í raun að vera óaðgengilegt þessari ríkisstjórn sem staðið hefur svo dyggilega skjaldborg utan um bankakerfið.

Það gæti keypt þeim atkvæði að sýna fram á það svart á hvítu að Jóhanna hefur engan áhuga á venjulegum Jónum eða Gunnum.

Hvað þá Steingrímur.  ...Það eru ekta kratar.

jonasgeir (IP-tala skráð) 21.5.2012 kl. 14:46

4 identicon

Voru hrossakaup stútanna tveggja, Dabba og Dóra til fyrirmynda?

Vilja menn núna hrossakaup Vafnings og Kögunarsonar?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 21.5.2012 kl. 15:05

5 identicon

Í þessari einfeldni þinni Haukur Kristinsson liggur sjálfseyðing vinstri flokkanna.

Þið haldið ennþá að hrun frjálshyggjunnar, hrossakaup fyrri stjórnvalda og einkavæðing þjófræðis hafi sannað að öfga jafnaðarmennska, hrossakaup núverandi stjórnvalda og ríkisvæðing þjófræðis væri þar með hin eina rétta stjórnmálastefna.

Hrunið breytti engu um hversu arfavitlaus stjórnmál ykkar eru. Það sýndi bara að það er til önnur stjórnmálastefna sem er jafnvitlaus og ykkar. 

Seiken (IP-tala skráð) 21.5.2012 kl. 15:53

6 identicon

@Seiken. Ég mundi fagna því ef 4-Flokkurinn svokallaði hyrfi af okkar hallærislega pólitiska leiksviði. Þó ekki allir þingmenn, 10-15 manna hópur mætti sitja áfram. En eins og er sé ég enga lausn með kosningum fyrir árið 2013. Nýju flokkarnir eru enn of veikir og Hrunflokkarnir virðast ekkert hafa lært. Ekkert. Allt þykir skárra en iðrun. Okkar stóri vandi í dag er sá sama og í gær, að okkur er stjórnað af græðgi bófaflokka sérhagsmuna. Um tíma voru útrásargreifarnir öflugastir, en núna eru það kvótagreifarnir. Og alltaf skulu Sjallabjálfarnir (+ hækjan) vera strengjabrúður bófaflokkanna.

Halló, eru menn ekki búnir að fá nóg. Nú, ef ekki, haldið bara áfram.

Good luck.  

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 21.5.2012 kl. 16:39

7 identicon

Haukur. 

Það er engin önnur lausn í boði en að halda áfram að slá í potta og pönnur og kjósa á víxl, þar til að tekist hefur að koma á starfhæfri stjórn og alþingi sem fer að vilja þess 50-60% hluta landsmanna sem hafa ímugust á fjórflokknum. 

Mér er í raun alveg sama hvort það tekur einar, tvennar eða þrennar kosningar + 3 x eggjakast á Austurvelli. Við meigum einfaldlega aldrei, aldrei, aldrei sætta okkur við þau andsamfélagslegu stjórnmál sem hafa ráðið ríkjum og ráða enn.  

Seiken (IP-tala skráð) 21.5.2012 kl. 16:49

8 identicon

Aldrei í sögu þjóðarinnar, hafa jafn fáir ( ríkisstjórnin plús Hreyfingaleysið & Steingrímsson) skaðað jafn mikið - jafn marga - sem öskutunnuríkisstjórn " heilagrar" Jóhönnu !!

 Burt með ruslið !

Kalli Sveinss. (IP-tala skráð) 21.5.2012 kl. 17:07

9 identicon

Karl ertu í alvörunni að meina þetta?  Það hrundi allt sem hrunið gat í tíð fyrri ríkisstjórnar xD og xS, ekki þeirra sem situr núna!  Þó að sú ríkisstjórn sem núna situr vonlaus get ég ekki tekið undir þetta hjá þér.

Skúli (IP-tala skráð) 21.5.2012 kl. 17:59

10 identicon

Hrunstjórnin var skipuð xD og xS.

Núverandi stjórn er skipuð tveimur xS Hrun-ráðherrum.  Veit Skúli það ekki?

Til upplýsingar heita þeir Hrun-ráðherrarnir Jóhanna Sigurðardóttir

sem var mas. í leyndarráði fjármálaákvarðana Hrun-stjórnarinnar

og svo er það hann Össur Skarphéðinsson, sem kann bara að telja

upp að tíu þegar það varðar hans eigin stofnfjárbréf,

bara vindurinn hvíslaði því að honum eða hvað? 

Jón og Gunna (IP-tala skráð) 21.5.2012 kl. 18:46

11 identicon

Össur kann mas. margföldunartöfluna líka þegar það passar hans eigin fjárhag.

Skítt með Hrunið hjá venjulega fólkinu, gæti Össur með langa halann hugsað.

Jón og Gunna (IP-tala skráð) 21.5.2012 kl. 18:48

12 Smámynd: Elle_

X3, JJJ. 

Elle_, 21.5.2012 kl. 19:02

13 Smámynd: Elle_

Kristján M var 3ji í Jóhönnuflokknum.  Og Össur segist ekki hafa hundsvit á efnahagsmálum.  Nema þegar hann gerir sig að fífli úti í heimi og segir að bankarnir hefðu aldrei fallið ef við hefðum verið með dýrðargjaldmiðilinn evru.  Þá veit hann sko meira en Nóbelshafar í hagfræði.

Elle_, 21.5.2012 kl. 19:19

14 identicon

Þingmenn Hreyfingarinnar sögðu þjóðinni, að ríkisstjórnin hefði tíma fram að helgi til að ganga að kröfum þeirra. Síðan fram á mánudag. Sú helgi er liðin og einnig sá mánudagur. Engar fréttir af viðbrögðum stjórnarinnar. Þingmenn Hreyfingarinnar sögðu þjóðinni líka, að ríkisstjórnin ætti ekki að sitja lengur, ef hún gæti ekki nú þegar tekið á þeim málum, sem Hreyfingin telur mikilvægust. Það eru víst líka innantóm orð hjá pappírstrígrisdýrunum þremur. Þetta fólk var kosið á þeim grundvelli, að það væri í betra sambandi en aðrir við rödd alþýðunnar, vilja fólksins í landinu. Framkvæmdin er eins og Páll segir: Leyndó tilboð. Þetta aumlega tríó ætti en venja sig af að segja meira en það getur staðið við. Svona til að hæðast ekki að kjósendum sínum. Og helzt ættu þau að ganga með hauspoka á almannafæri, af velsæmisástæðum og til að raska ekki almannafriði.

Sigurður (IP-tala skráð) 22.5.2012 kl. 01:17

15 Smámynd: Elle_

Flokkur Lilju Mósesdóttur krefst þess að stjórnin víki.

Elle_, 22.5.2012 kl. 01:22

16 identicon

Ég vísa til athugasemdar minnar hér að framan. Ný framvinda er orðin, sem drengilegt virðist að segja frá. Á þriðjudagsmorgni mátti lesa í Morgunblaðinu, að Hreyfingin hefði dregið sig út úr viðræðum við ríkisstjórnina. Eftir Margréti Tryggvadóttur var haft: “Þetta er útrætt mál af hálfu Hreyfingarinnar. Við gerðum þeim tilboð um stuðning. Ríkisstjórnin gekk ekki að þessu tilboði og því fór sem fór... Við munum eftir sem áður styðja ríkisstjórnina til góðra verka.” Eftir Steingrími J. Sigfússyni var hins vegar haft: “Það kom engin niðurstaða í okkar mál. Ég upplifði það ekki að viðræður hefðu slitnað.”

Væntanlega eru öll þau mál góð í augum stjórnarþingmanna, sem þeir samþykkja að ljá brautargengi í formi stjórnarfrumvarpa. Góðu málin hennar Margrétar geta í reynd jafngilt fullum stuðningi við ríkisstjórnina eða ekki. Það verður að koma í ljós. Og ekki lét hún þess getið við blaðamanninn, sem í síðustu viku var sagt, að stjórnin þurfi að fara frá, fyrst hún makki ekki rétt. Að öllu athuguðu sé ég ekki, að skoðun mín í fyrri athugasemd þurfi mikilla lagfæringa við.

Sigurður (IP-tala skráð) 22.5.2012 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband