Mistökin, spillingin og tapað uppgjör

Sjálfstæðisflokkurinn gerði mistök á tímum útrásar. Of hröð einkavæðing, ofurtrú á markaðslausnum og afneitun á markaðsbrestum eru meðal mistakanna. Sumir þingmenn flokksins tóku þátt í peningasukki útrásarinnar með þeim hætti að ekki verður við unað; Guðlaugur Þór, Illugi og Þorgerður Katrín.

Eftir kosningar 2009 kaus Sjálfstæðisflokkurinn að sópa umræðunni um mistök og spillingu undir teppið. Hvorki þingflokkur né forysta reyndi að draga lærdóma af hruninu þannig að eftir væri tekið.

Uppgjörið sem fór aldrei fram mun gera Sjálfstæðisflokknum lífið leitt í langan tíma.


mbl.is Ónotatilfinning sjálfstæðismanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Það er ekki nokkur leið að biðjast afsökunar á Íslandi í orði vegna þess að íslendingar líta á afsakanir sem aumingjaskap, svona eins og þegar hundur leggst á bakið.

Menn sína í verki að þeir hafi lært af mistökum sínum. Gott fylgi Sjálfsstæðisflokks í skoðannakönnunm endurspeglar það. Þigmenn flokksins eru hógværir, málefnalegir, ábyrgir og ganga nanast með veggjum. Það er afsökun í verki!

Það er ekki rétt að fólk dragi ekki lærdóm af mistökum sínum, það gera flestir, til vinstri og hægri í pólitík, en engin biðst opinberlega afsökunar á axarsköftum sínum.

Benedikt Halldórsson, 4.1.2012 kl. 12:42

2 identicon

Nei Benedikt þeir sýna ábyrgð og iðrun með því að halda sig frá stjórnmálum! ekki með því að blaðra á þingi og láta sem ekkert hafi gerst!

Valdi (IP-tala skráð) 4.1.2012 kl. 12:44

3 Smámynd: Davíð Þ. Löve

Orð í tíma töluð! Ásýnd flokksins í mínum augum og margra annara er nákvæmlega sú sem Skaupið sýndi á gamlárskvöld. Ekkert uppgjör hefur farið fram innan flokksins né hreingerningar! Afstaða Davíðs Oddssonar til skýrslunnar sem lögð var fram á fyrsta landsfundi eftir hrun hneykslaði þjóðina og ekki síður klappkórinn í salnum. Forherðingin hefur valdið þessum flokki óbætanlegu tjóni og lagast ekki fyrr en mokað hefur verið út þeim öflum sem neita að horfast í augu við staðreyndir.

Davíð Þ. Löve, 4.1.2012 kl. 12:50

4 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Valdi: Fólk kann greinilega að meta núverandi þingmenn flokksins. Allur gorgeir og vindur er farinn úr þingmönnum.Það kann fólk að meta! Gallinn við afsakanir er að það er ekki nokkur leið að vita hvort þær séu sannar eða ekki. Hver tæki mark á iðrandi Sjálfsstæðismönnum? Betra er að sýna iðrun í verki.

Benedikt Halldórsson, 4.1.2012 kl. 12:57

5 identicon

Má ekki bæta fleirrum við?  Hvað með Bjarna, eða Tryggva Herbertsson? Og svo alla pótintátana í sveitarstrjónunum, það er af nógu að taka enda hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið duglegur að ota sínum tota????

Sigurður Haraldsson (IP-tala skráð) 4.1.2012 kl. 13:21

6 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Sú gríðarlega einhæfa og hatursfulla gagnrýni á Sjálfsstæðisflokkinn getur ekki annað en styrkt hann.

Ef leikhúsgagnrýnandi segði um leikrit, að það ætti að banna það, stinga höfundinum, leikurunum og leikstjóranum í steininn, myndi fólk fara á leikrtitið til að sannreyna á eigin skinni hvort gagrnýnin eigi við rök að styðjast og komast að því að gagnrýnin byggði á skefjaluusri múgsefjun sem svo til allir fjölmiðlar taka þátt í.

Benedikt Halldórsson, 4.1.2012 kl. 13:22

7 Smámynd: hilmar  jónsson

Hefurðu ekkert pælt í ástæðum gagnrýninnar Benedikt ?

Eða ertu bara sauðhollur eins og hinar grúppíurnar, No matter what ?

hilmar jónsson, 4.1.2012 kl. 13:46

8 identicon

Þetta er mjög rétt hjá Páli.

Enda er flokkurinn ekki að ná vopnum sínum.

Vantraust almennt og varasamt að hampa of mikið skoðanakönnunum.

Þarna þarf að hreinsa til en til þess er viljinn enginn.

Sjálfstæðisflokkurinn er í eyðimerkurgöngu.  

Karl (IP-tala skráð) 4.1.2012 kl. 13:53

9 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Hilmar: Ég er ekki að segja að ekki eigi að gagnrýna Sjálfsstæðisflokkinn en ég er bara ekki sammála þér að flokkurinn sé ófreskja eins og þú heldur fram. Þú ert eins og gagnrýnandinn í skaupinnu sem gagnrýnir með haglabyssu.

Benedikt Halldórsson, 4.1.2012 kl. 14:03

10 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sammála þér Páll, þó mér finnist þú óþarflega mjúkur í máli.   Vekur furðu að fjöldinn allur af óflekkuðu, réttsýnu og heiðarlegu fólki  innan flokksins, skuli láta þetta yfir sig ganga, landsfund eftir landsfund, eftir þetta "bankafall" eða það sem menn kalla hrun.

Þeim hefur fækkað flugunum í veiðboxinu, og varla býtur nokkuð kvikt á þær sem eftir eru. 

Jenný Stefanía Jensdóttir, 4.1.2012 kl. 15:18

11 identicon

Sæll.

Það var rétt að einkavæða bankana og fleira hérlendis þarf að einakvæða. Hins vegar er það ekki hlutverk ríkisins að vernda fyrirtæki gegn eigendum sínum. Bankahrunið hér varð m.a. vegna þess að eigendur bankanna ráku þá illa, þess vegna fara fyrirtæki yfirleitt á hausinn. Eigum við að kenna lögreglunni um afbrot?

Hefur enginn spurt sig að því hvaðan obbinn af fé því sem bankarnir lánuðu hér kom? Það er alger lykilspurning. Hvernig stendur á því að fólk spyr sig ekki þessarar spurningar? Þangað til fólk skoðar þau mál er það dæmt til að skilja hvorki upp né niður í hruninu.

Stærstur hluti þeirra fjármuna sem hér voru lánaðir kom frá erlendum bönkum. Hvaðan fengu þeir peningana? Slóðin endar hjá Seðlabönkum heimsins og Seðlabankar eru ríkisbatterí af slæmu sortinni. Bindiskylda var afnumin og vextir lækkaðir og úr því varð peningaflóð í boði Seðlabanka heimsins. Greenspan virðist í seinni tíð hafa áttað sig á mistökum sínum.

Annað dæmi um slæm afskipti (ríkisins) seðlabanka voru hinir himinháu stýrivextir SÍ rétt fyrir hrun, sú ákvörðun leiddi til þess að krónan varð kolvitlaus skráð (gengi hennar var falsað) og leiðréttingin varð svo auðvitað sársaukafull. Þá var skuldinni skelt á krónuna en ekki SÍ. Er það árinni að kenna ef ræðarinn er lélegur?

Páll, Sjálfstæðisflokkurinn hefur þó skilað peningunum sem komu frá útrásarvíkingum. Hefur Sf gert það?

Vandi Sjallanna er hve linir þingmenn flokksins eru í að leiðrétta rangfærslur, meðan þeir eru svona linir telja allir sig hafa skotleyfi á flokkinn. Margir kalla flokkinn hrunflokk. Olli flokkurinn þá líka hruninu annars staðar í heiminum? Einnig þarf að hamra á því að sumir hafa skilað vafasömum styrkjum sínum á meðan aðrir hafa ekki gert það.

Ágætur punktur hjá JSJ, þarf ekki bara að moka flórinn? Menn sem eru ekki á þingi af hugsjón eiga að fara í eitthvað annað.

Helgi (IP-tala skráð) 4.1.2012 kl. 18:51

12 identicon

karl (IP-tala skráð) 4.1.2012 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband