Flótti frá Evrulandi - strútfuglapólitík á Íslandi

Þau 17 af 27 ríkjum Evrópusambandsins sem eiga sameiginlega mynt einangrast jafnt og þétt frá umheiminum. Bretar, Svíar og Danir vilja ekkert með Evruland að hafa. Jafnvel Pólverjar, sem voru með upptöku evru á dagskrá hafa alfarið lagt þær áætlanir á hilluna.

Evrulöndum standa tvær leiðir til boða. Í fyrsta lagi að viðurkenna að verkefnið hafi verið mistök og þrengja evrusvæðið niður í 3-6 ríki sem geta tileinkað sér þýskan aga í efnahagsmálum. Í öðru lagi að breyta evrusvæðinu í Stór-Evrópu þar sem stóraukin miðstýring í öllum helstu opinberu málaflokkum fæli í sér myndun sambandsríkis.

Hvor leiðin sem verður á endanum farin mun breyta Evrópusambandinu í grundvallaratriðum. Evrópusambandið sem Ísland sótti um aðild að sumarið 2009 er í raun orðið að millibilsástandi.

Umræðan um breytt Evrópusamband er ekki hafin á Íslandi; hér standa deilur um aðildarumsókn að sambandi sem er um það bil að hverfa.

Umsóknin um aðild Íslands að Evrópusambandinu þjónar þeim eina tilgangi að halda íslenskri stjórnmálaumræðu í skotgröfum gærdagsins.


mbl.is Danmörku betur borgið án evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tad er verid ad sækja um eitthvad sem var draumur krata.

En tetta var audvitad eins og flesta kratalegt ekki raunhæfur draumur.

Ekkert handfast. Ekkert atreyfanlegt. Ekkert raunverulegt.

Enda bradum lika ekkert eftir af tvi sem atti vad vera.

jonasgeir (IP-tala skráð) 14.7.2011 kl. 10:44

2 identicon

Ég var að glugga í hvað er í væntum í ESB þegar nýjar reglur verða innleiddar vegna Lissabons-sáttmálans, 1.nóv. 2014.

Það er víst þannig að líka í Ráðherraráði ESB þá fá þjóðir atkvæðisrétt skv. íbúafjölda. Malta, með rúmlega 400þús. íbúa fær sem sagt 0.08% atkvæðisrétt í Ráðherraráðinu. Ísland væri þá með örlítið minni atkvæðisrétt, ...já og þessa 4 þingmenn á þinginu.

Ekki er það nú heillandi.

palli (IP-tala skráð) 15.7.2011 kl. 08:59

3 identicon

Það að bera saman norska danska eða sænska krónu við íslensku örmyntina krónu er nánast móðgun við almenna skynsemi.

Smæð hins íslenska hagkerfis er nánast ótrúleg, innan við 3% af smæð norska hagkerfisins og minnkandi. Við flytjum út ál, fisk og íslenska skattborgara og erum ofurseld innflutningi.

Auðlindir eru lítils virði ónýttar og kostnaðurinn við að virkja er fjármagnskostnaður og hann dregst frá hagnaðinum og síðan er lánstraustið sem er lítið.

Yfir 60% af útflutningi okkar er við Evrópubandalagslöndin.

Raunar erum við bundin við íslenska haftakrónu og ég leyfi mér að efast um að við komumst út úr höftunum. Jákvæði viðskiptahallinn byggist allur á minnkuðum innflutningi. Fjárfesting í atvinnutækifærum er í algjöru sögulegu lágmarki. Ef þessi Exeter dómu um ábyrgð stjórnenda stenst það þarf að sanna að menn höfðu glæpsamlegar hugsanir (sem í raun er ógerningur) og minnihlutahluthafar í íslenskum fyrirtækjum eru réttlausir þýðir það í raun áframhaldandi hnignun íslensks atvinnulífs og mér sýnist eingir ætla að breyta þessu. Hlutabréfamarkaður er í raun dauður og traustið er í lágmarki. Án trausts verður ekkert byggt upp.

Hvað gjaldmiðlinum viðvíkur eru hér í raun þrír gjaldmiðlar. Hin verðtryggða króna, haftakrónan og aflandskrónan.

Það þarf nánast ævintýralegt grettisátak til að ná krónunni á flot. Hallalausan ríkisrekstur. það þarf gríðarlegan jákvæðan viðskiptajöfnuð og breyta íslensku þjóðfélagi í framleiðslueiningu. Þessi stjórn er augljóslega ráðlaus. Velferðarkerfi íslendinga verður borgað af íslendingum og engum öðrum og skuldaafsal eða "þjóðnýting" skulda heimila og fyrirtækja verður héreftir að mestu á kosntað íslenskra skattborgara sem koma til að fjármagna "skjaldborgina".

Íslanska hagkerfið er lokað og hér er búið að skrúfa niður vexti í skjóli gjaldeyrishafta en samt er ekkert að gerast og maður getur framlengt þetta og það verður bara áframhaldandi hnignun.

Raunar eru vandræði Bandaríkjanna ennþá stórfenglegri en Evrusvæðisins svo því er haldið til haga enda hefur Írland, Grikkland eða Portúgal hálfgerð núll á því svæði. Ítalía og Spánn eru stærri dæmi en hugsanlega skiptist Evrusvæðið í norður og suðursvæði. Raunar eru vandræði Grikkja, Portúgal og Írland ekkert evrutengd. Grikkir geta ekki fjármagnað velferðarkefi sitt (frekar en Íslendingar) og þeir geta ekki skorið niður og hafa litla burði til að auka á gjaldeyrissköpun, þar eru möguleikar okkar miklu miklu betri ef vel er að staðið.

Gunnr (IP-tala skráð) 15.7.2011 kl. 10:23

4 identicon

Annars hef ég aldrei skilið það hvað við höfum að tapa við að þetta samningaferli við ESB og fá það fram svart á hvitt hvað við fáum og fáum ekki í samningi við ESB og síðan ef einhver treystir því að leggja þetta fyrir þjóðina getur hún tekið afstöðu til þessa í lýðræðislegum kosninum.

Stærsti markaður okkar, sá sem er næst og greiðir hæst verð verður um ókomna tíð ESB og þar búa nær 1/2 miljarður manna.

Það getur vel verið að það borgi sig ekki að fara þarna inn en við getum svamlað á örmynntinni krónunni ef okkur tekst að kremjast út úr gjaldeyrishöftunum. Það verður allt önnur sigling en 10 ár fyrir hrunið.

Raunar sýnir reynslan að fyrsti fasinn verður gjaldeyrishömlur/höft og næsti fasi að óbreyttu verður skömmtun og innflutningshömlur en vonum að við losnum út úr þessu en til þess þarf að færa hreint gríðarlegar fórnir og hætta er á að stór hluti landsmanna hefur þá annað hvort verði þegnar í Noregi eða löndum Evrópubandalagsins.

Það er engin leið sem verður auðveld íslenskum heimilum og íslensku atvinnulífi. Raunar er það kaldhæðni örlaganna að það skuli vera sósíalistarnir í VG sem í raun vöruðu við þessu einkavinavæðingarfeli sem skuli nú vera kennt um ófarir okkar og að svokallaðir hægrimenn skuli gagnrýna þá fyrir niðurskurð og á ríkisútgjöldum og skort á opinberum framkvæmdum. En allt er því miður öfugsnúið og heimskulegt á Molbúaeyjunni Íslandi.

Ef við hefðum vitrænan og ábyrgan hægriflokk sem kæmi með ígrundaðar og vitrænar hugmyndir annað en eitthvað draumórakennt bull.

Gunnr (IP-tala skráð) 15.7.2011 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband