Texti sem vopn í valdaskaki

Jóhanna Sigurðardóttir og samstarfsmenn hennar reyna ítrekað að breyta stjórnskipun landsins með tilvísun í skýrslu rannsóknanefndar alþingis um hrunið. Jóhanna vildi auknar valdheimildir til sín í stjórnarráðinu og ráða hvaða ráðuneyti séu starfrækt hverju sinni.

Texti úr skýrslu rannsóknanefndarinnar er einnig notaður til að herja á forseta lýðveldisins. Glettur starfsmanna Jóhönnu eru ekki fallnar til þess að auka tiltrú á verkstjórnina í stjórnarráðinu.

Kannsellískt vopnaskak af þessu tagi étur upp kraft og þrek til að móta pólitíska stefnu í málefnum sem varða almenning. Hagsmunir almennings eru afgangsstærð hjá ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur.


mbl.is Fordæmalausar bréfaskriftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er alveg augljóst mál.

Hún var á móti almennum aðgerðum eftir hrun.

Hún hefur ekki unnið að atvinnu uppbyggingu.

Hún hefur bara sent innantóma pappíra í inntómara ESB báknið.

jonasgeir (IP-tala skráð) 18.10.2011 kl. 19:53

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Nú verðum við bara að vona að ÓRG gefi kost á sér áfram. Með svona fólk við stjórnvölinn veitir ekki af að hafa forseta með bein í nefinu. Við megum ekki falla í þá gryfju að setja einhverja puntudúkku á Bessastaði núna.

Þorsteinn Siglaugsson, 18.10.2011 kl. 20:11

3 identicon

Það er sérkennilegur andskoti að vera svo pólitískt fastbundinn og andsnúinn ráðandi öflum að lýsa andúð yfir því að forsetaembættið setji sér siðareglur eins og tíðkast alls staðar annars staðar í stjórnsýslunni. Ef ábendingin hefði komið frá Háskólasamfélaginu eða einhverju öðru fyrirbæri en Ríkisstjórnarbatteríinu hefði enginn neitt að athuga við þetta.

Páll (IP-tala skráð) 18.10.2011 kl. 20:21

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það gagnar lítið að setja stjórnsýslunni siðareglur, þegar hun fer ekkert eftir þeim.

Ragnhildur Kolka, 18.10.2011 kl. 21:01

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Páll (IP). Forsetanum var nauðugur einn kostur gefinn, að vísa svikamálum sitjandi ríkisstjórnar til þjóðarinnar. Þessarar ríkisstjórnar, sem er af einhverjum ósýnilegum valdaöflum gert skylt, á miskunnarlausan hátt, að borga allt sem loftkastala-svikabönkum heimsins dettur í hug að láta saklaust, heiðarlegt og vinnandi fólk borga fyrir.

Eftir hvaða siðareglu var farið, þegar Jóhanna Sigurðardóttir var látin brjóta stjórnarskrána með því að róa að því öllum árum, og með hótunum, að stjórna skoðunum og arkvæðagreiðslu eiðsvarinna þingmanna, til að kjósa gegn sinni sannfæringu, þegar aðildarumsóknin var samþykkt á alþingi árið 2009?

Þetta var háalvarlegt stjórnarskrár-brot af hálfu forsætisráðherra, sem mun án nokkurs vafa verða skráð á síður næstu 9 binda, næstu rannsóknar-nefndar alþingis, sem mun rannsaka vinnubrögð og lög/stjórnarskrárbrot þessarar ríkisstjórnar.

Það er búið að brjóta svo margt í núverandi stjórnarskrá, af sitjandi stjórn, að það er einfaldlega heimsmet af stjórnvöldum ríkis, sem telur sig siðmenntað og með grunnmenntaða og læsa einstaklinga í mannréttindasamfélagi.

Það er unnið með þeim hætti, að engum komi við hvað er að gerast í stjórnmálum landsins, hvorki almenningi á Íslandi, öðrum þjóðum né þingmönnum/ráðherrum, og þöggunin hefur aldrei verið meiri, sem er ólíðandi með öllu, og allt heilbrigt og réttlátt þenkjandi fólk skilur mjög vel að gengur alls ekki lengur.

Mótsagnirnar, falsið, svikin og lygarnar hjá sitjandi stjórn eru óteljandi, og standast engan veginn raunhæfa og réttláta gagnrýni. Vinnubrögð sitjandi stjórnar eru óverjandi með öllu, þrátt fyrir góðan vilja til að gera það besta úr öllu, og vera sanngjarn. Mælirinn er einfaldlega fullur og hættuástandið eykst í landinu dag frá degi, og ekki lengur hægt að bera blak af allt of mörgum svika-vinnubrögðum þessarar stjórnar, því miður.

Við þurfum ekki stjórnvöld sem fá borgað fyrir að svíkja almenning.

Spillingu verður ekki útrýmt með gjörspilltum vinnubrögðum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.10.2011 kl. 21:33

6 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Amen Anna :)

Óskar Guðmundsson, 18.10.2011 kl. 22:04

7 identicon

Orðrétt úr skýrslunni:Þegar horft er til baka yfir þá atburði sem leiddu til hruns í íslensku efnahagslífi

vekur þáttur forseta Íslands sérstaka athygli. Þótt stjórnkerfið í heild beri

með margvíslegum hætti ábyrgð á því sem gerðist verður ekki hjá því komist

að skoða embætti forseta Íslands sérstaklega, svo hart gekk forsetinn fram í

þjónustu sinni við útrásina og þá einstaklinga sem þar voru fremstir í flokki.

Forsetinn kom ekki að stjórnvaldsákvörðunum en hann ber ásamt fleirum

siðferðilega ábyrgð á því leikriti sem leikið var í kringum foringja útrásarinnar

og fyrirtæki þeirra. Þau reyndust ekki vera í neinu frekar en keisarinn í

sögu H.C. Andersen.

Ljóst má vera að forsetinn gekk mjög langt í þjónustu við einstök fyrirtæki

og einstaklinga sem stýra þeim eins og hann hefur sjálfur viðurkennt

nokkrum sinnum eftir hrunið.766 Forsetaembættið var óspart nýtt í þágu einstakra

aðila til að koma á tengslum víða um lönd. Þegar lýðræðislega kjörinn

forseti lands talar á opinberum vettvangi sem fulltrúi þjóðar sinnar er jafnan

hlustað og því skiptir máli hvað hann segir og við hverja hann talar. Þar liggur

ábyrgð forseta Íslands. Forsetinn beitti sér af krafti við að draga upp fegraða,

drambsama og þjóðerniskennda mynd af yfirburðum Íslendinga sem byggðust

á fornum arfi. Það er athyglisvert að nokkrir þeirra eiginleika sem forsetinn

taldi útrásarmönnum til tekna eru einmitt þeir þættir sem urðu þeim og

þjóðinni að falli. Í ljósi sögunnar hefði þurft mun meiri aga og reglufestu við

ákvarðanatöku, hófsemi í framkvæmdagleðinni, reglur um skráningu fundargerða

sem og óæskileg tengsl milli einstaklinga. Þrátt fyrir að kenningar

forsetans væru harðlega gagnrýndar hélt hann áfram að lofa útrásina. Hann

tók þátt í að gera lítið úr þeim röddum sem vöruðu við hættulega miklum

umsvifum íslenskra fyrirtækja.

gangleri (IP-tala skráð) 18.10.2011 kl. 22:32

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Forsetinn er alls ekkert að gagnrýna rannsóknarnefnd Alþingis eða ábendingar hennar gagnvart forsetaembættinu.

Hann er hins vegar að gagnrýna forsætisráðherra og ráðuneyti hennar fyrir að skipta sér af  því sem þeim kemur ekkert við. Það er ekki hlutverk forsætisráðuneytisins að vera með íhlutun í gjörðir (eða ekki gjörðir) forsetans. Um þetta er skýr lög, en Jóhönnu Sigurðardóttur og ráðgjöfum hennar, virðist alls ókunnugt um þau.

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.10.2011 kl. 23:34

9 identicon

Þetta er tómt blaður og allt saman langt út fyrir aðalatriðið. Aðalatriðið er að þarft er að Forsetaembættið setji sér siðareglur. Hvað og hvort siðferði forsætisráðuneytis er gott, slæmt eða á gráu svæði kemur því ekki við. Ekki er Forsætisráðuneytið að setja Forsetaembættinu siðareglur. Einungis að hvetja embættið til að athuga tillögur Rannsóknarskýrslunnar og setja sér siðareglur. Þetta er einfaldlega gott og þarft. En af því það kemur frá skrifstofu Jóhönnu er það tætt í sundur. Það er kjánaleg og barnaleg hegðun og á allt skilt við haturpólitík og ekkert skilt við almenna skynsemi og siðferðiskennd.

Páll (IP-tala skráð) 19.10.2011 kl. 01:14

10 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Það er síðan í lagi eða hvað að Hrun-Hanna stæri sig af 150 milljarða lækkun skulda sem ekki voru hennar gjörðir?

Nei, ég held að þegar að þaulsetnesti þingmaður í sögu þjóðarinnar á í hlut sé verið að leika sér með sprengiefni í litlu glerhúsi.

Óskar Guðmundsson, 19.10.2011 kl. 08:04

11 identicon

Ég er alls ekki viss um að Forseti Íslands hafi verið eina  "Klappstýra Útrásarvíkinganna". Ég þekki fjölda manns af ýmsum "stéttum" sem virtust trúa að Útrásarvíkingarnir væru að mala gull  og skapa tækifæri fyrir þjóðina til að koma sínum meðborðnu yfirburðarhæfileikum yfir í beinharða peninga á alþjóðavetvangi. Allir  þeirra segjast núna aldrei hafa "trúað" á Útrásina. (Eiginlega minnir þetta mig svolítið óþægilega á  "Við vissum ekkert um þetta" sem heyrðist oft í Þýskalandi eftir seinni heimstyröldina.)

Mig minnir líka að ýmsir  valdamiklir stjórnmálamenn, sem sumir hverjir eru enn í fullu veldi, hafi stutt, varið og hampað  "afrekum" okkar "útrásarvíkingja" án þess að afsaka það  eða útskýra svona eftir á.       Forseti Íslands er, að því ég best veit, eini valdhafi okkar sem eftir situr með stimpilinn "klappstýra Útrásarvíkinganna" þó hann sé kannski sá eini valdsmaður útrásartímabilsins sem hefur  "axlað ábyrgð" á dómgreindarskorti sínum í því sambandi.

Af ofangreindum ástæðum á ég erfitt með að sætti mig við að vísað sé til Forseta Íslands sem "Klappstýru Útrásarinnar"

Agla (IP-tala skráð) 19.10.2011 kl. 12:15

12 identicon

Mér skilst að töluverðum fjármunum hafi verið í störf tillögunefndar um stjórnarskárbreytingar, sem m.a. skilgreini hlutverk forseta Íslands. öðru vísi en verið hefur.

Þessar tillögur hafa, skilst mér, ekki verið samþykktar af Alþingi en verði þær samþykktar fyrir lok kjörtímabils núverandi Forseta Íslands hlýtur það að hafa afleiðingar í för með sér hvað viðkemur tengslum og samstarfi milli forsetaembættisins og ríkisstjórnarinnar.

Mér er þess vegna lítt skiljanlegt hversvegna forsættisráðherrann er að eyða orku sinni í bréfaskriftir af þessu tægi  við  núverandi handhafa forsetaembættisins.

Ég hefði haldið að forsætisráðherrann hefði meira en nóg á sinni könnu við að  koma okkur út úr afleiðingum "hrunsins" og mér vitanlega hefur Forseti Íslands ekki blandað sér inn í þær umræður hvorki innanlands né utan nema með því að  segja að hér væri allt í fínu og til fyrirmyndar.

Er það hugsanlegt að forsetinn og forsetisráðherrann eigi  sér einhverja persónulega/ pólitíska  samskipta fortíð?

Agla (IP-tala skráð) 19.10.2011 kl. 13:24

13 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Vel mælt, Agla

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.10.2011 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband