Breskir banka flýja Evruland

Aðalviðskiptafrétt Telegraph í dag er að breskir bankar dragi skipulega úr viðskiptum sínum við evrusvæðið, eða Evruland eins og forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins vill kalla gjaldmiðlasvæðið. Í heimi viðskipta og fjármála er gefið að eitthvað láti undan í grísk-evrópska harmleiknum sem sýndur er alþjóð þessi misserin. 

Undanhald banka frá Evrulandi hraðar ferli fjármálakreppunnar sem mun enda með stórslysi, það vita allir, en enginn veit hvenær eða hvar.

Bankar i Grikklandi, Írlandi og Portúgal liggja undir stöðugu áhlaupi heimamanna sem ekki vilja brenna inni með fjármuni sína þegar kemur að skuldadögum. 

Spænskir bankar eru í stöðu íslensku bankanna sumarið 2008, Þeir hafa sýnt hugkvæmni við að fjármagna sig en æ fleiri fjármögununarleiðir lokast þeim.

Fyrir alla þessa dýrð vill Samfylkingin fórna krónunni og fullveldinu. Samfylkingin er Besti flokkurinn án fyndninnar.


mbl.is Vandinn breiðist út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Breskir hafa aldrei viljað taka fullan þátt í Evrulandi, þótt þeir séu formlega ESB þjóð.  Þeir gæta fyrst og fremst eigin hagsmuna og með þessu bankaatferli draga þeir enn meir í land til þess að fjarlægja sig allri Evruábyrgð.

Páll, annars athyglisverð grein í Telegraph sem kemur einnig upp þegar smellt er á þína tilvísun.

Skrifuð af E.Conway undir fyrirsögninni:  "Why Germany must exit the Euro".

Kolbrún Hilmars, 19.6.2011 kl. 16:56

2 identicon

Hvað er athyglisvert í grein E Conway, Kolbrún?

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 19.6.2011 kl. 21:35

3 Smámynd: Sæmundur Ágúst Óskarsson

Því miður er þetta rétt hjá þér og hættan á frekari kerppu fer sífellt vaxandi

Sæmundur Ágúst Óskarsson, 20.6.2011 kl. 08:07

4 identicon

Bretar eru að fullu Evruþjóð með undanþágu að nota sína eigin mynt og hafa ítrekað neitað ýmsum reglum ESB þótt það hafi ekki farið hátt.

Þetta myntbandalag mun líða undir lok fljótlega þegar Grikkland verður gert upp síðan hin löndin Spánn Portugal og Ítalía. Mér sýnist einnig að allar líkur séu á að Írar bakki mút einnig og hugsanlega lýsi yfir gjaldþroti þjóðarinnar enda eru bankaskuldirnar um 15 milljónir isl á hvert mannsbarn en flóttinn frá landi er slíkur að þeir elstu verða eftir.

Þetta forskot Bresku bankanna að selja og leysa til Bretlands tugi milljarða er bara dropi í hafið því að þeir fá skell eins og aðrir bankar og þetta mun hrista alheims hagkerfið nærri í sundur vegna kostnaðar.

Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 20.6.2011 kl. 14:16

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hrafn, þar sem þú spyrð, þá er einfaldast að lesa sjálfa greinina. Ég er gestur hér á síðu Páls rétt eins og þú.

Grein Conways er núna nr. 4 á listanum til hægri á síðunni með yfirskriftinni "Finance Most Viewed". Þar er reyndar komin upp ný grein "Britain won´t bail out Greece again, says Downing Street". Lestu hana líka.

Kolbrún Hilmars, 20.6.2011 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband