Neysla, sósíalismi og einstaklingsábyrgð

Samfélagið hættir að virka ef þeir fara ekki í gjaldþrot sem steypa sér í óviðráðanlegar skuldir. Ef við ríkisvæðum skuldir óreiðufólks er skammt í sósíalisma þar sem ríkið ákveður ráðstöfunarfé allra.

Umræðan um ,,leiðréttingu" skulda er iðulega yfirvarp fyrir kröfu um afskriftir til fólks sem á að fara í gjaldþrot vegna þess að það kann ekki með peninga að fara.

Ríkisábyrgð á skuldum einstaklinga er uppskrift að ábyrgðarlausu óráðsíusamfélagi.


mbl.is Þjóðin aftur farin að taka dýr lán fyrir neyslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ein hugsanleg skýring á þessari þróun er ábyrgðarleysi.

Önnur hugsanleg skýring er sú að auðveldara er að fá yfirdráttarlán um þessar mundir en aðrar tegundir lána. Séreignasparnaðurinn sem var losaður er að klárast og mögulega er fólk að nýta þennan möguleika til að halda sér frá þroti um einhvern tíma í viðbót.

Þetta gæti því líka verið merki um að ekki hafi nægilega mikið verið gert til að laga skuldir heimila að raunveruleikanum eftir hrun.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 25.2.2012 kl. 20:17

2 identicon

Við borðið sitja óforsjáll skuldari og nákvæmlega jafn óforsjáll kröfuhafi. Þeir hafa báðir misreiknað sig illilega. Skattgreiðendur eiga sem minnst að skipta sér af því, heldur passa að láta ekki fara ofan í vasa sína. Páll hefur rétt fyrir sér, að tal um "leiðréttingu" skulda er mestan part bull út í loftið, venjulega án þess að láta fylgja trúverðuga útfærslu.

En til að forðast, að þeir allra tæpustu lendi á opinberu framfæri, mætti íhuga gömul úrræði, sem finnast í kapítalískum löndum. Til dæmis þessi: 1) Undanþiggja meira og fleira aðför og gjaldþrotaskiptum, og þá verða lánveitingar kannski smám saman varfærnari. 2) Láta kröfuhafa bera málskostnað, svo að milliliðurinn rukkarar fái alvöru húsbónda, sem hefur annað sjónarhorn en þeir.

Sigurður (IP-tala skráð) 25.2.2012 kl. 22:10

3 identicon

Mjög rétt.

En ágæti Páll, upplýstir þú okkur ekki, dygga lesendur síður þinnar um að þú hefðir kosið VG vegna afstöðu þeirrar klíku til ESB?

Fylgir því engin ábyrgð?

Hvernig ætlar þú  að fyglgja sósíalismanum en hafna lyginni?

Egill Helgason umræðustjóri upplýsti að hann hefði kosið Hreyfinguna. Í öllum alvörusamfélögum hefði þessi yfirlýsing kostað hann þetta ömurlega djobb sem við borgum.

Svar óskast.

Karl (IP-tala skráð) 25.2.2012 kl. 23:15

4 identicon

Sæll.

Athugasemd nr. 2 hjá Sigurði er alveg rétt. Einnig langar mig að nefna eftirfarandi:

Fyrsta skrefið á leið út úr kreppunni er að skera verulega niður í ríkisrekstrinum, leggja þarf niður margar opinberar stofnanir segja þarf upp verulegum fjölda opinberra starfsmanna hjá ríki og sveitarfélögum. Við erum með fimm sinnum fleiri þingmenn per íbúa en Norðurlöndin og þeir telja sig þurfa 77 aðstoðarmenn og svo þurfa ráðherrar líka aðstoðarmenn. Hvað kostar þessi della? Hið opinbera er að skipta sér að hlutum sem koma því ekkert við, Byggðastofnun er gott dæmi um þetta en fleiri má auðvitað tína til, gott væri einnig að leggja Seðlabankann niður í heild sinni. Lifði mannkynið ekki ágætlega af lengi vel án Seðlabanka? Fer umhverfið til fjandans við að leggja niður Umhverfisstofnun? Segja þarf upp verulegum fjölda opinberra starfsmanna enda fjöldamörg opinber störf algerlega gagnslaus og á kostnað arðbærari starfa í einkageiranum.  

Næsta skref er að lækka verulega alla skatta en slíkt myndi auka ráðstöfunartekjur einstaklinga, fyrirtækja og heimila og gera þeim unnt að t.d. borga inn á sín stökkbreyttu lán eða kaupa sér í matinn en það er erfitt fyrir marga í dag. Þá segja einhverjir að ríkið hafi ekki efni á að lækka skatta en þessu er í raun þveröfugt farið, ríkið hefur ekki efni á að hafa skatta svona háa enda sjáum við hve neikvæð áhrif þeir hafa á atvinnusköpun. Fjölmörg dæmi eru til um það að skattalækkanir hafi skilað tekjuauka fyrir hið opinbera en það er auðvitað of flókið fyrir núverandi valdhafa að skilja. Hin mikla tekjuþörf hins opinbera endurspeglar vel að það er alltof stórt um sig og sogar til sín of mikið af verðmætum samfélagsins á kostnað einkageirans og starfa þar.

Einnig þarf að skylda lánastofnanir til að setja allar eignir sem þær hafa leyst til sín á markað. Verði á húsnæði, og leigu auðvitað líka, er haldið upp með óeðlilegum hætti en slíkt kemur auðvitað niður á almenningi en hentar lánastofnunum. Fólk í dag þarf að borga af of háum lánum, húsnæðisverð rauk upp á tímabili vegna of mikils framboðs af peningum  og í dag er verði haldið uppi með því að takmarka framboð húsnæðis á markaðnum. Ef verðið fengi að lækka í markaðsverð myndi það hjálpa öllum og í raun neyða lánastofnanir til að afskrifa meira enda eiga þær að bera ábyrgð á sínum útlánum líkt og einstaklingar gera á sínum lánum. Ef íbúð sem er t.d. 85% veðsett í dag væri komin með 120% veðsetningu nokkrum mánuðum seinna eftir þegar markaðurinn hefur ákveðið verðið á henni þvingar fram aðgerðir. Markaðurinn á að ákveða fasteignaverð en ekki einhverjir starfsmenn lánastofnana. Þetta myndi þvinga lánastofnanir til afskrifta og samninga við lántakendur frekar en setja eignina á markað.

Einnig þarf að bæta réttarstöðu skuldara með því að gera þeim heimilt að rétta lánastofnun sinni lyklana að íbúðinni að ákveðnum einföldum skilyrðum uppfylltum og vera þá laus allra mála. Miða mætti við að þetta sé skuldara heimilt þegar hann annað hvort sannanlega ræður ekki við greiðslurnar eða þegar eignarhlutur hans í eigninni er kominn undir 10% eða orðinn neikvæður. Svo má líka hugsa sér að sleppa öllum slíkum skilyrðum og láta einstaklinga einfaldlega meta þetta enda á hið opinbera ekki að reyna að hafa vit fyrir fullorðnu fólki.

Þessi atriði sem að ofan eru nefnd myndu breyta öllu. Mikill samdráttur á útgjöldum opinberra aðila (ca. 50% á 1-2 árum) og skattalækkanir myndu kveða kreppuna í kútinn á ca. 18 mánuðum. Hin atriðin myndu hreinsa upp skuldir og gera þær almenningi þolanlegri. Fólk sem tekur lán þarf að bera ábyrgð á þeim og það sama á við um lánastofnanir sem lána of mikið þurfa að bera sömu ábyrgð en hingað til hafa þær algerlega sloppið. Er eðlilegt að annar aðilinn í lánaviðskiptum ber alla ábyrgðina?

Helgi (IP-tala skráð) 26.2.2012 kl. 17:51

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

satt er það páll minn... .en mjög sorglegt er að vita til þess að þú hafir kosið VG.

ég er í áfalli.

Sleggjan og Hvellurinn, 27.2.2012 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband