Aldrei minna fylgi við ESB-aðild

Um 70 prósent Norðmanna hafna aðild að Evrópusambandinu. Sambærileg mæling á Íslandi sýndi 64,5 prósent andstöðu við aðild að Evrópusambandinu. Hagsmunir okkar á Norður-Atlantshafi hafa ekki og munu ekki fara saman við hagsmuni meginlandsríkjanna sem stýra Evrópusambandinu. Næstu nágrannar okkar, Grænlendingar og Færeyingar, eru staðfastir í andstöðu við aðild að ESB.

Bretland, sem liggur steinsnar frá meginlandinu, sér fram á það að evrulöndin munu freista þess að ná samstöðu um sameiginlegt ríkisvald til að bjarga gjaldmiðlinum. Í Bretlandi er vaxandi krafa um að landið segi sig úr Evrópusambandinu. Cameron forsætisráðherra veit ekki í hvorn fótinn hann á að stíga.

Ísland er ekki á leiðinni inn í Evrópusambandið. Eina ástæðan fyrir því að umsóknarferlinu er haldið til streitu er að stöðvist ferlið springur ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir.


mbl.is 70,8% vilja ekki í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú sem aldrei fyrr munu þingmenn Samspillingar og VG hanga á stólunum samkvæmt könnun Bylgjunnar sem birt var núna síðdegis með 3000 svarendum fengu stjórnarflokkarnir ásamt GUMSINU (Guðm. Steingr.) rétt um fimmtung athvæða þeirra sem tóku afstöðu þannig að það er alveg dagljóst að fæstir stjórnarþingmenn eiga ekki afturkvæmt inn á þing eftir næstu kosningar ef kosið væri núna. könnunin var eins hlutlaus og hugsast getur því spurningin var "hvað myndir þú kjósa ef gengið væri til kosninga núna"?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 24.10.2011 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband