Aðlögun Króatíu og Íslands að ESB

Króatía er í aðlögunarferli að Evrópusambandinu og lengra komið en Ísland. Í fyrra gaf Evrópusambandið út rýniskýrslu um aðlögun Króatíu að lögum og reglum Evrópusambandsins. Þar segir í kafla (bls. 37)  um landbúnað að nýtt greiðslukerfi hafi verið sett upp til að mæta kröfum Evrópusambandsins.

Overall, good progress can be reported in this chapter, in particular on establishment and implementation of the paying agency

Evrópusambandið gerir sambærilegar kröfur til allra umsóknarríkja um aðlögun. Í bréfi sem pólska formennskan sendi Íslendingum nýverið er ítrekuð krafa um aðlögun, einmitt á sviði landbúnaðar.

Ísland getur ekki haldið áfram aðlögun að Evrópusambandinu þar sem engin heimild er frá alþingi til framkvæmdavaldsins að aðlaga íslenska stjórnkerfið lögum og reglum Evrópusambandsins.

Til að hjálpa alþingi að komast að þeirri niðurstöðu að réttast sé að leggja umsóknina til hliðar er hægt að skrifa undir hjá skynsemi.is

 


mbl.is Er reiðubúinn að fara til Brussel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég er ekki alvegað skilja þetta með að leggja umsóknina til hliðar. Verður þá ekki alltaf opið að byrja þar sem horfið var frá. Ég vil að umsóknin verði dregin til baka sem ólöglegt plagg. Það vita allir að þessi umsókn stenst engin lög né stjórnarskránna.

Valdimar Samúelsson, 12.9.2011 kl. 22:43

2 identicon

Í praxis skiptir ekki máli hvort umsóknin verður dregin til baka eða sett til hliðar. Rýnivinnan sem búið er að vinna er unnin og verði hætt við inngönguferlið núna mun það alltaf verða styttra sem henni nemur ef það verður endurvakið.

Krafa aðildarandstæðinga í dag á að vera að ferlið verði stöðvað og ekki sett í gang aftur án þjóðaratkvæðagreiðslu eða afgerandi sigurs inngöngusinna í þingkosningum.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 13.9.2011 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband