Pólitískt sumar; uppgjör í haust

Ríkisstjórnin fær langþráða hvíld frá alþingi um helgina. Enginn friður verður samt frá köldum veruleikanum. Meirihluti stjórnarinnar á þingi er eitt atkvæði. Næsti vetur verður ekki friðsamlegur og þegar meirihlutinn hvílir á hnífsegg er fjarska hætt við að skorið verði á bláðþráðinn.

Stjórnarandstaðan er komin með lista yfir heimavinnu sumarsins.

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur gerðu vel í að móta sameiginlegar tillögur í helstu málaflokkum. Það gæti gefið forskot í kosningum, sem verða líklega í haust.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhallur Birgir Jósepsson

Ætli þing verði nokkuð kallað saman í haust. Það truflar bara. Og kosningar trufla enn meira, ætli þeim verði ekki bara frestað, fyrst kannski þrjá mánuði, svo ótímabundið. Þetta er þrautreynd aðferð þeirra sem hafa náð taki á völdunum og ætla sér ekki að sleppa þeim.

Þórhallur Birgir Jósepsson, 10.6.2011 kl. 21:02

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Þau skulu nú samt!! Pottar og pönnur eru til að sjóða og steykja á,eru úrelt eftirhermu aðferð þeirra sem notuðu þau til að komast til valda,þegar allt var í uppnámi.  Nei, samtakamáttur stjórnar-andstöðunnar,er lykilatriði. Unga fólkið vill fá að vinna og bjarga sér.Hér getum við byggt upp blómlegt atvinnulíf, það er ekki á færi þessarar ríkisstjórnar. Hennar ær og kýr eru að færa það Brusselvaldinu.

Helga Kristjánsdóttir, 10.6.2011 kl. 22:19

3 identicon

Páll Vilhjálmsson,  verða þá vinnuveitendur þínir, kvótakóngar og eigendafélag bænda , búnir að kaupa fólk eins og þig og Ásmund Einar Daðason,  til fylgis  við málstaðin  sinn  ???

Hvað þarf maður að vera lengi í háskóla, og hvað þarf maður að vera með margar lærdómsgráður úr háskóla, til að geta svikið allt og alla eins og þú Páll Vilhjálmsson ???

JR (IP-tala skráð) 11.6.2011 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband