Evrulöndin 17 gegn 10 ríkjum án evru

Við erum þreyttir á því að þið ráðskist með okkur, sagði Sarkozy forseti Frakklands við Cameron forsætisráðherra á helgarfundi leiðtoga Evrópusambandsins. Aðeins 17 af 27 ríkjum Evrópusambandsins eru í evru-samstarfinu. Til að bjarga evrunni verður að gera breytingar á stofnsáttmálum Evrópusambandsins.

Evru-ríkin þurfa stuðning ríkja utan gjaldmiðlasamstarfsins til að fá í gegn breytingar á stofnsáttmálum sambandsins. Það pirrar Sarkozy að Bretar eigi aðkomu að framtíð evrunnar þar aldrei hefur komið til greina að Bretland yrði evruland.

Pólverjar og Svíar veittu Bretum stuðning til að krefjast þess að eiga aðild að næsta neyðarfundi vegna evrunnar, sem haldinn verður á miðvikudag.

Evru-ríkin 17 hafa ekki komið sér saman um hvernig eigi að leysa skuldakreppu jaðarríkja evru-svæðisins. Ef lausn finnst mun hún breikka bilið milli evru-landa Evrópusambandsins og þeirra sem ekki nota evru fyrir lögeyri.

Evrópusambandið er í reynd klofið. Það má bara ekki segja það upphátt.


mbl.is Lönd án evru útundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það verður að nota Íslenska hugsunarháttinn, sem hefur sýnt svo góðan árangur, að mati landans. - Þetta reddast -.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 24.10.2011 kl. 10:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband