G. Pétur blekkir

ESB-sinninn G. Pétur bloggar eftirfarandi

Við tökum þátt í norrænu samstarfi og ekki hefur það útilokað að við tækjum þátt í samstarfi við aðra. Eða stunduðum viðskipti við aðra. Við ættum líka að þekkja þetta af reynslunni, við áttum jú ríkja mest í viðskiptum við Sovétríkin meðan við hölluðum okkur hvað mest að Bandaríkjunum. Nei, þegar menn segjast ekki vilja loka á Indland og Kína og hafna þar með aðild að Evrópusambandinu eru menn að seilast heldur langt. Tilgangurinn farinn að helga meðalið.

Evrópusambandið gerir viðskiptasamninga fyrir hönd aðildarríkja sinna. Norðurlandaráð gerir ekki viðskiptasamninga í umboði Norðurlanda og ekki hafa Bandaríkin gert viðskiptasamninga fyrir Íslendinga við önnur ríki.

Ef Íslandi yrði aðili að Evrópusambandinu yrðu þjóðréttarsamningar okkar við önnur lönd um viðskiptakjör gerðir af embættismönnum í Brussel.

 Hvort sem blekking G. Péturs stafar af vangá eða einbeittum brotavilja er augljóst að þegar málflutningur aðildarsinna tekur ekki með af einföldustu staðreyndum um Evrópusambandið má upplýst umræða sín lítis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Who cares hvað G.Pétur segir.

hey (IP-tala skráð) 10.1.2012 kl. 21:26

2 identicon

Farinn að hallast að að blogglúðrar ESB - einangrunarsinna eru upp til hópa ekki betur að sér og eða betur gefnir en raun ber vitni.  Ef einhverjir tækju mark á þessum trúðum og þeir væru markvist og samviskulaust að ljúga og blekkja þá væri löngu farið að rassskella þetta lið opinberlega á torgum.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.1.2012 kl. 22:48

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Við vitum gott betur en G.Pétur.

Helga Kristjánsdóttir, 10.1.2012 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband