Evruland hótar að klúfa sig frá ESB

Aðeins 17 af 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins mynd evruland, gjaldmiðlasamstarfið um evruna. Til að bjarga evru-samstarfinu úr skuldakreppunni þarf að hafa hraðar hendur og breyta stofnsáttmála ESB.

Merkel kanslari Þýskalands og Sarkozy Frakklandsforseti hótuðu þjóðunum tíu, sem standa utan evrulands, að standi þau gegn breytingum á stofnsáttmála ESB munu evrulöndin kljúfa sig frá sambandinu.

Samkvæmt þýskum fjölmiðlum vilja þessi ráðandi öfl keyra sáttmálabreytingu í gegn fyrir mars á næsta ári. Það telst hraðferð í stjórnkerfi ESB.

Sáttmálabreyting á að auðvelda inngrip í ríkisfjármál evruríkja og tyfta þau ríki sem  ekki halda sér innan fjárlagaramma. 

Með því að stilla ríkjum eins og Bretlandi, Póllandi og Svíþjóð upp við vegg og hóta klofningi nema gegnið sé að kröfum um fullveldisframsal eru Þjóðverjar og Frakkar að taka verulegu áhættu. Örþrifaráðin eru til marks um hve nálægt hruni evruland stendur. 


mbl.is Vilja auka aga á evrusvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hver man ekki eftir svona bófahasar; stick,em up; Bara saklaust enn þá.  Gömlu fjandmennirnir standa nú saman,til þess að verjast hvorir öðrum,að sögn. Eru þeir ekki farnir að neyta aflsmunar,saman og þvinga þá aumari? Hvað næst,alvöru bófahasar"peningana eða lífið."  

Helga Kristjánsdóttir, 6.12.2011 kl. 00:31

2 identicon

þetta er hættulegur leikur gæti leitt til þess að ófriður brjótist út, í besta falli klofnar ESB í tvennt síðan verður spurning í framhaldinu hvort viðskipti við evrulöndin verði nokkuð eftirsóknarverð þegar verður komið sovéskskur kaupmáttur þar. 

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 6.12.2011 kl. 08:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband