Byr og Vinstri grænir

Eftir færslu fyrr í dag um Byr bárust blogginu eftirfarandi skilaboð

Eva B. Helgadóttir form. slitastjórnar BYR er systurdóttir Stefáns Ingimar Bjarnasonar eiganda Stillingar hf mágs Álfheiðar Ingadóttur þingkonu VG, Ástráður Haraldsson er vinur og samstarfsfélagi Evu B. Helgadóttur á lögfrðistofunni Mandat ehf, hann situr líka í stjórn Arctica Finance með eiginmanni og móðurbróður hennar þeim Stefáni Þór Bjarnasyni og Bjarna Þórði Bjarnasyni. Ástráður er líka vinur Sigurmars Albertssonar eiginmanns Álfheiðar Ingadóttur.

Að því gefnu að fjölskyldu- og vinatengslin séu rétt er líklega óhætt að spyrja hvort Vinstri grænir hafi tekið upp nýja skilgreiningu á spillingu. Ef svo er væri þénugt fyrir almenning að skilgreiningin lægi frammi, svona í ljósi þess að Vinstri grænir eiga aðild að ríkisstjórn sem í orði kveðnu er fyrir þjóðina en ekki vini og vandamenn forystu flokksins.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvitað er þetta allt saman eðlilegt.  Þetta eru jú ekki Sjallar.

 .

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 13.6.2011 kl. 00:46

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Álfheiður er á kaliberi Árna Þórs og annarra dyggðarpostula vinnstriaflanna.

Hér er Eitt dæmið:

Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra réði vinkonu sína, Guðrúnu Ágústsdóttur, til að fara fyrir dómnefnd um byggingu nýs Landsspítala.
Guðrún er eiginkona Svavars Gestssonar, fyrrverandi ráðherra og sendiherra og fyrrverandi aðalsamningamanns Íslands í Icesave-deilunni.

 Ef menn telja þetta ekki vera valdaklíku, þá eru þeir líklega meðvitundarlausir.

Maður fyllist vanmáttarkennd fyrir ofurefli sjálfshyggjunnar og undirferlisins.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.6.2011 kl. 05:06

3 identicon

Allt þitt er mitt.

Það hefur víst alveg greinilega alls ekkert breyst hjá þeim vinstrihneigðu heima.

jonasgeir (IP-tala skráð) 13.6.2011 kl. 06:37

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Einhverra hluta vegna er ég að komast á þá skoðun að alverstu "kapítalistarnir" komi frá því sem kallað er "vinstri vængur" stjórnmálanna.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 13.6.2011 kl. 09:11

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ekki er ég nú tilbúinn að lýsa því yfir að spilltustu kapitalistar komi frá vinstri Arinbjörn minn. En þeir eru að "koma sterkir inn" eins og sagt er í boltanum.

Vitið þið hvernig við getum hreinsað út þennan andskotans óþverra og boðið uppvaxandi kynslóðum heiðarlegt samfélag?

En fróðlegt verður að sjá niðurstöðuna í málaferlum Kögunarfurstans gegn Teiti bloggara.

Ég er farinn að lesa bloggið hans Teits með dálítilli áfergju. 

Árni Gunnarsson, 13.6.2011 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband