Skattar, velferð og litla gula hænan

Fjárfestar fengu frjálst spil útrásaráratuginn og skildu eftir sviðna jörð. Til að rækta upp örfoka land þarf að hækka skatta og lækka opinber útgjöld. Eða svo skyldi ætla. En sumir lærðu aldrei sína litlu gulu hænu og segja ,,ekki ég" þegar spurt er hverjir eigi að borga velferðina.

Samtök skattborgara eru eðlilegt framhald af samtökum fjárfesta sem stofnuð á síðustu öld og náðu eftirtektarverðum árangri sem kenndur er við útrás.

Skattar og velferð eru tvær hliðar á sama peningi. Þeir sem vilja lægri skatta verða að útskýra hvar á að skera niður á móti í samfélagsþjónustunni.


mbl.is Þörf á samtökum skattborgara?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef menn vilja læra þá kryfja þeir líkið. Afnema bankaleynd og skoða hvað gerðist. En stjórnvöld vilja ekki læra. Fjárfestar fá skattaívilnanir en iðnaðarmenn auðlegðarskatt.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 10.1.2012 kl. 13:33

2 identicon

Getur verið að Steingrímur og Bjarni hafi í sameiningu étið hænuna?

http://www.amx.is/fuglahvisl/16320/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 10.1.2012 kl. 14:10

3 identicon

Það er búið að fjarlægja bankaleynd skoðaðu bara samninginn þegar þú stofnar nýjan reikknin. Hvaða sviðnu jörð ert þú að tala um margir hefðu ekki misst neitt í hruninu? í eðlilegu kapitalísku samfélagi þá eru það fjárfestar sem missa peninginn og fólk sem missir vinnuna hjá þeim. Ríkið þarf nátturulega alltaf að sníða stakk eftir vexti og þarf að minnka umsvif það eina sem kom ríkinu í þessa stöðu var að bjarga öllu sem er með banki eða tryggingar í nafninu eins og það séu fyrirtæki sem meiga ekki fara á hausinn. Fjárfestar verða alltaf að vera með frjáls spil og geta fjárfest þar sem þeir vilja en Bankar fá forgjöf.

Stefnir (IP-tala skráð) 10.1.2012 kl. 16:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband