Grikkir kíktu í evru-pakkann og urðu gjaldþrota

Grísk stjórnvöld eru í stríði við íbúa landsins vegna kröfu Evrópusambandsins um niðurskurð á ríkisfjárlögum. Opinberir starfsmenn missa vinnuna, skólum er lokað og ríkiseigur seldar á brunaútsölu.

Grikkir eyddu um efni fram í áratug, eða allan þann tíma sem landið var hluti af evru-svæðinu. Þeim var talin trú um að framsal á fullveldi til Brussel fæli í sér varanlega hagsæld.

Án fullveldis og eigin gjaldmiðils er Grikkjum allar bjargir bannaðar. Þeir geta ekki náð tapaðir samkeppnisstöðu með því að fella gengið og ekki heldur geta þeir afskrifað skuldir sínar sem allir þó vita að verða aldrei að fullu greiddar.

Evrópusambandið mun ákveða hvernig grískt gjaldþrot fer fram. Og það verða ekki grískir hagsmunir sem ráða ferðinni við þá ákvörðun.


mbl.is Hlutabréf hrynja í Grikklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Nútíma hernaður!   ESB. ákveður hvernig uppgjöf (uppgjör) Grikklands fer fram,hrollvekjandi harmleikur,uhf,Kratarósin stingur, komið ekki nálægt henni, fellum Jóhönnustjórn.

Helga Kristjánsdóttir, 24.10.2011 kl. 14:30

2 Smámynd: Elle_

Já, ekki þýðir að kenna Grikkjum einum um og saka þá um ´ofureyðslu um efni fram´.  Miðstýringarsambandið eyðileggur sjálfstæði og velferð sambandríkjanna.  Hrollvekja. 

Elle_, 24.10.2011 kl. 15:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband