Perlur og brennivín, Baugur og ESB

Samfylkingin og hriðskáld hennar, Hallgrímur Helgason, mærðu Baugsveldið og útrásarauðmenn með orðum eins og

Hvað eftir annað hefur okkur brugðið í brún. Hinn eitt sinn frelsisboðandi forsætisráðherra hefur ítrekað veist að spútnik-fyrirtækinu Baugi: Hótað að brjóta það upp sem og brjálast yfir kaupum þess á hlut í FBA. Við sem heima sitjum skiljum ekki hvers vegna guðfaðir nýja hagkerfisins snýst gegn bestu börnum þess. Við skiljum ekki hvers vegna sjálfstæðismenn beita öllu sínu gegn sjálfstæðustu mönnum landsins.

Hallgrímur skrifaði greinina um bláu höndina í september 2002. Hann fékk sínar perlur og sitt baugsáfengi. Sumarið 2004 lagðist Samfylkingin í allsherjarfyllerí með Baugi til að koma í veg fyrir að lög yrðu sett á fjölmiðlastórveldi Baugs sem réð yfir meira en helftinni af ritstjórnum landsins.

Baugsperlur Samfylkingar voru styrkir frá Baugsveldinu sem dreift var á margar kennitölur til að fela slóðina.

Eftir hrun stóð baugsfylking vinstrimanna uppi með timburmenn og ónýtar perlur. Blái Evrópusambandsfáinn var dreginn að húni. Alveg eins og Baugur átti að bæta hag heimilanna á Evrópusambandið að auka lífskjörin hér á landi. Guðmundur Andri Thorsson mærir ESB-aðildina þessum orðum í Baugsútgáfunni í dag

Endurtekin brigsl Ögmundar Jónassonar um mútuþægni þeirra sem vilja ganga í ESB ("glerperlur og eldvatn") eru satt að segja alveg óbærileg. Vera má að þessum gamla verkalýðsforingja finnist ekki skipta máli hvort lífskjör batna við inngöngu eður ei en aðrir hafa af því áhyggjur af við kunnum að missa unga fólkið okkar úr landi ef hér er ekki gott að búa, gott andrúmsloft, góð laun, góð lánakjör, góðir stjórnmálamenn.

Samfylkingarbaugsmenn óttast það allra mest að missa völdin í samfélaginu. Fremur að framselja fullveldið til Brussel en að vinstristjórnin verði kosin frá völdum í lýðræðislegum kosningum.

Samfylkingin sækir sína pólitík á sorphaugana. Samfylkingin tók upp á sína arma subbulegustu auðmennina sem Sjálfstæðisflokkurinn hafnaði. Þegar vinstrimenn í Evrópu, eru unnvörpum á flótta undan Evrópusambandinu, tekur Samfylkingin upp á arma sína þann glataða málstað.

Samfylkingin lifir á perlum og brennivíni.

 

 


mbl.is Evruvandi ræddur á leiðtogafundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á meðan Geir segir bankana standa af sér óveðrið er Bjarni að selja. Þar hefurðu ekki misvísandi heldur röng skilaboð. Það er subbuskapurinn.

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=278079&pageId=3992162&lang=is&q=Munu%20standa%20af%20s%E9r%20%F3ve%F0ri%F0

http://www.dv.is/frettir/2012/1/30/bjarni-seldi-glitnisbref-ekkert-ad-baki-en-thad-sem-blasti-vid-ollum/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 30.1.2012 kl. 11:20

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Fast þeir sóttu í sjóði og sækja það enn,ekki er því logið á þá Samfylkingarmenn.

Helga Kristjánsdóttir, 30.1.2012 kl. 13:16

3 identicon

Já, Helga. Upp með sokkana. Frábært bréfið hjá Birni Ólafi Hallgrímssyni. Er ekki hægt að klína einhverjum Samfylkinarstimpli á hann? Fékk Bjarni upplýsingar frá Árna Mathiesen? Fékk Þorgils Óttar Mathiesen varamaður í stjórn 7 hægri Kristjáns Arasonar upplýsingar frá Árna Mathiesen?

http://www.dv.is/frettir/2012/1/28/vill-vita-hvort-bjarni-hafi-fengid-innherjaupplysingar-fyrir-solu/

"Öll þið eflaust þekkið Jóa, hann var innherji hjá Val ...".

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 30.1.2012 kl. 14:21

4 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn er auðvitað alls ekki hvítþveginn en fólkið þar gekk þó aldrei eins subbulega langt í óþverraskapnum og Samfylkingarliðið.

Það er nú það merkilega.

En þó blasir það við glöggum eins og Páli.

jonasgeir (IP-tala skráð) 30.1.2012 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband