Össur er talsmaður Evrópusambandsins, ekki Íslands

Evrópusambandið á hauk í horni þar sem er síkáti utanríkisráðherra eyjunnar í norðri. Þegar ráðmenn í Þýskalandi tala um gjaldþrot evru-ríkja segir Össur Skarphéðinsson skuldakreppu ESB vera storm í vatnsglasi. Þegar Össur er spurður um klofning í ríkisstjórninni vegna umsóknar Íslands um aðild að Evrópusambandsins segist hann vera góður vinur Jóns Bjarnasonar.

Össur kemur fram sem talsmaður Evrópusambandsins á Íslandi og getur sem slíkur ekki varið hagsmuni þjóðarinnar gagnvart erlendum ríkjum og ríkjabandalögum.

Það er þekkt staðreynd í ESB-fræðum að leiðtogar umsóknarríkja, einkum þeirra smærri, nota tækifærið í aðlögunarferlinu og tryggja sér feit embætti í Brussel þegar búið er að ganga frá óafturkræfu fullveldisafsali. Ætli Össur sé búinn að finna sér íbúð í Brussel?


mbl.is Össur: Andstæðingar ESB hræddir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þvílítk bull hjá þér um óaftirkræft fullveldisafsal. Ef við göngum í ESB og síðar komumst að þeirri niðursöðu að hagsmunum okkar sé betur borgið utan ESB en innan þá getum við einfaldlega gengið úr ESB aftur. Þsað getum við einmitt vegna þess að öfugt við bullið í ykkur ESB andstæðingum þá höldum við sjálfstæði okkar og fullveldi þó við göngum í ESB.

Sigurður M Grétarsson, 13.9.2011 kl. 08:59

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sigurður M. Grétarsson á hvaða túni ert þú...

Kannski því sama og Össur Skarphéðinsson...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 13.9.2011 kl. 09:05

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Mjög málefnanlegt innlegg hjá þér Ingibjörg. Ég get ekki betur séð en að þið ESB andsætðingar séuð mun meira ´"úti á túni" en við ESB sinnar enda millar ranghugmyndir í gangi hjá mörgum ykkar. Ein af þeim er eimnitt fólginí þeirri fyllyrðingu ykkar að ekki sé hægt að ganga úr ESB sem er samhliða því bulli að við missum sjálfsætði okkar og fullveldi við það að taka þátt í samstarfsvettvangi 27 sjálstæðra og fullvalda lýðræðisríkja Evrópu.

Sigurður M Grétarsson, 13.9.2011 kl. 09:16

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Hver er þessi Sigurður Grétarsson. Reyndu að lesa maður hvort sem þú ert með eða á móti. Ef þú hefir lesið að það sé gott að segja sig úr bandalaginu öfugt við vitneskju allra þjóða sem eru í bandalaginu og okkar hinna hér á Íslandi sem erum á móti ESB. Hversvegna viltu ganga í ESB. Er það osturinn eða kaffihúsamenningin í Brussel. Hvað er ástæða þín persónulega. Kannski engin heldur bara að prufa og sjá til. Tefla sjálfstæði okkar í hættu bara til að prufa eins og við prufum ný föt.

Valdimar Samúelsson, 13.9.2011 kl. 10:42

5 Smámynd: Elle_

Ykkur E-sinnum er ekkert heilagt í fullyrðingum ykkar um 27 FULLVALDA RÍKI í E-sambandinu eða þið vitið þetta í alvöru ekki, Sigurður.  Við yrðum ekkert fullvalda þar sem við mundum ekki fara með forræði yfir okkar málum.   Við mundum heldur ekkert endilega komast aftur þaðan út.  Það yrði of erfitt og langsótt og ólíklegt.  Þið eruð stórskaðleg fullveldi landsins og ætti að taka völdin af flokknum þínum.  

Elle_, 13.9.2011 kl. 11:02

6 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Sammála ykkur. Valdimar og Ingibjörg!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 13.9.2011 kl. 11:05

7 identicon

Alltaf gott að fá jafn "málefnanlega" innmúraða ESB - EINANGRUNARSINNA eins og Sigurð M. sem veit allt og getur lofað öllu um hvað gerist innan ESB um alla framtíð, þó svo að raunin er sú að öllu er snúið á hvolf og nýjar leikreglur kynntar ef það hentar gömlu stríðsþjóðunum sem eiga sambandið og smáríkin með húð og hári. 

Ekkert mál er að segja sig úr sambandinu fullyrðir Sigurð M.  En hverju veldur að ef meirihluti íbúa ESB þjóðanna telja samkvæmt heiðarlega unnum könnunum veruna fyrir sig og þjóðina að hinu vonda og staðan verri en áður en gengið var inn og þar er meðtalið upptaka evrunnar... ??? 

Virðist lýðræðið virka þegar þjóðir eru inni í andstöðu við þjóðir sínar...???  Eða eigum við að miða við Samfylkingarlýðræðið sem þorði ekki í atkvæðagreiðslu hvort þjóðin vildi sækja um, og til að toppa ræfildóminn hafnaði Samfylkingin alfarið að þjóðaratkvæðagreiðsla sem er lofuð yrði bindandi.  Lýðræðislegt...???

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 13.9.2011 kl. 15:14

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er full ástæða til að óttast. Undirbúningur þessarar umsóknar íslenskra pólitíkusa um aðild þjóðarinnar að þessu bandalagi var nú ekki beinlínis lýðræðislegur.

Og á meðan ekki eru aðri kostir í stöðunni en sá meirihluti sem nú situr á Alþingi; og á meðan lýðræðisást hans sýnist ennþá óbreytt frá vordögum 2009 þá er svo sannarlega ástæða til þess fyrir okkur sem erum andvíg aðild að óttast.

En svo sannarlega er það erfitt hlutskipti að óttast ofbeldi lýðræðisins í eigin landi.

Þú hefur ekki ástæðu til að vera stoltur af því Sigurður M. Grétarsson þótt Samfylkingunni takist að þvinga þjóðinni nauðugri inn í ESB.

Árni Gunnarsson, 13.9.2011 kl. 20:21

9 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Valdimar. Það er einfalega kjaftæði að það sé eitthvert mál að segja sig úr ESB. Sem sjálfstæð og fullvalda þjóð, sem aðildaþjóðir ESB svo sannarlega eru þá getum við einfaldlega látið okkar menn í Brussel pakka niður og taka næstu vél heim og setja innu uppsagnarbréf okkar úr ESB áður en þeir fara. Síðan breytum við öllum þeim lögum sem við höfum þurft að setja vegna aðildar okkar. Buið spil.

Það væri reyndar ekki skynsamlegt að fara þannig út af þeirri einföldu ástæðu að þá sætum við eftir án allra viðskiptasamninga sem kæmi útflutningsatvinnuvegum okkar illa en þetta er þó fær leið. Hins vegar var búið til ferli í Lissabon sáttmálanum sem auðveldar þjóðum að ganga úr ESB kjósi þær að gera það. Í því ferli eru einfaldlega teknar upp viðræður um tvíhliða viðskiptasamninga sem taka við þegar landið gengur formlega úr ESB. Þann tíma sem þetta ferli tekur er síðan líka hægt að nota til að semja við viðskiptaþjóðir utan ESB um tíhliða samninga.

Aðalvandamálið við að ganga úr ESB er að atvinnulíf okkar þarf þá að aðlagast breyttu umhverfi og ekki er víst að öll fyrirtæki nái því.

ElleEricson. Þó við tökum þátt í samstarfsvettvangi sjálfstæðra og fullvalda lýðræðisþjóða Evrópu þar sem þær taka sameiginlegar ákvaðanir um samskipti sín og viðskiptareglur þá höldum við öllum yfiráðum varðandi allt annað sem taka þarf ákvarðanir um í okkar þjóðfélagi. Ef þú virkilega heldur að með ESB aðild missum við forræði í öllum okkar málum ert þú með miklar ranghugmyndir um ESB svo vægt sé til orða tekið.

Guðmundur 2 Gunnarsson. Það er einfaldlega rangt hjá þér að almenningur í ESB löndum telji veruna þar vera vonda fyrir sína þjóð. Í nánast öllum ESB ríkjum er meirihlutastuðningur við áframhaldandi veru í ESB enda telur almenningur í þeim flestum það vera til hagsbóta fyrir þjóð sína að vera í ESB. Þannig er farið hjá öllum þremur Norðurlandaþjóðunum sem eru í ESB. Nýleg könnun í Danmörku sýndi 74% stuðning við áframhaldandi veru í ESB. Þetta eru þrír af hverjum fjórum dönum.

Ástæða þess að engin þjóð hefur sagt sig úr ESB er einföld. Engin þjóð sem gengið hefur í ESB hefur komist að þeirri niðursöðu að hag sínum sé betur borgið utan ESB en innan.

Árni Gunnarsson. Það var ekkert ólýðræðislega farið að þegar sótt var um ESB aðild. Þetta var kosningamál og þegar umsóknin var lögð fram höfðu skoðanakannanir sýnt að meirihluti þjóðarinnar vildi leggja inn umsókn. Þegar umsókn er sett inn er það einfaldlega eðlilegt í samskiptum þjóða að ferlið sé klárað en ekki farið inn og út úr því ferli eftir þvi hvernig skoðanakannanir sýna stuðningin sveiflast til og frá. Nýjasta skoðanakönnunin um stuðning við að klára aðildarferlið sýnir að næri tveir af hverjum þremur Íslendingum vilja klára ferlið og kjósa svo um það.

Sigurður M Grétarsson, 13.9.2011 kl. 22:07

10 Smámynd: Elle_

Sigurður, NEI, fullveldi finnst ekki þarna inni.  OG NEI, það var ekkert lýðræðislegt við hina fáránlegu umsókn, heldur ofbeldi gegn lýðræðinu og flokkurinn þinn lamdi það í gegn.  Við vorum ekkert spurð. 

Elle_, 14.9.2011 kl. 00:17

11 Smámynd: Elle_

Við vorum ekkert spurð þó það væri vitað að yfir 76% þjóðarinnar vildi hafa um það að segja.  Við höfum oft sett fram skoðanakönnun Gallup frá júní, 09 þar sem það kemur fram og þú veist um það. 

Elle_, 14.9.2011 kl. 00:31

12 identicon

Sigurður M.  Ekki sleppurðu alveg svona ódýrt með að halda fram lygum í málefnalegu gjaldþroti þínu sem ESB - EINANGRUNARSINNI um dýrðarveröld sambandsins.

------


Eurobarometer ágúst 2010.

Traust almennings í öllum ESB-ríkjum í garð Evrópusambandsins hefur stórminnkað í flestum aðildarríkjum þess vegna vaxandi atvinnuleysis og erfiðleika á evru-svæðinu að því er könnun Eurobarometer sýnir.

Minna en helmingur íbúa ESB-ríkja (49%) telur, að land sitt hafi hagnast af ESB-aðild, er þetta minnsti stuðningur við þessa skoðun í sjö ár. Traust í garð stofnana ESB hefur fallið um 6 stig miðað við haustið 2009 í 42%.

Afstaðan til ESB versnaði verulega á Grikklandi, Kýpur, í Portúgal, á Spáni, í Rúmeníu, Ítalíu og Lúxemborg – þar minnkaði álit á ESB-stofnunum um 10 til 18% miðað við 2009. Ungverjar og Danir voru hinir einu, sem höfðu aðeins meira álit á valdakerfinu í Brussel en áður, skoðun Belga breyttist ekkert milli ára.

Atvinnuleysi er helsta áhyggjuefni flestra ESB-íbúa (48%), næst í röðinni er efnahagsástandið almennt (40%).

Þegar fólk var spurt, hvað það tengdi ESB, nefndu flestir frjálsa för milli landa og evruna. Friður var þriðja vinsælasta svarið en rétt á hæla hans kom „peningaaustur“ (23%). Austurríkismönnum þótti minnst til þess koma, hvernig ESB fer með fé skattgreiðenda (52%) Þjóðverjar næstir (45%) og þá Svíar (36%).

Aðeins 19% tengdu lýðræði við ESB, sem er sjö punktum minna en 2009. Aðeins 10% Finna, Breta og Letta settu kross í lýðræðis-kassa könnunarinnar. Rúmenar (33%), Búlgarar (32) og Kýpverjar (30%) tengdu lýðræði og ESB meira saman.

Dannmörk ku vera bara EITT af 27 ESB landa  .. svona þér til glöggvunar og gott dæmi um ótrúlegan málfluttning ykkar ESB - EINANGRUNARSINNA að telja ykkur getað bent á að þegar íbúar eins lands mælast yfir óánægjumörkum annarra landa ESB, þá eigi einungis að draga fram þá tölu.

----

Bloomberg Fréttaveitan segir 15. september 2010.:


"Majorities across Europe view the euro as a “bad thing” in the wake of the sovereign debt crisis that rattled the continent, a survey showed.

Fifty-five percent of Europeans voiced negative sentiments about the currency, led by a 60 percent disapproval rate in France and 53 percent in Germany, according to a poll released today by the German Marshall Fund of the United States and the Italian foundation Compagnia di San Paolo."


Svo er nú það... og ekkert að þakka og ekki býst ég við að jafn traustur ESB - EINANGRUNARSINNI eins og þú komir til með að biðjast asökunar á "bullinu" í þér.... Sorrý.... kannski gengur þér betur næst ... ???  ...  (O:


Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 14.9.2011 kl. 13:40

13 Smámynd: Elle_

Já, og þetta var í september í fyrra og lækkunin kemur fram frá árinu þar á undan.  Hvað ætli íbúum finnist nú ári seinna?  Og ekki síst Dönum sem fá ekki lengur að ráða landamæraeftirliti sínu eins og fullvalda ríki.  

Elle_, 14.9.2011 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband