Brotajárn Baugs

Jóhannes Jónsson sem kenndur er við Bónus sagðist selja kjötfars fyrir rétti í Bandaríkjunum þegar málefni Baugs og fyrrum viðskiptafélaga, Jóns Gerald Sullenberger, voru til umræðu. Skilaboðin eru þau að maður sem selur kjötfars er ekki sekur um neinn misjafnt en ef eitthvað skyldi ekki vera fullkomlega löglegt er meint afbrot af vangá hins eilífa saklausa.

Í dag er það Hummer sem er brotajárn og tæplega tekur því að eyða orðum að enda hálfpartinn móðgun að tala um einn bíl við mann sem hefur átt 150.

Firringunni í kringum Baug linnir ekki þótt fyrirtækið sé komið í gjaldþrot.


mbl.is Hummerinn var brotajárn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Kjötfars er vara sem auðveldlega er unnt að svíkja og blekkja kaupandann með. Hvað er í kjötfarsinu? Lengi voru alls konar afgangar, jafnvel uppsóp notað í það og jafnvel bragðbætt með ýmsu, t.d. salti, saltpétri og kryddi til að fela léleg gæði.

Góðar stundir

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 18.10.2011 kl. 14:23

2 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Þetta lýsir ákveðnu hugarfari, stærsti hluti þjóðarinnar sleikti út um ef þeim stæði til boða að ferðast um á Hummer.  Það er hvorki auðmýkt eða lítillæti fyrir að fara hjá þessum hrunkóngum.

Kjartan Sigurgeirsson, 18.10.2011 kl. 14:54

3 identicon

Það er náttúrulega hroki að tala um þennan bíl sem brotajárn !

En það breytir því ekki að mann rekur furðu á að heyra þessa frétt !

Er þetta stóra skattamálið ?  Er verið að röfla um afnot af bílum sem geta numið einhverjum smáaurum í því stóra samhengi sem fólki er talið trú um að liggi undir í skattaundanskotum ?

Er þetta forgangsröðunin í ákærum í skattsvikum ?

Þá er nú alveg eins hægt að byrja aftur á hárgreiðslukonunum, blómaverslunum o.sfrv. og athuga hvort allar vörur séu ekki örugglega stimplaðar í kassann.

Ef menn hafa ekkert annað þá er örugglega hægt að ná þeim fremur en þessum mönnum.  Ekki er þar að finna rándýra lögmenn til að verja málstaðinn. 

Neytandi (IP-tala skráð) 18.10.2011 kl. 15:13

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Má ég þá heldur biðja um rennilegan Bugatti.

Ragnhildur Kolka, 18.10.2011 kl. 15:14

5 Smámynd: Vendetta

Skammastu þín, Guðjón. Ég var rétt í þessu að kaupa kjötfars (framleitt af Kjarnafæði) í Bónus til að hafa í kvöldmatinn. Nú hef ég misst matarlystina. Hins vegar er í innihaldslýsingunni á kjötfarsinu hvergi minnzt á uppsóp.

Varðandi afnot af bifreiðum, hvernig er hægt að sanna eða afsanna mikil afnot, ef enginn óháður aðili fylgdist með hver ók bílunum hvar og hvenær? Eða er nóg að leiða líkur að því, til að sakfella?

En ef Jón Ásgeir og hans hyski verða dæmd fyrir skattsvik, þá finnst mér að fjölskyldan ætti að endurgreiða Ekstra Bladet skaðabæturnar, sem blaðið var dæmt til að greiða (af brezkum dómstól) fyrir að kalla allt þetta lið skattsvikara fyrir 4-5 árum. Það sorglega við þetta er að hyskið var mikið verra, nefnilega fjársvikarar í milljarðaklassanum.

En það breytir því samt ekki, að ég verzla oft í Bónus einfaldlega vegna þess að ég hef ekki ráð á vörunum í Nóatúni, þar sem harðnaðir Sjálfstæðismenn verzla.

Vendetta, 18.10.2011 kl. 16:01

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það er ljótt að skamma Guðjón fyrir að ljósta upp leyndarmálinu um það hvernig einföld kjötfarssala getur gert menn að milljarðamæringum á örfáum árum.

Þetta er viðskiptaleyndarmál sem gæti komið sér vel fyrir fleiri að þekkja...

Kolbrún Hilmars, 18.10.2011 kl. 16:39

7 identicon

Veruleikafirring þessa liðs er löngu hætt að vera hlægileg..

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 18.10.2011 kl. 16:42

8 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sem fyrrverandi bóndi þá notaði þessi Baugsmafía öll ráð til að ná niður verði á afurðum okkar! Nú hefur fólk séð að það var ekki að fá ódýra vöru því þúsudir milljóna lenda á okkur í framtíðinni frá þessum veruleikafyrtu landráðamönnum!

Skora ég á Jóhannes að gefa mér brotajárnið í stað þess bíls sem ég keyri á núna 20 ára keyrðan 360 þúsund!

Sigurður Haraldsson, 18.10.2011 kl. 16:52

9 Smámynd: corvus corax

Ég verð nú að játa það að ég er í þetta sinn algjörlega sammála Jóhannesi í Bónusi. Hummer er og verður ekkert annað en brotajárn. Öðru máli gegnir um Porche og Cherokee, þá erum við að tala um bíla.

corvus corax, 18.10.2011 kl. 17:00

10 identicon

Corvus corax; svoleiðis nokkuð skiptir engu máli.

Jebb (IP-tala skráð) 18.10.2011 kl. 17:05

11 identicon

Einfalt ætti að vera að sannreyna, að Jóhannes Jónsson hafi sagt satt fyrir rétti, því að brotajárn kemst ekki í gegnum skoðun, kílómetramælirinn á því hreyfist lítið og reikningar safnast ekki fyrir á slík bílnúmer, til dæmis fyrir benzín, olíu, smurningu og annað slíkt.

En hitt fynnst mér merkilegt, ef Jón Ásgeir verður í þetta sinn sýknaður með þeim rökum, að menn beri ekki refsiábyrgð á röngum skattframtölum sínum, ef einhver annar gengst við því að hafa skrifað undir þau og farizt það klaufalega. Þá gætu margir, sem eru ekki eins stálheiðarlegir og Jón Ásgeir, fallið í freistni.

En Jón verður sýknaður. Það er ég viss um. Ef ekki nógu rækilega í héraði, þá að minnsta kosti fyrir Hæstarétti.

Sigurður (IP-tala skráð) 18.10.2011 kl. 17:41

12 identicon

Baugsmiðlarnir Vísir.is, DV, Pressan og Eyjan hafa ekki minnst einu orði á þessa kostulegu leiksýningu í boði Baugs í dómsalnum í dag..

Hvað ætli heiðaleikamaðurinn grandvari Reynir Traustason hefði sagt ef einhver af höfuðóvinum hans hefðu boðið upp á annan eins fáránleikafarsa..??  Björn Bjarna, Davíð vonda eða einhverjir auðmenn sem tilheyrðu kolkrabbanum hans....  ??  Hvað með Karl Th. Birgisson Samfylkingareyjuritstjóra..???

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 18.10.2011 kl. 18:21

13 Smámynd: Vendetta

Þetta með að þetta og hitt hafi "gleymzt" að telja fram er ekki hægt að taka alvarlega. Mér finnst að Jón eigi að gera hreint fyrir sínum dyrum og viðurkenna að hann lét vísvitandi vera að telja fram fullt af atriðum í þeirri von að það uppgötvaðist ekki. Byrja að segja sannleikann. Annars gera aðrir það fyrir hann.

Það sem Jón vill að allir haldi er að hann hafi ekkert fjármálavit, þótt hann hafi haft vit á því að mergsjúga bæði banka og fyrirtæki og síðan koma þýfinu undan í skattaskjól. Það er frekar siðferðisvitund sem hann vantar.

Vendetta, 18.10.2011 kl. 18:23

14 Smámynd: Elle_

Siðvilltir menn játa ekki neitt og trúa líka oft eigin lygum.

Elle_, 18.10.2011 kl. 19:41

15 Smámynd: Hvumpinn

Jón Ásgeir notaði umræddan Hummer a.m.k. nógu mikið til þess að ég sá hann oft á honum skutlandi börnum sínum til og frá þegar konan hans fyrrverandi bjó í sama hverfi og ég.  Þetta er amlóði.

Hvumpinn, 18.10.2011 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband