Össur einbeittur að Ísland tapi Icesave-málinu

Þingræðinu var  kippt úr sambandi til að Össur utanríkis mætti láta Ísland tapa fyrir EFTA-dómstólnum til að Samfylkingin nái vopnum sínum á kostnað almannahagsmuna. Utanríkismálanefnd samþykkti að taka málið af Össuri en ráðaherraræðið lét vilja alþingis sér í léttu rúmi liggja.

Advice-hópurinn sigraði Icesave-þjóðaratkvæðagreiðsluna og talar þar með fyrir munn meirihluta þjóðarinnar í þessu máli. 

Með því að ganga í berhögg við þingvilja og þjóðarvilja sýnir ríkisstjórn Jóhönnu Sig. enn og aftur sitt rétta andlit: flokkshagsmunir ganga framar þjóðarhagsmunum.


mbl.is Össur gæti ekki hagsmuna Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

þið Nei sinnar eruð með afsökun kristalklára þegar við töpum málinu - þetta er bara Össuri að kenna-   svona rétt eins og náhirðin kennir núverandi ríkisstjórn um hrunið sem varð 2008!

Óskar, 20.12.2011 kl. 21:39

2 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Yo! Óskar: Er ekki náhirðar-talið farið veg allrar veraldar og menn farnir að meðtaka það að krata-bullurnar sem sátu í ríkisstjórninni frá 2007 reru að því öllum árum að koma til áhrifa aðilum sem hvorki áttu kvóta í þorski né mjólk?

Flosi Kristjánsson, 20.12.2011 kl. 22:34

3 identicon

Hafa 1.8% NEI margfaldir brókarskitumenn ekki nema illa þroskaskerta til að reyna halda kratakomma hálfvitaskapnum gangandi að ætla að lemja á íhaldinu...  sama hvað það kostar þjóðina...???  Skrípadómstóll EFTA skiptir okkur ekki nokkru máli enda var fyrrum framkvæmdastjóri ESA búinn að fullyrða að við værum búnir að tapa málinu fyrir dómstólnum og um leið heila ESB/EFTA klabbið að marklausum sirkús.  Hann var með því búinn að ganga frá pöntun þess efnis að það ætti að dæma okkur sek.  Að vísu vildi ræfillinn meina að við værum sek vegna þess að við höfðum ekki ríkisábyrgst tryggingarsjóðinn sem að vísu ESB neyddust til að taka fram síðar að mætti ekki samkvæmt ESB/ESS reglugerðum, og þar með varð ESA framkvæmdarstjórinn kominn í brókarskitudeild íslenskra 1.8% NEI fáráðra.  Einn þeirra al takmarkaðasti subbar út bloggsíður vegna hræðslu sinnar við vita áhrifalausan EFTA dómstól og bendir á að ESA hafi aðeins tapað 2 af 27 málum og þess vegna ætti þjóðin að gera í brók af hræðslu eins og hann og hinar mannvitsbrekkurnar í 1.8% NEI brókarskitumönnum

Af hverju vann ESA ekki þá þessi 2 líka... ???? 

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 20.12.2011 kl. 22:50

4 identicon

Að láta Össur Skarpa annast Icesave varnir er eins og KFUM myndi ráða Steingrím Njálsson sem sumrbúðastjóra í Vatnaskógi.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 20.12.2011 kl. 23:00

5 identicon

PS.:  Brókarskitumenn 1.8% átti að standa.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 20.12.2011 kl. 23:08

6 identicon

Ég er orðinn ansi leiður á Össuri Steingrímssyni. Eða var það Steingrími Össurarsyni?

Helgiq (IP-tala skráð) 21.12.2011 kl. 00:58

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já sæll!!! Nær öll þjóðin er orðin leið á þessum jólasveinum.

Helga Kristjánsdóttir, 21.12.2011 kl. 02:26

8 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Með össur í fararbroddi í þessu máli þá er það klárt mál að það kemur til með að tapast, ætli hann feli ekki allar skýrslur sem Íslendingar senda sem málsvörn undir næsta stól inni á skrifstofu hjá sér, alveg eins og hann gerði með lögfræðiálitið um Icesave á sínum tíma.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 21.12.2011 kl. 11:06

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það verður ekki kært. ,,þeir þora ekki". Vegna þess að þá hrynur heimurinn. Eða jú - ,,þeir þora einmitt". Til að bjarga heiminum.

Ætti að veita öfga og ofstækismönnum einhver skynsemisskorts verðlaun. Forsetinn getur veitt þau. Skynsemisskortsorðan eða eitthvað.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.12.2011 kl. 12:09

10 Smámynd: Elle_

Málflutningur Ómars er fyrir löngu orðinn háundarlegur.  Hvað veldur að hann og hinir JÁ-SINNARNIR hafa ekki enn farið að borga ICESAVE ÚR EIGIN VASA???  Hann lætur ekki segjast og tekur ekki rökum.   Nú getur hann bara haldið áfram að gráta af sorg yfir að Evrópusambandið og 2 gömul evrópsk nýlenduveldi hafa ekki enn náð að kúga okkur.  

Elle_, 21.12.2011 kl. 17:07

11 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Menn sækja stíft í orðuna. Verður bara líklega blysför að Bessastöðum. Hahahaha. þvílíkur skynsemisskortur.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.12.2011 kl. 17:25

12 identicon

Er ekki alveg viss um að Ómar hafi það til brunns að bera sem leyfir honum að dæma meinta skinsemi eða "skynsemisskort" annarra.  Með fullri virðingu fyrir honum og öðrum á hans andlega róli og lifa á framfæri okkar hinna.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 21.12.2011 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband