Breska þingið ræðir þjóðartkvæði um ESB-aðild

Eftir rúma viku ræðir breska þingið ályktun sem kveður á um að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild Breta að Evrópusambandinu. Samkvæmt þingmanninum Douglas Carswell verða þrír kostir í boði fyrir breska kjósendur

a) óbreytt aðild að Evrópusambandinu

b) úrsögn úr Evrópusambandinu

c) aukaaðild að Evrópusambandinu með áherslu á viðskipti og samvinnu

Það eitt að breska þingið skuli taka til umræðu ályktun um að þjóðaratkvæði skuli greitt um framhald aðild Bretlands að Evrópusambandinu sýnir útbreidda vantrú á sambandinu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er alveg grátlegur þessi kratadraumur um góða liðið í Brussel sem á að bjarga þeim.

jonasgeir (IP-tala skráð) 18.10.2011 kl. 18:04

2 identicon

Það er nú óþarfi að keyra yfir og bakka svo að auki yfir veslings ESB - einangrunarsinnana með að nudda þeim upp úr öllum "hörmungum" sambandsins þessi misserin.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 18.10.2011 kl. 18:04

3 Smámynd: Elle_

Dugar nokkuð minna en bæði bakkgírinn og sá 3ji?

Elle_, 18.10.2011 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband