Össur selur brunarústir sem heila fasteign

Síkáti utanríkisráðherra Íslands situr uppi með ónýta aðildirumsókn að skíðlogandi Evrópusambandi. Össuri, sem er margt betur gefið en að skilja stærra málefni, hvort heldur þau eru kennd við efnahag eða utanríki, dettur í hug að skipa samráðsnefnd til að selja Íslendingum brunarústirnar í Brussel.

Í stjórnmálum samtíðar eru ósvífni og Össur nánast samheiti. Sá síkáti segist með samráðsnefndinni stuðla að ,,málefnalegri umræðu" um aðildarumsókn samfylkingarhluta ríkisvaldsins. Frá upphafi helfararinnar til Brussel hefur Össur Skarphéðinsson neitað að viðurkenna einföldustu atriði umsóknarferils að Evrópusambandinu. Inn í ESB liggur aðeins ein leið og það er leið aðlögunar er felur í sér að umsóknarríki tekur upp lög og reglur sambandsins jafnt og þétt á meðan viðræður standa yfir.

Eina ,,málefnalega" útleið Össurar og Samfylkingarinnar er að draga umsóknina tilbaka. Þegar búið er að afturkalla umsóknina má ræða málin.


mbl.is Salvör formaður ESB-samráðshóps
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Fólk skilur ekki það að en á eftir að ESB segir já og þeir munu gera það fljótar en við höldum því þeir munu breyta reglum sínum í í þá átt að þeir geti sagt já Ísland. Þá fá að fara áheyrnarfulltrúar á ESB þing þar til þjóðarkosningar skera úr um hvað þjóðin vill. Kannski fá þessir áheyrnarfulltrúar að vera 4 ár á launum hjá ESB.? Það er þetta sem dregur þessa föllnu þing menn áfram þeir fá að gerast lobbýistar hjá ESB.

Valdimar Samúelsson, 8.11.2011 kl. 11:16

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er ljótt að sjá hvernig Össuri er haldið einangruðum í Brussel-höll blekkingarinnar. Það þarf að ná honum út fyrir veggi blekkingar-villuvega-bandalagsins ESB, svo hann sjái hvað hann er að gera mikið rangt gegn samlöndum sínum.

Það lítur nefnilega út fyrir að hann trúi vitleysunni sem hann er að segja.

Íslendingum finnst þægilegast að trúa blekkingum og lygum, því sannleikurinn er óþægilegur, og krefst þess að gripið verði til mannúðlegra og réttlátra aðgerða strax.

Til dæmis þarf almenningur að setja verulegan þrýsting á banka og fjármálastofnanir, því það eru glæpafyrirtæki. Almennt virðist fólk bíða eftir því að einhverjir birtist í dulargervi engla, frá þessum glæpafyrirtækjum, og greiði úr flækjum venjulegra borgara. En það mun ekki gerast, heldur verður almennir borgarar að taka þá áhættu sjálfir, að setja þessum rányrkjastofnunum leikreglurnar.

Það þýðir ekkert að ætla að hoppa yfir þessa risavöxnu brenglun í siðspilltri stjórnsýslu Íslands, á vegferðinni til ESB-Brussel eins og sumir virðast trúa að gangi upp, fyrir hag hins venjulega manns í þessu landi.

Vald almennings er gríðarlega mikið, en það er ekki hægt að segja að það vald sé ofnotað, síður en svo.

Sumir trúa því ennþá að það sé betra að borga bankaræningjum/fjármálastofnunum allt sem þeir heimta í sinni siðblindu, heldur en að fara á "vanskilaskrá" glæpabanka/fjármálastofnana, og í gjaldþrot. Það er einungis gott fyrir bankana, að fólk borgi restina af því litla sem það á eftir, til glæpafyrirtækja/baka. Sem síðan verður notað í ekki minna nytsamlega hluti, en borgaranna eigin örbyrgðar-hengingaról.

Semsagt smáfrestur á aftökunni, til að hafa aðeins meira út úr viðkomandi fyrst. Svo þegar viðkomandi getur ekki meir, þá fær hann að éta það sem úti frýs, og má þakka fyrir að verða ekki handtekinn fyrir það.

Það verður ekki hægt, fyrir Össur og fleiri, að nota sömu afsökun og eftir bankahrun, að enginn hafi vitað hversu slæmt ástandið var á bak við svörtu tjöld mafíunnar, því nú er fólk meðvitað um brenglunina. Bæði Sjálfstæðis og Samfylking vissu í hvað stefndi fyrir hrun, og eru enn við sama óvandaða heygarðshornið. Framhaldsleikritið gengur vel, og almenningur borgar og borgar!

Brenglunin er algjör, í stjórnun landsins. Hún var hræðileg, er enn hræðilegri og verður óbærileg með sama áframhaldi, nema hjá þeim sem fara til Kabúl, Brussel og í fleiri peningafeit embætti, sem almenningur heimsins borgar fyrir með striti sínu.

Svona líta staðreyndirnar út á prenti. Er þetta ekki glæsileg og björt framtíð venjulegra borgara, á Bankalandi, nei ég meina Íslandi? Hvað finnst okkar "víðsýna", og allt að því "heimssýna" og "lýðræðis-sinnaða" Össuri Brusselsyni um framtíð samlanda sinna, sem verða látnir sitja eftir og borga aleiguna endalaust, í farmiða og  uppihald hans og fleiri til fyrirheitnu landanna?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.11.2011 kl. 06:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband