Ólafur Ragnar er móteitur vinstristjórnarinnar

Með Icesae-þjóðaratkvæðagreiðslunni varð Ólafur Ragnar Grímsson forseti fólksins á ný - eftir að hafa verið veislustjóri útrásarfólksins um árabil. Ólafur Ragnar tók frammi fyrir hendur dómgreindarlausrar ríkisstjórnar sem ætlaði að veðsetja íslenska framtíð vegna skulda einkabanka.

Dómgreindarlausa ríkisstjórnin situr enn við völd þótt sífellt kvarnist úr fylgi hennar og dugir ekki til að Hreyfingin er orðin þriðji stjórnarflokkurinn.

Í eitruðu andrúmslofti íslenskra stjórnmála er Ólafur Ragnar Grímsson fullorðinn meðal fáráðlinga. Þess vegna vill þjóðin hafa hann áfram á Bessastöðum.

Skrifum undir áskorun um að Ólafur Ragnar gefi kost á sér í önnur fjögur ár.


mbl.is 10.000 undirskriftir á sólarhring
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Nái hann völdunum aftur eftir áskoranir mun hann enn ofmetnast (þ.e. ef það er yfirleitt hægt). Hann mun ekki hika við að beita neitunarvaldi hvenær sem honum dettur það í hug. Þetta ætti að vera umhugsunarefni fyrir þá kjána innan Sjálfstæðisflokksins sem í heimsku sinni ætla að kjósa hann. Allir virðast hafa gleymt því að þessi gamli formaður íslenskra alræðissinna í Alþýðubandalaginu sleppti félögum sínum í Baugi lausum á almenning með því að neita fjölmiðlalögunum. Hann mun ekki hika við að beita offorsi, nái Sjálfstæðisflokkurinn völdum. Hann styður aðeins einn flokk, og sá flokkur nefnist Ólafur Ragnar Grímsson. Icesave- málið rak á fjörur hans þegar hann var búinn að spla rassinn alveg úr buxunum í útrásinni. Þar sá hann tækifæri til að bjarga eigin skinni. Frekja hans og yfirgangur nýtur sín líka í viðtölum við erlenda fjölmiðla, en verði hann áfram forseti munu fleiri skilja, hvers vegna við, sem vorum honum samtíða í menntaskóla kölluðum hann þá þegar „Óla grís“.

Vilhjálmur Eyþórsson, 22.1.2012 kl. 12:29

2 identicon

gullfiskaminni þitt páll er svipað og þjóðarinnar í heild. ólafur ragnar hefur ætíð hagað seglum eftir eigin vindi. guð hjálpi okkur ef síðasti "meðvindur" ólafs muni kosta okkur helmingi hærri fjárhæð en samið var um í icesave mark III samningnum.

fridrik indridason (IP-tala skráð) 22.1.2012 kl. 14:55

3 Smámynd: Landfari

Fridrik, þó það sé ekkert sem bendi til þess að við verðum dæmd í slíkar skaðabætur sem þú nefnir (ekki einu sinni búið að höfða mál ennþá og fyrningarfrestur rennur út á þessu ári það ég best veit) þá værum við samt í + miðað við Icesave I.

Landfari, 22.1.2012 kl. 17:01

4 Smámynd: Elle_

Og í ofanálag hefur EFTA dómstóllinn ekki lögsögu í málinu.  Getur ekki dæmt neinar skaðabætur á ísl. ríkið vegna ICESAVE.

Elle_, 22.1.2012 kl. 17:49

5 identicon

landfari ég var ekki að tala um icesave I heldur icesave III. og elle það er rétt að EFTA dómstólinn dæmir ekki um skaðabætur heldur bara sekt eða sakleysi. það eru síðan kröfuhafar sem fara með skaðabótamál í kjölfarið fyrir íslensla dómstóla.

fridrik indridason (IP-tala skráð) 22.1.2012 kl. 18:33

6 identicon

íslenska átti það að vera

fridrik indridason (IP-tala skráð) 22.1.2012 kl. 18:35

7 Smámynd: Elle_

Ekkert er rangt við að fara fyrir dóm þori kúgarar að draga mann þangað.  Hinsvegar er það fáránlegt að semja við þá um skuld sem engin lög segja að maður skuldi og enginn dómur hefur dæmt mann í ábyrgð fyrir.

Elle_, 22.1.2012 kl. 20:19

8 Smámynd: Landfari

fridrik, ég veit að þú varst að tala um Icesavi III. Ég var að segja að þó að allt fæai á versta veg og bæturnar sem okkur yrði dæmt að greiða, eins ólíklegt og það nú er, yrðu helmingi hærri en samið var um í Icesave III værum við samt í + miðað við það sem við þyrftum að greiða ef Icesave I hefði staðið.

Í þá samningagerð sendi Steingrímur mann sem hann treysti til verksins og tók fulla ábyrgð á, að eigin sögn. Nú er komið íljós að sá samningur er eitt mesta kúður í allri fjármálasögu landsins og er þó ýmsu til að dreifa sérstaklega eftir að Steingrímur tók við.

Nú spyr ég: Hvernig hefur Steigrímur axlað þessa ábyrgð?

Sagði hann af sér sem fjármálaráðherra? Nei.

Sagði hann af sér sem þingmaður? Nei.

Baðst hann afsökunar? Nei.

Er einhver hér sem getur frætt mig á því hvernig maðurinn tókst á við þessa ábyrgð?

Landfari, 23.1.2012 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband