Sjálfstæðisflokkurinn ber ábyrgð á VG og Samfó

Forysta VG er giska snjöll að minnka sjálfa sig. Björn Valur Gíslason þingflokksformaður VG skrifar að hvorki VG né Samfylkingu sé sjálfrátt: allt sem ríkisstjórnarflokkarnir gera er á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins.

Deilan um Icesave-ábyrgðina er öllum kristaltær nema ríkisstjórninni. Ríkisábyrgð var ekki á innlánsreikningum einkabanka. ESA vill meina að ríkisábyrgð sé á Icesave-reikningum og hefur nú fengið framkvæmdastjórn Evrópusambandsins í lið með sér til að knýja fram þá niðurstöðu fyrir EFTA-dómstólnum.

Ísland á að svara pólitísku ofbeldi ESB með því að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Viðræðslit eru hæfilegt svar við yfirgangi ESB.

Ríkisstjórnin er orðinn slíkur aumingi að hún getur ekki staðið á íslenskum hagsmunum. Síðast þegar að var gáð átti Sjálfstæðisflokkurinn ekki aðild að ríkisstjórn VG og Samfylkingar og tjóir lítt að væla um ábyrgð móðurflokksins á frammistöðu ríkisstjórnar Jóhönnu Sig.

Birni Vali og félögum gengur aftur á móti ágætlega að minnka VG. Við síðustu mælingu hafði flokkurinn 8,5 prósent fylgi meðal þjóðarinnar. Koma svo, Björn Valur!


mbl.is Furðuleg viðbrögð stjórnmálamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af hverju getur Björn Valur aldrei opnað a munnin án þess að snúa hlutunum á haus.

Annars kanski ágætt að hann tjái sig sem mest.  Vitleysan flýtur yfir eins og venjulega.  Alveg hægt að treysta því.

jonasgeir (IP-tala skráð) 15.4.2012 kl. 13:40

2 identicon

Hvað er rangt við þessi skrif Björns Vals? Ekkert. Hann segir rétt frá. Þess vegna, einmitt þess vegna fer þetta fyrir Sjalla brjóstið á ykkur.  

"Offramboð af pólitískum hræsnurum?

Viðbrögð sumra stjórnmálamann við kröfu framkvæmdastjórnar ESB um að komu að dómsmáli gegn Íslandi vegna Icesave-ósómans, eru vægast sagt
furðuleg. Ef litið er til nýliðinnar sögu og þarf ekki að fara langt aftur í tímann til þess kemur í ljós hve miklir hræsnarar þeir stjórnmálamenn eru sem hér um ræðir.
Þann 16. nóvember 2008 gerðu íslensk stjórnvöld samkomulag við Evrópusambandið um aðkomu sambandsins að deilunni fyrir hönd Hollendinga og Breta. Samkomulagið var kennt við embættismannaborg ESB og í daglegu tali nefnd „
Brussel viðmiðin“. Í því fólst m.a. að íslensk stjórnvöld myndu ábyrgjast lágmarkstryggingu á innstæðum í útibúum íslenskra banka erlendis, viðurkenning á samkomulagsaðila á því að tilskipun um innstæðutryggingar hefðu verið felld inn í löggjöfina um EES og gildi því á Íslandi og að ESB myndi áfram taka þátt í viðræðum um lausn Icesave-deilunnar og það mál unnið í samræði við bandalagið.
Sem sagt: Íslenskir stjórnmálamenn þess tíma viðurkenndu ábyrgð Íslands vegna Icesave málsins og óskuðu eftir ríkari aðkomu ESB að málinu.

Forsætisráðherra á þessum tíma var Geir H Haarde, sá sami og nú bíður dóms vegna aðkomu sinnar að Hruninu. Fjármálaráðherra á þessum tíma var Árni M
Mathiesen. Utanríkisráðherra á þessum tíma var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og formaður utanríkismálanefndar, sem leiddi málið áfram á Alþingi, var Bjarni benediktsson, núverandi formaður sjálfstæðisflokksins.
Undir forystu sjálfstæðisflokksins var því leitað til ESB eftir aðkomu að Icesave-málinu, málinu sem er skilgetið afkvæmi flokksins. Nú hneykslast sjálfstæðismenn hinsvegar yfir því að þeim hefur orðið að óskum sínum, bæði varðandi það að koma Icesave-málinu í dóm og ESB sé orðin beinn aðili að því og
láta að því liggja að við núverandi stjórnvöld sé að sakast í þeim efnum.
Þeir áttu að skammast sín þá og þeir ættu að skammast sín núna."

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 15.4.2012 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband