Þingrofshótun Samfylkingar: Össur hottar á Steingrím J.

Samfylkingin hótaði síðdegis í gær Vinstri grænum undir rós að rjúfa þing og boða til kosninga. Gísli Baldvinsson var eina ferðina enn boðberi tíðinda flokksforystu Samfylkingar - bloggið hans er með gælunafnið Gössur.

Í forystu Vinstri grænna er Ögmundi slétt sama um þingrof og gæti dembt sér í kosningabaráttu á morgun, innan flokks eða utan.

Aftur er Steingrímur J. vanbúinn til kosninga, svo ekki sé meira sagt, enda beinist hótunin að honum. Össur hottar á eftir Steingrími J. að hann hrindi í framkvæmd aðlögun ráðuneyta landbúnaðar og sjávarútvegs að Evrópusambandi. Það var jú ástæðan fyrir brottrekstri Jón Bjarnasonar.  


mbl.is Rétt að hanga á völdunum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband