Samfylking grínast með ESB-umsókn

Vofa evrunnar leikur lausum hala í Evrópu. Í Aþenu var kveikt í 50 húsum, 100 þúsund manns voru á götum úti að mótmæla. Atvinnuleysi í Suður-Evrópu er víða 20 til 30 prósent. Evrópusambandið er að liðast í sundur. Hvað gerir Samfylking?

Jú, hún spyr hvort Evrópusambandið sé fyndið.

Samfylkingin ætti kannski að íhuga að taka málefnalega umræðu um stöðu og horfur Evrópusambandsins, svona rétt á meðan flokkurinn jafnar sig á hlátursrokunum.


mbl.is Fordæmir ofbeldið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki allt sem sýnist innan ESB fjölskyldunnar.

Hernaðarbrölt Grikkja dýru verði keypt,því lánsloforð Frakka og Þjóðverja er háð því, að Grikkir greiði til baka geysileg vopnakaup frá Frökkum og Þjóðverjum,greinilegt er að fjármálaöflin ráða öllu innan ESB.

Sem sagt vopn innan ESB, mikilvægari en að almennigur eigi fyrir mat handa börnunum.

Það er ekki þetta sem við Íslendingar þurfum.

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 13.2.2012 kl. 13:56

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Fyndið já þegar Össur fer til Brussel,ber sig eins og hann sé með axlaskúfa á öxlum,foringjamerki á breiðu brjóstinu. Vill að allur heimur heyri,hve hann syngur list vel: ,, Auðvitað er Sambandið spaug,sáuð þið hvernig ég laug, við ætlum að skoða (elskurnar), en laumast og troða'ykkur inn með Evrunnar draug. Hann leikur lausum hala í Evrópu.

Helga Kristjánsdóttir, 13.2.2012 kl. 18:07

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Kímnigáfa fólks er mismunandi - líka Samfylkingarinnar.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 14.2.2012 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband