Skattalög í þjónustu útrásarauðmanna

Alþingi setur lög, ýmist að frumkvæði þingmanna eða ráðherra. Fulltrúar almennings á alþingi virðast undanfarin ár lagt sig fram um að þjónusta útrásarauðmenn þegar skattalög hafa verið samþykkt.

Aðalsteinn Hákonarson á eftirlitssviði Ríkisskattstjóra rekur dæmi sem gefa til kynna að þingmenn og ráðherrar hafi beinlínis verið í erindrekstri fyrir auðmenn til að auðvleda undanskot frá skatti.

Hvaða þingmenn og ráðherrar voru í vasa auðmanna á útrásartíma? Fáeinir? Flestir? Allir?


mbl.is Núverandi mannskapur nægir ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Pólitísku elítunni hefur algjörlega tekist að afstýra alvöru úttekt á fjárhagslegum tengslum hennar við glæpalýðinn.

Þetta lið situr enn á þingi og í ríkisstjórninni.

Fáeinum smápeðum var fórnað.

Þetta er hneyksli og sýnir að Íslendingar ráða ekki við verkefnið.

Umsköpun samfélagsins er þjóðinni ofviða.

Karl (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 11:09

2 identicon

Alltaf þegar skattakerfið og annað regluverk er gert flóknara gagnast það ágætlega auðmönnum með lögmenn og aðra fræðinga í vinnu.

Alltaf.

Þess vegna er fréttablaðið eins og það er.  Það er skandínavíska "velferðarmódelið".

jonasgeir (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 12:53

3 identicon

Þér og háttvirtum Aðalsteini hefur ekkert dottið í hug að vandamálið sé hugsanlega skattfrekjan og eftirlitsæðið í ríkinu? Það getur aldrei verið nægur mannskapur til að hafa eftirlit með flóknu skattkerfi. Slíkir eltingaleikir milli ríkis og einkaaðila eru líka gríðarleg sóun á auðlindum landsins (mannauð og öðru).

Best væri fyrir alla landsmenn að einfalda skattkerfið verulega. Afnema alla tekjuskatta, tolla og millifærslur eins og vaxtabætur og þ.u.l. Hafa 15% virðisaukaskatt (neysluskatt) og láta það nægja. Og þá samsvarandi fækkun starfsmanna hjá RSK og tollstjóra. Restin af ríkinu yrði svo bara trimmuð niður til að passa innan fjárheimilda ;)

Slíkt kerfi er mjög sanngjarnt ef nánar er skoðað.

Tökum sem dæmi mann sem vinnur sér inn tugmilljónir á ári en eyðir bara litlum hluta þeirra peninga í eigin neyslu. Hvað gerir hann við restina? Hann getur lagt afganginn í banka,keypt skuldabréf eða lagt fjármagnið í eigin atvinnurekstur. Það er sama hver af þessum leiðum sem er valin þetta fjármagn mun leiða til atvinnusköpunar og fjölgunar starfa fyrir annað fólk. Það er allra hagur. Sá/sú sem á tugi milljóna eða milljarða nýtur þeirra ekkert sérstaklega sjálfur á neinn hátt á meðan hann ekki notar þá í neyslu. Milljarður í hlutabréfum og á bankabók er bara tölur á blaði eða tölvuskjá sem gagnast eigandanum ekki mikið á því stigi. Þess vegna eru engin sérstök sanngirnisrök fyrir því að skattleggja þetta fyrr en maður notar peninginn í eigin neyslu.

Störfum myndi fjölga stórlega, atvinnuleysi heyrði sögunni til og laun fólks hækka. Mun færri þyrftu á félagslegri aðstoð í kjölfarið. Engar áhyggjur þyrfti að hafa af því að menn myndu flýja með peningana til Tortóla vegna þess að í svona kerfi væri hvergi betra að vera með þá en á Íslandi. Útlendingar myndu þvert á móti vera ólmir í að koma peningunum sínum í góða vinnu á Íslandi.

góðar stundir

Rúnar (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 13:24

4 Smámynd: Elle_

Ef ég misskildi ekkert frá Rúnari verð ég að játa að hann sló í gegn að ofan.

Elle_, 10.6.2011 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband