Jóhanna: Össur verði ekki formaður, afleggjum flokkinn áður

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra nota hvert tækifæri til að gera lítið úr Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra. Jóhönnuníð Össurar fer helst fram á Eyjunni, eins og Evrópuvaktin vekur athygli á. Markmið Össurar er að verða formaður Samfylkingarinnar á ný en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir velti Össuri úr sessi árið 2005.

Valdabarátta Jóhönnu og Össurar bregður nýju ljósi á ræðu forsætisráðherra í lok maí. Aldrei þessu vant gerði Jóhanna Evrópumál að aðalefni ræðu sinnar og það er eins við manninn mælt að utanríkisráðherra hefur síðan verið í bullandi vandræðum með sitt hjartans mál. Jóhanna lofaði hraðsamningum við Evrópusambandið en Össur getur ekki staðið í skilum.

Til að bæta gráu ofan á svart fyrir Össur, sem er þrátt fyrir allt eina leiðtogaefni Samfylkingarinnar að Jóhönnu frátaldri, lagði formaðurinn til að Samfylkingin yrði lögð niður og stofnaður yrði nýr flokkur um áhugamál íslenskra jafnaðarmanna.

Breytt skipulag, nýtt nafn, ný forysta eða annað á ekki að standa í vegi fyrir því að þessi mikilvægu málefni fái kröftugan framgang og jafnaðarmenn í öllum flokkum geti sameinast á öflugum flokksvettvangi. Í þessum efnum má ekki standa á okkur í Samfylkingunni.

Jóhanna Sigurðardóttir vill fremur leggja Samfylkinguna niður en að Össur verði formaður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

    BÚTASALA!

Helga Kristjánsdóttir, 6.6.2011 kl. 14:51

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Búta ,,Drallið,, niður nægt framboð af formönnum fyrir hvern BÚT.

Helga Kristjánsdóttir, 6.6.2011 kl. 14:56

3 Smámynd: Steinarr Kr.

Er ekki Jóhanna bara að gera það sem vinstri menn gera best, að berja á félögunum?

Steinarr Kr. , 6.6.2011 kl. 17:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband