ESB-umsókn aldrei jafn vitlaus - segir samt ekki nei

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir aldrei vitlausara að ganga í Evrópusambandið en einmitt núna þegar heimsbyggðinni er orðið ljóst að evru-eldar verða ekki slökktir nema brjóta upp sambandið.

Gott og vel, Ögmundur, þá þarftu að segja nei við umsókninni sem Össur félagi þvingaði í gegnum þingið m.a. með þínu atkvæði.

Alþingi ber að afturkalla ESB-umsóknina enda var hún send til Brussel án þess að þjóðin hafi veitt umboð til þess. Ögmundi ætti að vera sérstaklega hugleikið að bæta fyrir svikin frá 16. júlí 2009


mbl.is „Aldrei vitlausara að ganga í ESB"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ögmundur notar alltaf sömu múgsevjunar lummuna. Sammála öllum um að það sem hann er og ætlar að framkvæma sé vitlaust og hættulegt.

Sammi (IP-tala skráð) 21.5.2012 kl. 17:52

2 identicon

Mikið geta þessir “paid” áróðurspennar eins og hann Páll Vilhjálmsson verið hvimleiðir.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 21.5.2012 kl. 17:57

3 Smámynd: Hólmgeir Guðmundsson

Mikið ofboðslega hlýtur Haukur Kristinsson að vera gáfaður. Ég meina, maður sem notar orðalag eins og „"paid" áróðurspennar."

Hólmgeir Guðmundsson, 21.5.2012 kl. 18:07

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Jæja segðu Hólmgeir, annars er orðið löngu tímabært að þjóðin fá að svara því hvort þetta sé það sem hún vill eða ekki...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 21.5.2012 kl. 18:13

5 identicon

Við hjónin erum bæði þess fullviss að nú muni Ögmundur girða sig í brók

og knýja það fram á þingi,

að lýðræði þjóðarinnar verði virkjað og þjóðin fái að ráða sínum örlögum sjálf,

að þjóðin fái sjálf að greiða atkæði um þetta ESB kjaftæði,

sem hefur hér valdið sundrungu meðal heiðarlegs og góðs fólks. 

Sundrungu sem leidd er áfram af Steingrími Jóhanni, senditík AGS og fjárglæpamanna glóbalelítunnar,

af Jóhönnu Hrunráðherra, Össuri Hrunráðherra og Bjarna vafningi Ben!

Hér fór fram þingræðislega valdnauðgun hjúa ESB og AGS, líkt og í Icesave!

Mál er að linni og að þjóðin fái sinn lýðræðislega rétt að segja sína vafningalausu skoðun og alls ekki síðar en í haust!

Jón og Gunna (IP-tala skráð) 21.5.2012 kl. 18:28

6 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Sammála Haukur en maður finnur skítafýluna langar leiðir þegar Páll Vilhjálmsson “paid” áróðurspenni fer hamförum um ESB því hjá honum er ALLT slæmt við ESB!!...og hann lofsamar okkar handónýta gjaldmiðil.

Páll Vilhjálms...farðu og taktu þér langt frí.

Friðrik Friðriksson, 21.5.2012 kl. 18:32

7 identicon

Flokksræði þingræðisins beið skipbrot haustið 2008!

9 bindi rannsóknarskýrslunnar sýna það svart á hvítu!

Ekkert hefur breyst!

Flokksræði þingræðisins hefur síðan margsinnis steytt á skerum!

9 viðbótar-bindi rannsóknarskýrslunnar þyrftu til að sýna það svart á hvítu!

Ekkert hefur breyst!

Mál til komið að virkja aftur lýðræðislegan vilja þjóðarinnar, líkt og i Icesave!

Jón og Gunna (IP-tala skráð) 21.5.2012 kl. 18:35

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vel mælt, Páll, í fáum, meituðum orðum og sönnum.

Ögmundur, farðu nú að standa þig í þessu máli eins og Kínamálinu.

Jón Valur Jensson, 21.5.2012 kl. 18:56

9 identicon

Segðu ekki orð Ögmundur.

Því þá missir þú ráðherraembættið.

Jón Bjarnason fékk nú að fjúka.

Það er enginn annars bróðir í leik.

Páll! satt og rétt hjá þér eins og ævinlega.

Kveðja.

Jóhanna (IP-tala skráð) 21.5.2012 kl. 19:05

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er sláandi að sjá áróðursherferð Já hópsins þessa dagana. Nú var verið að bera saman vexti af húsnæðislánum hér við meðaltalsvexti í EU, sem er gersamlega út úr kortinu.  Það er engin leið að hér myndum við öðlast kjör meðaltalsins við það að ganga í ESB. Þetta er vísvitandi og blygðunarlaus blekking.  

Hrun á fasteignaverði í ESB er einnig eitthvað sem menn forðast að setja inn sem breytu. Fasteignir hafa haldið verði sínu miklu betur en þar.

Meðaltal Já vitleysinganna er svo fundið með að taka annað meðaltal af tímabili frá 2005 til 2009, sem eðlilega er engan vegin sambærilegt við það ástand sem nú ríkir.

Forsendurnar eru því handvaldar á báða bóga og ekki sömu tímabil borin saman.  Það þarf að kæra svona viðbjóð.

Jón Steinar Ragnarsson, 21.5.2012 kl. 19:58

11 identicon

Þjóðin þarfnast samstöðu, en ekki sundrungar.  Aðlögunar valdnauðgunin er ekki til þess fallin að skapa samstöðu um eitt né neitt.  Því ber að kjósa um málið hið snarasta og fá þetta frá og vinda sér svo í uppbyggingu eftir hrunið.

Þjóðin stóð sína plikt með sóma í Icesave málunum, þrátt fyrir að hótanir um Kúbu norðursins og gott ef ekki um helvítisvist líka, heyrðust í háskólaprófessorum á fóðrum, ef þjóðin vogaði sér að segja Nei og aftur Nei.

Við getum ekki beðið lengur eftir einhverju himnaríki, sem logar nú allt og líkist meira helvíti.  Hvenær ætla ofsatrúarsinnar ESB aðlögunar að viðurkenna að ballið er á enda og að himnaríki þeirra er nú á leið með að verða það helvíti, sem þeir hótuðu að við myndum lenda í, ef við höfnuðum Icesave? 

Vissulega er ESB ekki Kúba, en þar loga nú eldar sem í Inferno Dantes.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 21.5.2012 kl. 20:10

12 identicon

Það er orðið átakanlegt að fylgjast með þessari ESB vegferð. 

Á sama tíma og menn viðurkenna að þeir eru að búa sig undir að myntin leysist upp þá virðist ákefðin við að ganga inn í mynsamstarfið engan veginn vera í rénun hjá þessum hóp sem vill halda þessum farsa áfram.

Og hvert er planið hjá Jóhönnu og SJS?  Bjarga evrunni með því að leggja veðsettan gjaldeyrisvaraforða SÍ inn í seðlabanka Evrópu?   

Seiken (IP-tala skráð) 21.5.2012 kl. 20:11

13 identicon

Þessi athugasemd evrópsks skuldaþræls segir allt sem segja þarf:

"The European political elite and their international financier bankrollers will never let the EU project die.

In common with most despots in human history, they will destroy, rape, pillage and steal whatever is required to keep the big shell game going.

The war being waged against the peoples of Europe is a silent one. It is being waged with financial and economic weapons of mass destruction, without a shot being fired.

It is WAR none the less and the people need to wake up to the consequences of this war before we are all totally disenfranchised by these sociopaths."

Ég held að íslensk þjóð ætti fremur að elska friðinn og efla hér samstöðu okkar til lýðræðis og velferðar okkar allra, en að blandast inn í evrópska stríðssögu.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 21.5.2012 kl. 20:32

14 identicon

Mæli með lestri á þessari grein eftir Chomsky, ef menn vilja skynja og skilja ískyggilegan vandann, sem steðjar að.  Áhugaverð eru tilvitnun Chomskys í Greenspan

Hér skrifar sjálfur heimsmeistari vitsins um ískyggilega þróun síðustu áratuga og ESB ofurríkið byggir á sömu hugmyndafræði og hefur tröllriðið bandarísku samfélagi síðustu áratugi og gert það að paradís 1% elítunnar, sem byggir markvisst upp glóbalískt veldi sitt með því að ræna 99% almenning og kasta því skuldafjötra og stöðugan ótta um afkomu sína.  Viljum einhverjir virkilega þannig "Nýtt" Ísland?:

  • „So, for example, Fed Chairman Alan Greenspan, at the time when he was still „Saint Alan“ – hailed by the economics profession as one of the greatest economists of all time (this was before the crash for which he was substantially responsible) – was testifying to Congress in the Clinton years, and he explained the wonders of the great economy that he was supervising. He said a lot of its success was based substantially on what he called „growing worker insecurity“. If working people are insecure, if they’re part of the precariat, living precarious existences, they’re not going to make demands, they’re not going to try to get better wages, they won’t get improved benefits. We can kick ‘em out, if we don’t need ‘em. And that’s what’s called a „healthy“ economy, technically speaking. And he was highly praised for this, greatly admired.“

  •  Draumastaða spilltra valdhafa, hvort heldur þeir kenna sig til vinstri eða hægri, asna eða apa eða hvað annað þeim dettur í hug, er að halda almenningi í ótta skuldafjötra og ánauðar.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 21.5.2012 kl. 20:44

15 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég er ékaflega stolt af okkur,að hafa hrundið áhlaupi illu aflanna í Icesave,það stendur upp úr. Við fengum svæsið glóðarauga í hruninu. Það er engin ástæða til að ganga lengur með dökk gleraugu,marið er farið. Næsta mál,,,,,,,,,

Helga Kristjánsdóttir, 21.5.2012 kl. 21:32

16 identicon

@Helga. "Ég er ákaflega stolt af okkur, að hafa hrundið áhlaupi illu aflanna í Icesave."

Hvað ertu að fara kona? Ertu stolt af því að glæpamenn Landsbankans, vesælir innbyggjarar, hafi seilst í sparifé almennigs í Bretlandi og stolið því?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 21.5.2012 kl. 22:09

17 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Rangt Haukur! Hvernig væri einu sinni að svara með spurningu til þín! Ertu stoltur af ríkisstjórn Íslands að ganga í lið með UK. og NL. og ljúga skuld upp á hvern einasta Íslending, vegna þessara viðskipta L.Í.í löndunum tveim?

Helga Kristjánsdóttir, 21.5.2012 kl. 22:26

18 identicon

Helga, hvað er rangt hjá mér?

Að ræða um Icesave er annars eins og að bera í bakkafullann lækinn.

En segðu mér eitt Helga? Hver voru hin "íllu öfl í Icesave?"

Landsbankinn, Bretar, Hollendingar, ríkistjórnin?

En please, ekkert "emo" svar, heldur með skynsemi og viti.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 21.5.2012 kl. 22:44

19 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Rangt að ill öfl í mínum skrifum,sé endilega glæpamenn,þau eru ill fyrir misnotkun valds, fyrir ásælni sína í meiri völd,fyrir hefnigirni á politískum andstæðingum,já lækurinn flæðir yfir bakka sína. Nei krossapróf ? Sá sem spyr,er sá sem allt veit,rétt eins og kennarar sem gera próf fyrir nemendur sína. Ég er einmitt að fara í yfir setu í fyrramálið í H.Í. var í morgun og til kl 17,15,.hinkraði aðeins eftir svari þínu,þá kemurðu með spurningu sem þarf kltíma að svara,annars er það ekki marktækt. Ég þekki ekki alla óvini okkar,en leggjum á okkur að verja þjóðríki okkar,sá sem stendur við stýrið,er rekinn áfram af illum öflum,bráðum áttar hann sig á því,farin að sofa,þetta heldur ekki fyrir mér vöku,þú gleymdi því versta esb. Góða nótt.

Helga Kristjánsdóttir, 21.5.2012 kl. 23:15

20 Smámynd: Jón Valur Jensson

Haukur, þú ættir að skammast þín. Sú ágæta, roskna Helga sagði hér sannleiksorð strax í byrjun. Hún sagðist aldrei stolt af glæpamönnum Landsbankans né verkum þeirra, heldur af varnarmönnum Íslands, sem höfðu íslenzka 5. herdeild á móti sér í málinu ekkert síður en brezk og hollenzk stjórnvöld. Svo stenzt það ekki einu sinni hjá þér, að sparifé almennings í Bretlandi hafi endað hjá Landsbankamönnum; það er að miklu leyti að koma til baka í gegnum þrotabú bankans og reyndar ekki til innistæðueigenda, sem fyrir löngu höfðu fengið sitt með skilum, heldur til brezka stjórnvalda; og Icesave-reikningarnir voru m.a.s. tryggðir í brezka innistæðutryggingakerfinu, og til þess borgaði Landsbankinn iðgjöld.

Farðu nú að snúa þér að nútíðinni og framtið þjóðar okkar; ekki ertu sterkur á svellinu í fortíðinni!

PS. Hin "illu öfl í Icesave" voru ekki hvað sízt íslenzku svikararnir, innan og utan Alþingis, en einnig brezk og hollenzk stjórnvöld, Evrópusambandið og meðvirkur Evrópskur seðlabanki og gott ef ekki meðvirkur AGS.

Jón Valur Jensson, 21.5.2012 kl. 23:45

21 identicon

Fyrst er allt svikið, svo er farið í naflaskoðun á svikunum og svo er haldið áfram að svíkja. Ömmi hefur talað og virðist halda að málið sé dautt!

GB (IP-tala skráð) 21.5.2012 kl. 23:50

22 identicon

Hvað segir Bjarni Ben., maðurinn sem heiðarlegir sjálfstæðismenn segja að sé á skilorði? 

Þarf hann ekki líka að segja núna eitthvað vafningalaust?  Eða þjónar hann hagsmunum aflandskrónueigenda, líkt og helferðarhjúin Steingrímur og Jóhanna, og er því drullusama um skuldaþræla-klafa  niðurníddra heimila landsins, þræla-klafa sem verði sífellt þyngri eftir því sem aflandskrónueigendur fitna á fjósbitanum?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.5.2012 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband