26% Jóhanna Sig. gegn þjóðkjörnum forseta

Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. er með um fjórðung þjóðarinnar á bakvið sig; hefur tapað tveim þjóðatkvæðagreiðslum um Icesave og situr uppi með ónýtar stjórnlagaþingkosningar og aðildarumsókn að Evrópusambandi sem logar stafnanna á milli. 

Ætla mætti að forsætisráðherra í ríkisstjórn sem væri jafn illa á skjön við þjóðina myndi tileinka sér hófstillingu gagnvart þjóðkjörnum forseta. En bæði forsætisráðherra og ekki síður fjármálaráðherra telja sig þess umkomna að hafa í frammi heitstrengingar og svigurmæli í garð forseta lýðveldisins.

Eina erindi Jóhönnu Sig. til Bessastaða ætti að vera til að leggja fram afsögn ríkisstjórnarinnar.


mbl.is „Forsætisráðherrar ætíð velkomnir til Bessastaða“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mér finnst Ólafur Ragnar slá sig til riddara. Í stað þess að sitja á friðarstóli hefur hann sýnt af sér hegðun popularisma: að vilja ganga í augun á vissum viðhorfum. Með þessu er hann búinn að gerast mjög pólitískur og hefur valdið umróti sem hefur verið afdrifaríkara en á hinu pólitíska Alþingi.

Sennilega verður þetta síðasta heila ár hans á Bessastöðum. Við þurfum nýjan forseta með allri þeirri virðingu fyrir politísku skoðunum, menntun og reynslu Ólafs sem prófessors, þingmanns, formanns Alþýðubandalagsins, fjármálaráðherra og síðast forseta lýðveldisins. Bessastaðir eiga ekki að vera pólitískur árásarstaður hvorki á stjórnarráðið, þingið né dómstólana.

Nýjar kosningar í vor!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 13.9.2011 kl. 06:57

2 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Hann hefur þó ekki verið á undanförnum tveimur vikum verið staðinn að lygi í fjölmiðlum en það hafa bæði Ryðfrúin og Seingrímur, foristukálfar Helferðarstjórnarinnar

Óskar Guðmundsson, 13.9.2011 kl. 07:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband