Steingrímur J. færir Íslandsbanka Byr

Byr er gjaldþrota útrásargóss sem ríkið hélt á floti. Steingrímur J. fjármálaráðherra átti annað tveggja að setja Byr í gjaldþrot strax, líkt og gert var við Spron, eða sameina Byr Landsbankanum sem er ríkisbanki.

Fjármálalegir hagsmunir nokkurra fjölskyldna sem tengdar eru Vinstri grænum hafa um hríð sett mark sitt á meðferð ríkisvaldsins á Byr.

Sameiningin við Íslandsbanka mun eflaust fela í sér að tilteknir milljónatugir króna lendi á tilteknum stöðum.

Til hamingju, Steingrímur Jóhann Sigfússon.


mbl.is Íslandsbanki eignast Byr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Gunnarsstaða-Móri er MESTI kapítalisti sem sögur fara af...........

Jóhann Elíasson, 13.7.2011 kl. 20:17

2 identicon

Jæja þá þarf ég að skipta um banka... adskotinn mp banki er sennilega eini sem ekki er allgjörlega spilltur á islandi... á maður kanski að fara til útlanda dansle banke eða... nee maður verður ekki bankamaður án þess að vera gjörspylltur, sennilega notar maður bara koddan sinn.

joi (IP-tala skráð) 13.7.2011 kl. 20:31

3 identicon

Allir bankarnir hafa sinn djöful að draga! Aðeins örfáir sparisjóðir sem ekki voru hluti af ruglinu.

Björn (IP-tala skráð) 13.7.2011 kl. 20:54

4 identicon

Ómerkilegustu lygararnir og Moggapennarnir vitna alltaf í sjálfa sig máli sínu til stuðnings.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 13.7.2011 kl. 21:06

5 identicon

Þeir eru svona þessir kapítalistar sem taka allt þitt, því það er svo miklu betra mitt.

Og Steingrímur.  Hann er einmitt svoleiðis.  Merkilegt að honum vaxi ekki klaufir og klofin hali.

Stórmerkilegt.  Hann vinnur í það minsta hörðum höndum að því.  Bæði á knæpum og öðrum samkomustöðum VG.

jonasgeir (IP-tala skráð) 13.7.2011 kl. 21:30

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Margur hefur gefið minna og séð eftir því, herra Steingrímur J!

Það er ekki erfitt fyrir Steingrím og VG-co að gefa það sem þau eiga ekki og hafa aldrei átt. Bankarnir eru eign fólksins, sem hefur sett afrakstur stritsins í þessar glæpastofnanir, með hörmulegum afleiðingum og ránum þeirra sem stjórna þessum glæpastofnunum.

Hafi villta vestrið verið slæmt, þá veit ég ekki hvaða lýsingarorð eru nógu sterk til að nota um nútíma-bankaræningja heimsins.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.7.2011 kl. 23:27

7 identicon

Steingrímur sýndi strax á fyrstu dögum í ráðherrastólnum hvað mann hann hafði geyma.  Réði besta vin sinn í stöðu formanns bankaráðs Kaupþings - banka (Arion).  Sá var vel þekktur af ýmsu misjöfnu hvað fjármál varðar og neyddist til að segja af sér 2 dögum síðar eftir mikla fjölmiðlaumfjöllun.

Steingrímur þóttist ekki hafa haft minnstu hugmynd um skrautlegan fjármálaferil besta vinar síns.  

Annar eins starfar sem aðstoðarmaður forsætisráðherra og einn enn sem þingmaður Baugsfylkingarinnar.

http://timinn.is/uppljostrarinn/fortid_hrannars.aspx

http://timinn.is/uppljostrarinn/gjaldthrotaslod_hrannars.aspx

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 14.7.2011 kl. 00:08

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Steingrímur hefur bjargað fyrirtækjum og fórnað fyrirtækjum alveg að eigin geðþótta, sýnist ýmsum. Það virðist ekki heil brú í þessu, engin regla um hversu mikið eða hverjum eigi að bjarga, hvaða skuldir að afskrifa o.s.frv. Menn tóku þó eftir, að ekkert gerði hann til þess, að sparisjóður í hans eigin kjördæmi færi á hausinn, enda fór ekki svo.

Jón Valur Jensson, 14.7.2011 kl. 01:12

9 identicon

Græðgi og valdasýki sameinar íslenska stjórnmálamenn.

Þjóðin lætur bjóða sér allt.

Karl (IP-tala skráð) 14.7.2011 kl. 08:12

10 identicon

Fjármálaráðherra selur verðmæti, sem ýmist eru í eigu eða umsjón ríkisins. Hann neitar að gefa almenningi upp söluverð. Eftir að Kristján VII. afsalaði sér einveldi, eru engin frambærileg rök fyrir svona pukri með almannahagsmuni. Það er á engan hátt trúverðugt, að sambærileg boð hefðu ekki borizt í sparisjóðinn, þótt leikreglur hefðu verið gagnsæjar, eins og til dæmis varðandi flestar verklegar framkvæmdir. Þetta pukur og fyrri afskipti Steingríms J. Sigfússonar af Byr kalla á opinbera rannsókn, ekki síðar en eftir næstu stjórnarskipti. Það er hans val.

Sigurður (IP-tala skráð) 14.7.2011 kl. 12:46

11 identicon

Varzla og umsjón fjármálaráðuneytisins á eignarhluta þrotabús í Byr er sömuleiðis svo óvenjuleg ráðstöfun, sem er ekki í samræmi við meginreglur í lögum um fjármálafyrirtæki, að það atriði kallar á rannsókn, eins og fyrir löngu hefur verið bent á. Rannsókn á embættisfærslum Steingríms J. Sigfússonar.

Ritvilla hjá mér að ofan: Kristján, les Friðrik. 

Sigurður (IP-tala skráð) 14.7.2011 kl. 13:16

12 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Steingrímur J. sér til þess að gamal draumur Jóns Ásgeirs & co. verður að veruleika: Íslandsbanki (áður Glitnir) eignast Byr. Til hamingju!

En afhverju hafa allar fjárhagslegar upplýsingar frá því fyrir hrun verið fjarlægðar af heimasíðu BYRs?

Sjá: http://byr.is/um_byr/fjarfestatengsl/arsskyrslur_og_uppgjor/

Reyndar ekki fjarlægðar heldur aðeins faldar því skjölin sjálf eru enn til staðar í vefkerfinu og beina tengla á þau má finna í vefsafni hér:

http://wayback.vefsafn.is/wayback/20100322000000/http://byr.is/um_byr/fjarfestatengsl/arsskyrslur_og_uppgjor/

Hvers vegna alltaf þessi feluleikur?

Guðmundur Ásgeirsson, 14.7.2011 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband