Óreiðuöflin og ónýta Ísland

Á alþingi er stjórnarkreppa með því að meirihlutinn á bakvið ríkisstjórnina er tæpur og riðar til falls. Hrossakaup við þingmenn Hreyfingarinnar um stuðning við ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur fela í sér að einföld stjórnarkreppa er gerð að flókinni stjórnskipunarkreppu.

Stjórnarkreppu má leysa með kosningum þar sem þjóðin kýs nýtt þing sem aftur kemur sér saman um meirihlutastjórn. Stjórnskipunarkreppa er aftur erfiðari viðfangs þar sem hún kemur við grunnstoðina - stjórnarskrá lýðveldisins.

Óreiðuöflin í samfélaginu, vinstriflokkarnir, breiðhreyfingin, gnarristar og fleiri, sjá sér hag í því að veikja grunnstoðir Íslands, þar með stjórnarskrána. Það er hluti af hugmyndafræðinni um ,,ónýta Ísland" sem óreiðuöflin halda á lofti. Taktík óreiðuaflanna, búsáhaldabyltingin, skilaði þeim meirihluta á alþingi og í borgarstjórn Reykjavíkur.

Til að halda völdum þurfa óreiðuöflin að viðhalda byltingarástandi í landinu. Í því ljósi bera að skoða síðustu útspil í stjórnarskrármálinu.

 

 


mbl.is Furða sig á farvegi stjórnlagamálsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Meirihluti sem nemur aðeins einu atkvæði er meirihluti, þetta hlýtur Páll að hafa lært í barnaskóla. Að meirihlutinn riði til falls er huglægt mat Páls eða óskhyggja. En hvað vill okkar ágæti Páll? Vill hann gjörspillta kúlulána-stjórnmálamenn Hrunflokkanna, Íhaldsins og hækjunnar aftur til valda? Og það undir forystu Bjarna Vafnings og Sigmundar Davíðs Kögunarsonar. Afkvæmi verstu spillingarflokka lýðveldisins.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 25.2.2012 kl. 12:30

2 identicon

"Til að halda völdum þurfa óreiðuöflin að viðhalda byltingarástandi í landinu." Þessari greiningu Páls er ég sammála. Og þar með hefur óvænt hugsun leitað dálítið á mig í seinni tíð: Gagnbylting? 

Sigurður (IP-tala skráð) 25.2.2012 kl. 13:04

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Huglægt eða óskhyggja meiri hluta landsmanna,sem skynjar riðuveiki stjórnarinnar í beinni. Hún batnar ekkert þótt stuðst sé við hækjur.

Í byltingarástandi bregðast góðir afburðamenn ekki þjóð sinni,þeir taka höndum saman um fullveldi lands síns.

Helga Kristjánsdóttir, 25.2.2012 kl. 13:16

4 Smámynd: Elle_

Haukur, minni þig á einu sinni enn að Jóhönnuflokkurinn var í stjórn við fall bankanna og löngu á undan.  Og Jóhanna var í stjórn, Kristján Möller og Össur Skarphéðinsson líka.  Þó ég ætli ekki að verja hina flokkana fyrir neitt sem þeir gerðu einu sinni þá er það ósatt sem þú og nokkrir enn endalaust endurtakið þegar þið talið um ´hrunflokkana´ og viljandi sleppið að nefna SKAÐRÆÐISFLOKK JÓHÖNNU. Og svo minni ég ykkur líka á að Framsókn hefur skipt um næstum alla sem voru í flokknum þó þú hafir slíkt óendanlegt hatur á Sigmundi, einum okkar langhæfasta stjórnmálamanni gegn SKAÐRÆÐISÖFLUM.  

Elle_, 25.2.2012 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband