Baugsfélagið í Sjálfstæðisflokknum

Guðlaugur Þór Þórðarson var frambjóðandi Baugsfélagsins í Sjálfstæðisflokknum gegn Birni Bjarnasyni þáverandi dómsmálaráðherra í prófkjöri flokksins vegna þingkosninganna 2007. Hreinn Loftsson hægri  hönd Jóns Ásgeirs Baugsstjóra fjármagnaði Guðlaug Þór og meðal stuðningsmanna voru Ólafur Stephensen ritstjóri Fréttablaðsins og Benedikt Jóhannesson sem fer fyrir Sterkara Íslandi, félagi aðildarsinna.

Baugsveldið sá í Birni Bjarnasyni stjórnmálamann sem ekki var hægt að kaupa og þess vegna varð að bola honum í burtu.

Björn Bjarnason stendur utan stjórnmálanna núna en Guðlaugur Þór er alþingismaður. Hvað segir það um uppgjörið í Sjálfstæðisflokknum við hrunkvöðlana?


mbl.is Bandalag gegn Sjálfstæðisflokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Klækir í stjórnmálum,eru léttvægir í samanburði við landssöluundirferli.     Ekki leit Davíð Oddson við mútumillum. 

Helga Kristjánsdóttir, 19.7.2011 kl. 23:29

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Þessi samsæriskenning er ekki endilega rétt Páll. Gulli hjólaði í Björn af því hann stóð í vegi fyrir honum á ráðherrabraut. Hvað annað gat hann gert? Davíð hjólaði í Þorstein í samanburði.

Baugi líkaði þetta auðvitað vel hjá Gulla og sérstaklega Jóa gamla, sem kenndi honum Birni um Baugstruflunina miklu og auglýsti heilsíður á móti Birni. Björn féll fyrir Gulla eins og Þorsteinn fyrir Davíð. Dómur kjósenda var þetta en ekki það endilega að þeir kjósendur séu svo vitlausir að þeir geri bara það sem Baugur og heilsíður Jóa segir þeim.

Gulli var svo öllum öðrum duglegri að afla fjár í kosningasjóð sinn og raunar í Valhallarsjóðinn líka. Allt löglegt. Fyrir þetta hamist þið kommarnir á Gulla eins og hann sé djöfullinn sjálfur og eruð langt til búnir að eyðileggja ímynd þessa unga og glæsilega manns meðal almennings með lágkúrulegum og síuptuggnum rógi.

Þú ert þarna sífellt að skíta út Gulla af því hann er duglegur og þá Sjálfstæðisflokkinn auðvitað um leið.

Það er sosum maklegt af þérað hossa Birni sem mest á móti honum af því hann er hættur á þingi en Gulli ekki. En Birni máttu hrósa mikið í mín eyru áður en ég segi stopp því Björn er engum líkur að visku og vígfimi. Þó Gulli sé kannski kátari og léttari en hinn virðulegi Björn þá er Gulli vel heima og vinnur sína vinnu vel og hann er ungur maður og getur bara vaxið að visku og vexti.

En þú þarft ekkert að nota hvert tækifæri til að hrauna yfir Gulla Páll minn, því hann er afbragð líka eins og Björn. Berðu þessa menn bara saman við þetta lið í kommaflokknum þínum sem þú kaust síðast.Hverjir eru líklegri til að gera eitthvað fyrir land og þjóð fremur en það lið en einmitt þessir menn? Þú kýst þá báða næst hugsa ég þar sem þú ert greinilega búinn að sjá villu þíns vegar.

Gulli fékk mikið lof hjá heilbrigðisstéttunum fyrir snöfurlega framgöngu sína á ráðherratíma sínum. Þú ættir að kynna þér það áður en þú hakkar alltaf svona á stráknum. Gulli er maður framtíðarinnar og þér væri nær að horfa jákvætt á hann en ekki vera með þetta andskotans svartagallsraus alla tíð.

Halldór Jónsson, 20.7.2011 kl. 00:05

3 identicon

Er Halldór Jónsson að grínast?

Get ekki annað en hlegið yfir þessum skrifum hans hér.

"Gulli var svo öllum öðrum duglegri að afla fjár í kosningasjóð sinn og raunar í Valhallarsjóðinn líka."

Já, duglegur er hann...

Skúli (IP-tala skráð) 20.7.2011 kl. 09:46

4 identicon

Ég held að Guðlaugur hafi sjálfur skemmt dálítið fyrir sér með sínum háu styrkjum, ekki þeir sem gagnrýna hann fyrir þá, og að fólk hafi alveg jafn mikinn rétt á að gagnrýna hann eins og aðra pólitíkusa, hvort sem það eru vinstri- eða hægrimenn, Halldór.

Skúli (annar) (IP-tala skráð) 22.7.2011 kl. 18:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband