Heiftin og heiðarleikinn í VG

Steingrímur J., Árni Þór Sigurðsson og önnur kynslóð róttæklinga í þingliðinu hjá Vinstrihreyfingunni grænu framboði, s.s. Svavarsdóttir og Álfheiður Ingadóttir, stunda heiftarstjórnmál þar sem einelti er viðurkennd aðferð svo fremi sem eineltið beinist að sjálfstæðismanni.

Guðfríður Lilja, Ögmundur og Jón Bjarnason eiga enga samleið með hatursliðinu.

Haturspólitík slævir dómgreind og lækkar reisn fólks; það sést á ummælum og framkomu Steingríms J. og sálufélaga gagnvart þeim sem segja sig frá eineltinu.


mbl.is Samtrygging stjórnmálamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Steingrímur bjargaði Bjarna og Ögmundur bjargar Geir. Þetta er leiðinlegur leikþáttur og lítið um tilþrif.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 19.1.2012 kl. 17:06

2 Smámynd: Elle_

Nokkrir alþingismenn óðu yfir Hæstarétt landsins í stórnarskrármálinu.  Næst töldu nokkrir þeirra sig geta kært og nánast sakfellt EINN MANN með svívirðilegum pólitískum blekkingum og kúnstum og hlíft eigin mönnum. 

Hvítþvottur á nokkrum sem var hlíft úr eigin pólitíska flokki.  Og síðan einn úr hötuðum flokki dreginn af þeim sömu fyrir landsdóm er eins fáránlegt og skammarlegt og það getur orðið.   

Hví eru alþingismenn alltaf að skipta sér af dómstólum og vaða yfir dómara??  Það á að skikka þetta fólk til að fara eftir þrískiptingu valdsins ella víkja úr stjórnmálum.  

Elle_, 19.1.2012 kl. 17:17

3 identicon

Eru ekki Björn Valur og Kata litla í hatursliðinu?

Íslendingur (IP-tala skráð) 19.1.2012 kl. 17:57

4 identicon

Ég verð nú að viðurkenna að mér finst að vissu leyti eðlilegt að þetta landsdómsmál fái að klárast eins og til var ætlast af ofstækisfólkinu á Alþingi.

Það kemur ekkert út úr þessu annað en staðfesting á ofstæki og heimsku núverandi valdaelítu Alþingis.  

jonasgeir (IP-tala skráð) 19.1.2012 kl. 19:09

5 identicon

Þetta er rétt lýsing.

Þetta fólk er á valdi öfga og ofstækis.

Raunveruleg ógn við lýðræði og réttarríkið.

Karl (IP-tala skráð) 19.1.2012 kl. 20:28

6 Smámynd: Elle_

Allir geta kært alla en það þýðir ekki að neinn verði ákærður af ákæruvaldinu/saksóknara.  Það er meira en lítið bogið við það og bara stórskrítið að stjórnmálamenn geti farið með ákæruvald yfir öðrum stjórnmálamönnum eins og þarna og dregið pólitíska andstæðinga fyrir landsdóm. 

Elle_, 19.1.2012 kl. 21:02

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Alþingi er vanhæft,hrunstjórnin sat í umboði þess.

Helga Kristjánsdóttir, 19.1.2012 kl. 21:08

8 identicon

Sæll.

Mikið til í orðum Elle Ericson. Mér hefur alltaf fundist nær að fara eftir stjórnarskránni áður en við breytum henni. Svo eru einstaklingar sem ekki fara eftir úrskurði dómstóla engan veginn hæfir til þess að höndla með stjórnarskrána.

Þetta Landsdómsmál sýnir glögglega hve lítinn skilning alþingismenn og svo sem fleiri líka hafa á orsökum hrunsins. Ef hrun hefði bara átt sér stað hérlendis horfðu málin öðru vísi við en svoleiðis er það bara ekki. Átti forsætisráðherra að skipta sér að rekstri einkafyrirtækja? Ef það er í lagi af hverju skiptir Jóhanna sér þá ekki að því hvernig bankarnir höndla með líf fjölskyldna í landinu? Bankarnir voru hvort eð er dauðadæmdir frá 2006 þannig að nánast ekkert sem gert hefði verið eftir þann tímapunkt skiptir máli.

Hvað er annars að því að bankar fari á hausinn? Af hverju er það svona hræðilegt en bakarí, hárgreiðslustofur og alls kyns annars konar fyrirtæki mega rúlla?! Ef eigendur banka kunna ekki að reka þá eiga þeir auðvitað að lenda í gjaldþroti eins og aðrir sem ekki kunna að reka fyrirtæki. Hið opinbera átti ekki að taka yfir starfsemi bankanna við hrun, það voru mistök.

Helgi (IP-tala skráð) 19.1.2012 kl. 21:18

9 identicon

Ákæruvaldið á Íslandi er nú sjálfstætt, óháð boðvaldi ráðherra, sem getur ekki fyrirskipað ákæru gegn pólitískum andstæðingum sínum eða hlíft samherjum við slíku. Svo var ekki á fyrri tíð. Þar með er horfin ein mikilvægasta ástæðan fyrir sérstökum landsdómi. Ýmsir annmarkar hafa einnig komið í ljós við málareksturinn gegn Geir og flestir ratað í fjölmiðla, svo að ekki þarf að éta þá upp. Landsdómur er orðinn þarflaus. Hann á að leggja niður. Almennir dómstólar geta eins vel dæmt eftir lögum um ráðherraábyrgð og eftir öðrum lögum (reyndar mætti lögfesta, að þeir yrðu fjölskipaðir í ráðherramálum og þau fengju flýtimeðferð).

Sem betur fer reynir örsjaldan á þinghelgi og ekki á þann hátt, að ríkisstjórn hneppi pólitíska andstæðinga sína í fangelsi. Stöku sinnum hafa þingmenn lýst sig því fylgjandi, að henni yrði aflétt gagnvart sér. Á stríðsárunum dugði þinghelgi ekki gegn yfirgangi brezka hernámsliðsins. Ég sé ekki annað fyrir mér en fella mætti hana niður og treysta ákæruvaldið þannig í sessi sem óháðan aðila.

Ég ætla ekki að andmæla orðum Páls um haturspólitík. Því síður að afsaka fólkið, sem verður fyrir skömmum hans. En að breyttum þingmeirihluta hlýtur samt að koma til athugunar, hvort fleiri eða færri af núverandi valdamönnum hafi brotið svo alvarlega af sér, að ekki megi kyrrt liggja. Það yrði líka kallað haturspólitík, því fremur ef alþingi þarf enn að fara með ákæruvaldið og hefur uppi jafn óljósar sakir og gegn Geir.

Sigurður (IP-tala skráð) 19.1.2012 kl. 21:34

10 Smámynd: Elle_

Og enn um þetta ömurlega mál.  Minni á að það var Jóhönnuflokkurinn sem kom málinu þannig fyrir að Geir einn væri dreginn fyrir landsdóm.  Í þeim flokki er líka mikið haturslið.  Hlutdrægt haturslið á ekki að geta haft ákæruvald yfir neinum.  Og alls ekki gegn pólitískum andstæðingum. 

Elle_, 19.1.2012 kl. 21:48

11 Smámynd: Elle_

Helgi, takk.  Og Sigurður, eg veit ekki hvað það kallast en sjálfur ríkissaksóknari Valtýr Sigurðsson kallaði það ákæruvald síðast í gær.   Það orð hefur verið notað frá upphafi málsins gegn Geir bæði í fréttum og víðar.  

Elle_, 20.1.2012 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband