Fyrst sam-evrópsk hagstjórn síðan Stór-Evrópa

Fjármálaráðherra Þýskalands getur ekki talað skýrar: sameinginlegur gjaldmiðill krefst sameiginlegs ríkisvalds.  Wolfgang Schäuble segir í viðtali sem birtist í Die Welt eftirfarandi um stöðu gjaldmiðilsins

Aber das ist das Problem: eine Währung und 17 Arten und Weisen mit den staatlichen Finanzen umzugehen. Deshalb schaffen wir jetzt gemeinsam einen Fiskalpakt mit strengen Regeln, was die Haushaltsführung betrifft, an die sich alle halten müssen. (Það er einmitt vandamálið: einn gjaldmiðill og 17 útgáfur af ríkisfjármálum. Þess vegna samþykkjum við fjármálasáttmála með ströngum reglum um ríkisfjármál sem allir verða að halda.)

Og nokkru seinna í sama viðtali

Eine Währung ohne politische Union geht nicht. Deshalb müssen wir nun den nächsten Schritt machen. (Gjaldmiðill án sambandsríkis gengur ekki. Þess vegna verðum við að taka næstu skref.)

Þegar játning fjármálaráðherra Þýskalands liggur fyrir að eina framtíð Evrópusambandsins sé að úr verði sambandsríki, Stór-Evrópa, er þá ekki tímabært að Ísland afturkalli umsókn um aðild að sambandinu?

Eða metur Samfylkingin það svo að heimild alþingis frá 16. júlí 2009 leyfi að Ísland renni inn í Stór-Evrópu?

 

 


mbl.is Grikkir samþykkja niðurskurð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vinstri grænir vilja spreyta sig. Þeir líta ekki við 400 fermetra hnetum. 11,6 milljarðar eru algert lágmark. Stór-Evrópa er markmiðið.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 13.2.2012 kl. 10:25

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Og ef svo færi halda menn að okkur farnist bara vel svona má punktur á miðju ballarhafi milli Evrópu og Ameríku? Með krónuna? Og sér í lagi þar sem Páll og vinir hans í Heimssýn eru búnir að telja fólk svo trú um Evrópa sé rót alls hins illa að fólk vill líka hætta í EES og Schengen? Hvað gerðum við þá?

Magnús Helgi Björgvinsson, 13.2.2012 kl. 11:33

3 identicon

Alveg er tad merkilegt hvad samfylkingarfolki dreymnir um ad gera tjodina ad leigulidum og undirsatum maestroana i Brussel.

Ekki tad ad alt slæmt komi fra Brussel alls ekki en kratar eru aumingjar. Teir vilja bara alls ekki bera abyrgd a sjalfum ser einu sinni.

Slikt endar aldrei vel. Nokkud ljost.

jonasgeir (IP-tala skráð) 13.2.2012 kl. 11:47

4 Smámynd: Gunnlaugur I.

Það kemur hér vel fram og enginn feluleikur með það hjá aðildarsinnanum Magnúsi Helga, að hann gæti vel hugsað sér að Ísland myndi leggja niður sjálfsstæði sitt og fullveldi og renna inn í Stórríki Evrópu, sem útnárahreppur.

Það er ágætt þegar menn eins og Páll eru ekki með neinn feluleik um raunverulegan vilja sinn og tilgang í þessum efnum.

Allt of mikið hefur verið um það að aðildarsinnar séu með allskonar feluleiki og blekkingar og alls konar afneitanir til þess að forðast að upp þá komist um raunverulegan vilja þeirra og ást til þess að Ísland verði partur af The Federal State of Europe !

Gunnlaugur I., 13.2.2012 kl. 12:29

5 identicon

Wolfi er búinn að halda þessu lengi fram. Ég get alveg verið honum sammála, en það fer eftir því hvernig þessu verður háttað.

Stefán (IP-tala skráð) 13.2.2012 kl. 14:40

6 identicon

Yndislega gráglettin hæðni Elínar

segir allt sem segja þarf um fáráðlinginn Steingrím og Svavarsklíkuna,

sem Magma-væðir nú á fullu í sögunni endalausu um Saga Capitalið

og æpir veruleikafirrt "first we take Brussel and then we take Berlin".

Jón Jón Jónsson (IP-tala skráð) 14.2.2012 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband