Ögmundur í vasa Össurar

Ein kenning um svik Vinstri grænna við kjósendur sína og stefnuskrá er á þann veg að Ögmundur hafi handsalað þau Össuri Skarphéðinssyni þegar Samfylkingin sagði skilið við Sjálfstæðisflokkinn til að mynda minnihlutastjórn með VG og Framsóknarflokknum.

Sérstaklega rislág frammistaða Ögmundar í júlí 2009, í umræðu um þingsályktun að Ísland skyldi sækjast eftir aðild að Evrópusambandinu, rennir stoðum undir kenninguna. Ögmundur studdi þingályktunina með þeim orðum að fyrst einhver (les: Össur) vildi sækja um ESB-aðild væri það í lagi hans vegna.

Nýliðin vika var Össuri erfið. ESB-umsóknin er í uppnámi vegna Icesave-dómsmálsins. Hver kemur til hjálpar? Jú, Ögmundur.

Ögmundur getur ekki bæði verið trúverðugur stjórnmálamaður og pólitískur vinur Össuar Skarphéðinssonar. Það er einfaldlega ekki hægt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ömmi getur ekki borið kápuna á báðum túngum!

GB (IP-tala skráð) 15.4.2012 kl. 10:49

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ögmundur er ESB dindill.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 15.4.2012 kl. 11:10

3 Smámynd: Gunnlaugur I.

Ég held nú að Ömmi sé í raun á móti ESB. En hann lét "vin" sinn Össur plata sig upp úr skónum og inn í þessa gildru. Rökin hjá Össuri hinum skarpa voru m.a. þau að þetta tæki enga stund þetta yrði hraðferð samningar yrðu kláraðir strax árið 2010 og þá kosið um þetta mál með lýðræðislegum hætti. Ömmi hugsaði já þá verður þetta bara frá, best að láta þetta eftir þeim.

En aðal feill Ömma og VG forystunnar var að setja enginn tímamörk, engar kröfur um framvindu viðræðnanna og að ekki yrði farið í aðlögunarferli og síðast en ekki síst að setja algerlega fyrir það að ESB gæti opnað hér sendiráð og áróðursmálaskrifstofu og dælt hér inn fúlgum fjár algerlega eftirlitslaust til þess að hafa áhrif á afstöðu þjóðarinnar til ESB. Það er ófyrirgefanlegt.

Nú engjast þeir um í þessari Samfylkingargildru og Össur vorkennir Ömma "vini" sínum voða mikið, eða hitt þó heldur.

Gunnlaugur I., 15.4.2012 kl. 11:21

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Var að enda við að hlusta á Össur í Silfrinu. Eitt af því fyrsta sem Egill nefndi við Össur,að meirihluti fyrir aðild að ESB. væri ekki lengur til staðar. Össur er lipur og lúmskur í svörum og andmælti það væru 2 nýir flokkar,sem styddu inngöngu,það voru þá þeir nýstofnuðu,foringjar þeirra eru ekkert að skipta um skoðun í dag. Jafnframt viðurkenndi hann að ESB. væri óvinsælt eins og stendur. Þar er kominn skýring á hægagangi í þessu ferli og ætti að stöðva það nú. Össur sagði að Ögmundur væri maður orðheldinn,reiðir sig líklega á að loforð honum gefin væru held.

Helga Kristjánsdóttir, 15.4.2012 kl. 13:57

5 Smámynd: Elle_

Við vissum að íhlutunarstofan væri ekki þarna fyrir ekkert.  Það á að eyða ótta og skipta um skoðun þjóðarinnar.  Það var e-n veginn þannig sem stækkunarstjóri þvingunarveldisins orðaði það þó það hafi átt að vera óljósar.  Við þurftum annars ekki ómarktækan Össur til að segja okkur eitt eða neitt. 

Elle_, 15.4.2012 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband