Aðeins verðbólga getur bjargað evrunni

Hér er sniðug frétt fyrir kjánaprikin í Samfylkingunni sem vilja evru í stað krónu til að skapa stöðugleika: Der Spiegel segir í fréttaskýringu að aðeins peningaprentun með tilheyrandi verðbólgu geti bjargað evrunni.

Án peningaprentunar Seðlabanka Evrópu er Grikkland örugglega gjaldþrota og Ítalía sennilega líka. Samkvæmt umfjöllun á wikilieaks-forum eru Þjóðverjar meðvitaðir um þessa tvo valkosti í langan tíma og hvorki vilja þeir né geta gengist undir verðbólguhvetjandi peningastefnu. Af því leiðir endalok evrunnar.

Áðurn en kemur að jarðsetningu evrunnar munu samfylkingarliðar sprikla hér heima um nýja efnahagsstefnu ESB. Trúðaspuni samfylkingarfólks verður á þessa leið: Evrópusambandið færist nær íslenskri efnahagsstefnu - okkur er óhætt inngangan í sambandið. 


mbl.is Ítalía of stór til þess að fá aðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já greyin þau eru komin út í horn, minnir mig dálítið á tímana fyrir hrun, þegar ríkisstjórnin varði bankana með kjafti og klóm, fór svo í leiðangra bæði vestur og austur til að fullvissa menn um að bankarnir stæðu vel.  Nú er meira að segja Jóhanna farin á stjá til að vinna sér stuðning Merkel og fleiri merkilegra við inngöngu, sem er á sama tíma augljóslega ekki fyrir hendi.  Hef verið að lesa fróðlega pistla Björns Bjarnasonar sem hefur verið í Þýskalandi og Brussel að ræða við ESB forkólfa. Þar er allt annað upp á teningnum en Samfylkingin vill vera láta.  Meira að segia þeirra eigin stuðningsmenn, þeir skynsömu eru farnir að draga málflutning sinn til baka.  Eða minnka hann.  En skiljanlegt er hvernig forkólfar þessa stjórnmálaafls er að berja haus við stein, því þau eru að vinna að tilverurétti sínum.  Ekkert minna en það að mínu mati.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.11.2011 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband