Bjöggi gefst upp á þjóðinni

Íslenskir stjórnmálamenn komu mis illa undan hruni. Einn af þeim sem kom hvað verst út var Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra í hrunstjórninn. Þann 2. september 2008, fjórum vikum fyrir hrun var Björgvin á fundi í London og fékk að heyra frá Alistair Darling fjármálaráðherra Bretlands að íslensku bankarnir væru margfalt gjaldþrota. Bjöggi var annað hvort of glær til að fatta hvað honum var sagt eða óforbetranlegur hrunverji; hann skellti sér á tónleika með Sex Pistols í framhaldi af fundinum Darling.

Kvöldið þegar Glitnir leitaði eftir neyðarláni frá Seðlabankanum var Björgvin kallaður á teppið hjá aðaleigandi bankans, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, og hundskammaður fyrir að standa sig ekki í stykkinu við að vernda hagsmuni Jóns Ásgeirs og útrásarauðmanna.

Björgvin skrifar grein um það áhugamál sitt að Ísland gangi í Evrópusambandið. Helstu rök Björgvins koma í lok pistilsins. Aðild, segir Björgvin, er

Svarið við fámenninu, návíginu og fjarlægðinni sem eitrar íslensks þjóðlíf og birtist í klíkuskap og frændhygli

Við höfum verið fámenn frá því að land byggðist og návígið eftir því. Með fámenni og í návígi tókst að gera sér samfélag sem býður þegnum sínum hvað bestu lífskjör í heimi, mælt á almenna kvarða.

Það er ekki fámennið eða návígið sem er að fara með okkur til andskotans, heldur stjórnmálamenn eins og Björgvin G. Sigurðsson. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gústaf Níelsson

Framganga Björgvins, bæði í aðdraganda og hinum pólitíska eftirleik hrunsins, ber vott um dómgreindarskort og barnalega óskhyggju.

En góðu fréttirnar eru þó þær að vinstrivængur stjórnmálanna er í upplausn einn túrinn enn, með nýjum mönnum og nýjum áherslum, sem mun takast að tefja um einhvern tíma þróun til bættra lífskjara landsmanna. En bara fram að næstu kosningum, sem betur fer.

Gústaf Níelsson, 24.8.2011 kl. 21:48

2 Smámynd: Elle_

Frændhygli og klíkuskapur og þá kannski mest stjórnmálamanna hefur jú farið með okkur norður og niður í svip.  Og það verð ég að játa þó rökin fyrir að fara undir miðstýringu erlendra embættismanna og pólitíkusa og vald og í erlendan klíkuskap haldi ekki dropa af evrópsku vatni.

Elle_, 24.8.2011 kl. 21:51

3 Smámynd: Haraldur Hansson

Fjölmennið kemur í veg fyrir frændhygli. Það sáum við í Frakklandi þar sem 22 ára laganemi var gerður að vel launuðum yfirmanni fjármálafyrirtækis í París. Fyrir algera tilviljun reyndist hann sonur forsetans.

Fámennið eitrar þjóðlífið. Annað en í fjölmenninu á Ítalíu þar sem Berlusconi er æðstráðandi, fjölskyldutengsl ráða atvinnumöguleikum og Mafían blómstrar sem aldrei fyrr.

Þessi Björgvin er sorglegur.

Haraldur Hansson, 24.8.2011 kl. 21:56

4 identicon

Í bók Björgvins, Stormurinn (fæst á tombóluprís í verslunum N1) má sjá dómgreindarleysi, vanhæfni og getuleysi höfundar nánast á hverri blaðsíðu. Björgvin G. Sigurðsson er átakanlega lélegur stjórnmálamaður. Það liggur við að maður þakki fyrir hverja hólgreinina um esb sem hann skrifar, meiri hjálp í baráttunni gegn aðlögunarferlinu er vart hægt að fá.

Baldur (IP-tala skráð) 24.8.2011 kl. 22:23

5 identicon

Björgvin er einfeldningur og hannaður pólitískur trúður eins og samflokksmaður hans Guðmundur "ofurþingmaður" Steingrímsson.  Núna á að lemja á okkur ESB efasemdafólki með að við erum stórhættulegir þjóðernissinnar eins og hefur leikið nágrannalöndin svo grátt. Við erum útlendingahatarar, Evrópuandstæðingar, uppfullir af útrásaaulahrokanum að við erum mest, best og fallegust og getum gert allt betur en útlendingar, og ósanngjörn Icesave afgreiðslan sýnir og sannar það var efnislega það sem skápakratinn Guðmundur Steingrímsson hafði um okkur að segja í löngu útvarpsviðtali í dag.  Hann skilur ómögulega hvernig einhverjum detti í hug jafn ólýðræðisleg vinnubrögð að stöðva umsóknarferlið (sem hann fullyrti að er upplogið sem aðlögunarferli) sem Alþingi samþykti .. og leyfa þjóðinni að eiga síðasta orðið í þjóðaratkvæðagreiðslu.  Engin af þessum aumu fréttamönnum dettur í hug að spyrja hann hvar hann hafi verið þegar jafn ólýðræðisleg vinnubrögð voru viðhöfð af Samfylkingunni og VG að spyrja ekki þjóðina hvort hún hefði einhvern hug á að sækja um inngöngu í ESB, eins og allar kannanir höfðu sýnt og gera ennþá daginn í dag að hún hafði aldrei og mun ekki samþykkja að fara inn.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 24.8.2011 kl. 22:41

6 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Haraldur Hansson, bendir á að spilling þrífst þrátt fyrir fjölmenni.   Spilling (e:corruption) er einmitt oftast skilgreind innan opinbera geirans.  Þ.e. ef einhver opinber starfsmaður hyglir sér og/eða sínum í skjóli starfs síns fyrir hið opinbera, sem greitt er af skattfé borgarana.  Fram eftir síðustu öld var þetta kallað,  klíkuskapur sem margir neiddust til að færa sér í nyt, snemma á sínum starfsferli, sérstaklega ef þeir báru í meðallagi til brunnsins.

Þeir sem fæddust upp úr miðri síðustu öld, inní ótengda,  venjulega en vinnusama fjölskyldu, skyldu fljótt að "klíkusósan" var alltaf á miðju borði, flæktist inn í fjörugar umræður og gerði matinn stundum beiskan og jafnvel vondan.

Sú spilling sem löðraði á Íslandi frá seinni heimstyrjöld var hvorki alþjóðleg né ófrávíkjanleg.  Hún var ÓGEÐSLEG. 

Nú, nær þremur árum eftir gjöreyðingu efnahagslífs, er spillingin byrjuð að grassera á ný, og nú í formi þess að þeir sem vita og þurfa að segja frá þora því ekki, því annars missir viðkomandi; vinnuna eða bisnessinn. 

Umræðan er því aftur að þykkjast í "sósuflöskunni" á miðju matarborðinu. 

Jenný Stefanía Jensdóttir, 25.8.2011 kl. 00:00

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Björgvin mætti lesa aðeins út fyrir ritningartexta ESB. Nepotismi og blygðunarlaus spilling og misferli er landlægt í sjórnsýslu ESB.  Það er raunar svo slæmt að þeir hafa nánast gefist upp á að reyna að hamla þessu.

Ísland er hátíð miðað við ESB í þessum efnum. Þessi heimatilbúnu og óstuddu rök Björgvins er neyðarbrauð þess sem ekki getur fundið neitt málstað sínum til framdráttar.  Björgvin sjálfur ætti svo að íta sér nær með nepotismann.  Margur heldur mig sig eða þannig.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.8.2011 kl. 00:06

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Björvin vill stofnanavarða sjálfhygli fyrir sig og sína.  Feitt og vel launað embætti í hinum gerspilta aðli ESB.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.8.2011 kl. 00:08

9 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

....... því ekki, feit og vellaunuð embætti eru í skortstöðu á Íslandi  vegna ásóknar réttra ætta og flokka, og skiptir þá engu þó viðkomandi kanditat hafi jafnvel byggt sjálfan brunninn!

Án gríns; það eru örugglega gerðar dáltið strangar kröfur um "feit og fín" embætti, "hrunráðherra" er ekki beint til framdráttar í ferilsskrá!

Jenný Stefanía Jensdóttir, 25.8.2011 kl. 00:21

10 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Jahá! Ég datt inn í útvarps viðtalið í dag, útlendingahatarar,mest,best og fallegust.    Skapari miðjuflokks á að temja sér að nota miðstig í lýsingarorðum; Mikil,betri,fallegri,sem við erum í okkar fullvalda landi,án stuðuls Esb,s.   Vonandi temur hann sér að nota RÖK,EN EKKI, SKRÖK.

Helga Kristjánsdóttir, 25.8.2011 kl. 00:22

11 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Meiri!!

Helga Kristjánsdóttir, 25.8.2011 kl. 01:36

12 identicon

http://www.visir.is/ossur-maelti-med-ingibjorgu-solrunu-og-arna-mathiesen/article/2010881997566

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 25.8.2011 kl. 06:28

13 identicon

Hefur þjóðin ekki gefist upp á Bjögga og hans líkum?

jonasgeir (IP-tala skráð) 25.8.2011 kl. 07:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband