Hvolpavit vinstriflokkanna

Hrunið opnaði kviku í þjóðfélaginu og kom róti á huga fólks. Eftirspurn var eftir breytingum og þjóðin kaus í fyrsta sinn í lýðveldissögunni yfir sig meirihluta vinstriflokka. Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. taldi sig hafa umboð til uppstokkunar á kerfinu sem brást.

Fljótlega kom á daginn að heimavinna vinstriflokkanna var illa unnin. Hvorugur flokkanna bjó að greiningu á því sem fór úrskeiðis. Allsherjaryfirlýsingin ,,þetta er allt Sjálfstæðisflokknum að kenna" var látin duga.

Vinstriflokkarnir stóðu frammi fyrir hruni fjármálakerfisins en þeim datt ekkert annað í hug en að endurreisa það á óbreyttum forsendum. Helftin eða meira af atvinnufyrirtækjum landsins var gjaldþrota en ríkisstjórnin sá til þess að fyrri eigendum fengu reksturinn á silfurfati með skuldum afskrifuðum.

Frá dögum Marx á 19. öld eru til óteljandi pælingar um auðmagn og hvernig eigi að ráðstafa því í þágu fjöldans og láta atvinnulífið starfa fyrir heildina. Íslensku vinstriflokkarnir á 21. öld vita ekkert og kunna ekkert um fjármál og rekstur og létu tækifæri sem ekki kemur aftur úr greipum sér ganga.

Lausnir vinstriflokkanna á vanda Íslands voru í slagorðum ,,sækjum um Evrópusambandsaðild" og ,,norræn velferðarstjórn." 

Þrátt fyrir að Samfylkingin hafi rætt ESB-mál frá árinu 2002 var flokkurinn stórkostlega vanbúinn að halda uppi umræðu um kosti aðildar. Kjánapriksyfirlýsingar um að umsóknin ein myndi gjörbreyta efnahagsmálum á Íslandi og önnur búðarlokurök sannfærðu enga.

Norræna velferðarstjórn VG fór fyrir lítið þegar formaðurinn sýndi sig tilbúinn að veðja framtíð nokkurra kynslóða Íslendinga til að borga Icesave-reiking einkabanka. Norræn velferð fer illa saman við hjálendustöðu Íslands sem Steingrímur J. og Svavar ætluðu að koma okkur í gagnvart Hollendingum og Bretum.

Nú þegar líður að lokum kjörtímabilsins ætla Steingrímur J. og Jóhanna að bjóða okkur upp á krossapróf um stjórnarskrá Íslands. Krossaprófið er fengið fá ólögmætu stjórnlagaráði.

Hér hæfir skel kjafti.

 


mbl.is Þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú getur kallað það hvolpavit eða illa unna heimavinnu þegar vinstri flokkar apa eftir hægri flokkum. Eini munurinn á vinstri og hægri flokkunum er sá að vinstri flokkarnir ræsa út eineltisherinn sinn með jöfnu millibili. Hægri flokkarnir eru of uppteknir við grillið til að taka þátt í slíku.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 21.3.2012 kl. 09:47

2 identicon

Vel mælt.  Þeir á vinstri væng vaða ekki í vitinu og það hefur svo sannarlega sýnt sig með þessari vinstri stjórn sem nú er við völd að þetta eru mestu mistök sem kjósendur geta gert, kjósa VG eða Samfylkinguna.  Þessir 2 flokkar hafa klúðrað öllu sem hægt er að klúðra og útkoman er versta ríkisstjórn í sögu lýðveldisins. 

Jákvæða við þetta allt saman er sú staðreynd að hiða heiðvirða og góða fólk sem lét blekkjast og kaus rangt síðast mun aldrei gera slík mistök á ný.  Það verður ekki vinstri stjórn hér næstu áratugina því í næstu kosningum mun fólk kjósa rétt.  Kjósa betra líf, bjartari framtíð - ekki svartnætti og aumingjahátt.

Baldur (IP-tala skráð) 21.3.2012 kl. 10:52

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já Baldur,penninn hans Páls er eins og ,,atgeir,, vopnuð vörn okkar,sem skynjum hættuna af grimmilegri aðför Jóhönnustjórnar að fullveldi Íslands. Svörum ekki krossaprófi sem hún setur fyrir okkur.

Helga Kristjánsdóttir, 21.3.2012 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband