Síðasti naglinn í líkkistu ESB-umsóknar

ESB-ríki hóta okkur löndunarbanni vegna makríldeilu og núna ætlar framkvæmdastjórn Evrópusambandsins að herja á okkur vegna Icesave og krefjast þess að íslenskur almenningur standi undir ábyrgðum einkabanka.

Ef ríkisstjórn Jóhönnu Sig. heldur áfram að ræða við Evrópusambandið um aðild verða fjöldamótmæli á Austurvelli.

Þeir þingmenn sem styðja aðildarviðræður fá ekki kosningu við næstu þingkosningar. 

ESB-umsóknin er komin í gröfina.


mbl.is Viðræðum um aðild að ESB sjálfhætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vonandi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.4.2012 kl. 20:31

2 identicon

ESB veit að aðilarumsókn verður ekki samþykkt og langar að slíta þessum viðræðum til að bjarga eigin andliti. Þetta er þeirra leið til að fá viðræðunum slitið, sem er bara gott og við eigum að taka því.

Björn (IP-tala skráð) 11.4.2012 kl. 20:58

3 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

En hvað tekur við í þessum réttarhöldum?

Sigurbjörn Sveinsson, 11.4.2012 kl. 21:00

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér finnst merkilegra að þessi frétt finnst bara á MBL.  Er þetta eitthvað feimnismál annarra fjölmiðla?

Nú er sjálfhætt, það er rétt og satt. Ekki síðar en á morgun.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.4.2012 kl. 21:17

5 identicon

Jón Steinar, þetta var á ESBRUV í kvöld þá líklega hugsað til að hræða landann.

Björn (IP-tala skráð) 11.4.2012 kl. 21:20

6 Smámynd: Elle_

Maður getur lifað við dóm en ekki kúgun og lögleysu.  Þar fyrir utan hefur EFTA-dómstóllinn ekki lögsögu í málinu.  Við ættum að slíta öllu stjórnmálasambandi við Brussel-báknið og þó löngu fyrr hefði verið.

Elle_, 11.4.2012 kl. 21:21

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Maður er annars ekkert hissa á þessu þar sem sambandið er að verða einhverskonar útibú frá Glæpahringnum Goldman Sachs og JP Morgan, meira að segja 3 nýir ókjörnir þjóðhöfðingjar eru þaðan og lykilmenn í evrópuráðinu líka.

ESB er ekkert annað en óuppdregið glæpakartell sem starfar fyrir opnum dyrum, en þó neita menn að sjá það og viðurkenna.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.4.2012 kl. 21:21

8 Smámynd: Elle_

Við ættum líka að segja okkur úr EEA (EES).  Við værum væntanlega ekki með þann samning hefðum við haft núverandi forseta sem stendur í lappirnar með lýðræðinu og ríkinu en ekki gegn.  Þá væri líka ekkert ICESAVE.

Elle_, 11.4.2012 kl. 21:50

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég held að við ættum allavega að skoða það vel hvort við erum betur sett með þennan EES samning, og allavega burt út úr Shengen. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.4.2012 kl. 22:38

10 identicon

Þetta er mjög skrýtið útspil hjá framkvæmdastjórninni.

Ég veit ekki frekar en aðrir hvað þeim gengur til en ein af mögulegum skýringum er mjög nærtæk. Þetta gæti einfaldlega stafað af því að Ísland er umsóknarríki.

ESA og EFTA dómstóllinn eru mini-útgáfur af framkvæmdastjórninni og Evrópudómstólnum, þ.e gegna sama hlutverki hvað varðar framkvæmd EES og stóru stofnanirnar hvað varðar sáttmálana og ESB-lög. Ef Ísland væri aðildarríki væri það framkvæmdastjórnin sem hefði höfðað málið gegn okkur en ekki ESA.

Þar sem við erum í aðlögunarferli (og þetta mál varðar framkvæmd Evrópulöggjafar) þá er kannski ekki svo óeðlilegt að framkvæmdastjórnin vilji aðild að málinu.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 11.4.2012 kl. 22:43

11 Smámynd: Sævar Óli Helgason

Öööö...

Þegar þetta er skrifað... Veist þú eitthvað meir en ég og við öll hin afhverju framkvæmdarstjórn ESB vill fá að vera beinn málsaðili...?

Ekki veit ég það...

Og áður en þú og allir hinir springa úr vanlætingu... Þá væri nú gott að fá að vita afhverju þeim í ESB datt þetta bull í hug...

Sævar Óli Helgason, 11.4.2012 kl. 23:29

12 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hahahaha.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.4.2012 kl. 23:45

13 identicon

Nei, Sævar, ég veit ekki meira en þú. Ég er bara að benda á að það er hægt að hugsa sér frekar saklausar skýringar sem passa jafn vel og annað við þær staðreyndir sem við vitum á þessum tímapunkti.

Ein hugsanleg skýring á því að framkvæmdastjórnin vill vera málsaðili er að hún vilji hafa samræmi í málatilbúningi fyrir EFTA-dómstólnum og aðlögunarkröfum vegna umsóknarinnar.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 11.4.2012 kl. 23:54

14 identicon

...sem við vitum um á þessum tímapunkti...

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 11.4.2012 kl. 23:55

15 identicon

Hugsa sér ósvífnina, ESB ver hagsmuni sinna þegna. Og framkvæmdastjórnin að krefjast þess að Alþingi beri ábyrgð standist gjörðir Alþingis ekki lög. Hvað höfum við að gera inn í þannig félagskap?

sigkja (IP-tala skráð) 11.4.2012 kl. 23:58

16 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

http://www.ogmundur.is/news.asp?ID=658&type=one&news_ID=6254

Bwhahahah þetta er hin besta skemtun.

Hitt er annað, að betra væri fyrir hagsmuni þessa vesalings lands og aumingja lýðs hérna að - þessir steinrunnu öfgaþurskar hefðu þagað bara alveg frá 0 punkti og til þessa dags í dag. það hefði verið mikil guðs blessun ef svo hefði verið.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.4.2012 kl. 00:13

17 Smámynd: Elle_

Líður Ómari illa í endalausum öfgunum?  Kann hann ekki ógeðslegri orð??  Hjálpar allavega hvað hann skrifar vitlaust að orðin eru varla læsileg.

Elle_, 12.4.2012 kl. 00:42

18 identicon

Sæll Páll.

Nú telur EB að við íslendingar höfum brotið lög. Við erum ekki sammála því.  Er eitthvað óeðlilegt við það að EB sækji það sem þeir telja rétt sinn, til dómstóla. Við tökum til varnar. Það hljóta allir að hafa sama rétt til að leita til dómstóla, ef þeir telja á sér brotið.

Kveðja

Jón

Jón Kr, Dagsson (IP-tala skráð) 12.4.2012 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband