RÚV almannatengill Össurar

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra keypti sér tvær auglýsingar á besta útsendingartíma RÚV í gær, í hádeginu og kvöldfréttum. Kostnaðurinn var 18 milljónir króna, ígildi tveggja daga útgjalda vegna umsóknar Íslands að Evrópusambandinu, sem Össur sagðist ætla að senda sem fátækrahjálp í langt-i-burtistan.

Össur hjalaði um góðmennsku sína á kostað skattgreiðenda og í boði opinberra starfsmanna á RÚV sem væntanlega voru ráðnir sem fréttmenn en ekki almannatenglar.

Evruland riðar til falls en þangað ætlar Össur sér með Ísland. Spurðu fréttamenn RÚV ráðherra um mat hans á upplausn Evrópusambandsins og hvernig það breytt stöðu umsóknar Íslands? Sei, sei nei, það er þvílíkt smotterí sem ekki tekur að nefna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ótrúlega sorgleg stofnun.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 20.7.2011 kl. 13:29

2 identicon

Sú ákvörðun að leggja nefskatt á landsmenn til að fjármagna rekstur RÚV var tekin af sjálfstæðisflokknum.

Algjörlega óhæfur ráðherra þröngvaði þessu gjaldi upp á landsmenn óháð því hvort þeir nýta sér RÚV eða ekki.

Þessi stofnun er algjörlega vonlaus og getur hvorki rekið almennilega fréttastofu eða boðið upp á þokkalega dagskrá.

Karl (IP-tala skráð) 20.7.2011 kl. 14:02

3 Smámynd: Alfreð K

Þessi óhæfi ráðherra, sem réð líka Pál Magnússon sem útvarpsstjóra, er í raun samfylkingarkona sem af einhverjum ástæðum kaus að kalla Sjálfstæðisflokkinn sitt heimili.

Alfreð K, 20.7.2011 kl. 16:25

4 Smámynd: Dexter Morgan

EF maður fengi að ráða, þá væri ég EKKI "áskrifandi" af RÚV. Dagskráin arfaslök (Sjónvarpið), og lítið annað en fréttir, sem hlustandi og horfandi er á. En meðan þeir fá tekjur af okkur, burtséð frá dagskránni, þá mun þetta bara versna.

Dexter Morgan, 20.7.2011 kl. 18:20

5 identicon

Þessi nauðungaráskrift að RUV er með öllu óþolandi, og á ekki að lýða, stundinni lengur.

Fréttaflutningur RUV, af því sem var að gerast í þjóðfélaginu, fyrir Hrun,fékk falleinkun í Ransóknskýrslu Alþingis.

ESA ætti nú að skoða þessa nauðungaráskrift, því hún getur ekki staðist samkeppnislög.

Jón Ólafs (IP-tala skráð) 20.7.2011 kl. 18:25

6 identicon

Fréttastofa RÚV er sú lélegasta á vesturlöndum, hugsanlega að fréttastofu Stöðvar 2 undanskilinni.

Órúlegt að hægt sé að neyða fólk til að borga þessi ósköp.

Rósa (IP-tala skráð) 20.7.2011 kl. 19:59

7 identicon

Vinnumenn varmennskunnar koma víða við.

Sumir eru ríkisvæddir. Er nokkuð indælla fyrir lúsarlaunara?

Helgi (IP-tala skráð) 20.7.2011 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband