Björgvin G. fyrirlítur land og þjóð

Björgvin G. Sigurðsson þingmaður Samfylkingar er aðildarsinni með þeim rökum að krónan sé verkfæri yfirstéttarinnar að þjaka almenning með höftum en njóta sjálf sérhagsmuna. Fyrrum viðskiptaráðherra skrifar undir fyrirsögninni Köstum krónuhlekkjunum 

Aðildarumsóknin er einstakt tækifæri til að komast út úr því samfélagi hafta og sérhagsmuna sem hér hefur myndast. Ekki síður rækileg tiltekt eftir margra áratuga óstjórn og yfirgangs gagnvart almenningi. Út úr ástandi þar sem gjaldmiðillinn er notaður til að gengisfella lífskjör og ráðstöfunarfé fólksins í landinu til þess að hífa útflutningsatvinnuvegina og ríkissjóð upp úr feninu sem myndast hefur hverju sinni. 

Fyrirlitningin á landi og þjóð sem skín í gegnum þessa makalausu þjóðfélagsgreiningu veldur aulahrolli. Hér talar fyrrum viðskiptaráðherra, besti vinur auðmannanna og sérlegur handlangari Jóns Ágeirs Jóhannessonar. Viðskiptaráðherra var kallaður á teppið hjá Jóni Ásgeiri þegar hann vildi fá meira frá ríkinu fyrir gjaldþrota Glitni.

Björgvin G. var úttroðinn af útrásardraumórum. Fjórum vikum fyrir fall íslensku bankanna haustið 2008 fékk Björgvin G. að vita frá fyrstu hendi fjármálaráðherra Bretland, Alistair Darling, að íslensku bankarnir væru á leið í ræsið. Viðskiptaráðherra þakkaði upplýsingarnar og fór á tónleika með Sex Pistols.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Er þetta ekki kallað Landráð ?

Vilhjálmur Stefánsson, 24.5.2011 kl. 17:36

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þjóðin fyrirlítur Björgvi G.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 24.5.2011 kl. 18:06

3 identicon

Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því hvað er hagkvæmt myntsvæði. Er krónan slíkt svæði eða evran? Hér er linkur á einn helsta hagfræðing á þessu sviði :http://en.wikipedia.org/wiki/Optimum_currency_area

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 24.5.2011 kl. 18:24

4 identicon

Já Hrafn.  Hvað er hagkvæmt myntsvæði?  Stundum segir raunveruleikinn meira af viti en hagfæðingar.  Þó góðir séu.

Er ekki bara sniðugt að skoða reynslu þjóða af Evru?

Hvernig hefur þetta gengið í Grikklandi, Portúgal, Spáni, Ítalíu, Írlandi?

Varla hægt að kenna vinstri eða hægri pólitík um.  Hægra liðið í Írlandi klúðraði rækilega.  Kratakommar í Grikklandi og Spáni ekki betri...  Auðvitað..

Hvað er þá eftir?  Evran og EU.

jonasgeir (IP-tala skráð) 24.5.2011 kl. 18:46

5 identicon

Björgvin G. Sigurðsson er mannvitsbrekka hin "mesta" og dæmigerður Baugsfylkingarmaður og sennilega það skásta sem flokksómyndin hefur uppá að bjóða.  Þegar hann tók við embætti viðskipta - og hrunbankamálaráðherra grobbaði hann sig í fjölmiðlum af árangri af sósílískum stjórnunarháttum þess ráðuneytis seinustu 18 árin, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki komið að stjórnun allan þann tíma.  Góðum árangri væri félagshyggjuflokkunum undir ýmsum nöfnum og kennitölum að þakka.  Hann sagðist vera stoltur þegar hann virti fyrir sér myndirnar af þeim forverum sínum og félögum Jón "Icesave" Sigurðsson og Svavars Gestssonar sem prýddu veggi skrifstofu hans í ráðuneytinu. 

Allt að hruni var hans nánasti ráðgjafi hjá ráðuneytinu Hjálmar Blöndal, sem fékk leyfi til starfans sem hægri hönd Jóns Ásgeirs Jóhannessonar eiganda Baugsfylkingarinnar.  Allir ættu að muna þegar Björgvin var sóttur um miðja nótt á nærbrókinni af Jóni Ásgeiri og Hjálmari til að skýra út hvers vegna hann hafði ekki bjargað Glitnis bankanum.

Sami Jón Ásgeir hefur verið uppljóstraður að hafa borið fé á forsætisráðherrann Jóhönnu Sigurðardóttur og meira og minna alla ráðherra og þingmenn Baugsfylkingarinnar, eins og ábyrgðarmenn Icesave, Landsbankamenn gerðu líka. 

Mörður Árnason Baugsfylkingarþingmaður segir slíkar fjárveitingar vera mútugreiðslur.

Hvernig skýra Evrópuinngöngufýklar það að kannanir hafa sýnt að meirihluti íbúar ESB þjóðanna eru óánægðir með veru sína og þjóðarinnar innan sambandsins, sem og að meirihluti evruríkjanna segjast vera óánægðir með gjaldmiðilinn miðað við það sem þeir höfðu fyrr.  

Eru íbúar ESB landanna ekki einu sérfræðingarnir sem eru marktækir um ágæti þess aðvera innan þess, - eða eru það stjórnmála - og embættismenn og sérstakir hagsmunaraðilar sem hugsa sér og sínum gott til glóðarinnar ef að inngöngu yrði...???

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 24.5.2011 kl. 21:16

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

        Við greinina er engu að bæta,svo augljóslega lýsir hún innræti fyrrverandi viðskiptaráðherra,sveiattan. 

Helga Kristjánsdóttir, 24.5.2011 kl. 22:29

7 identicon

Las bók Björgvins G, Stormurinn, fyrir stuttu. Getuleysi og vanhæfni hans sem bankamálaráðherra er átakanleg. Dómgreindarskortur hans varðandi eigin stöðu í þingflokknum er sama marki brennd.

Baldur (IP-tala skráð) 24.5.2011 kl. 22:33

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Æ hann er svo óheppinn að upplagi greyið. Alltf soldið eins og 3ja ára barn í skónum af pabba sínum. Alltaf að reyna að vera stór eins og hinir mennirnir.

Minnir mig raunar talsvert á aðalpersónuna í Klovn, sem ætlar alltaf að gera eitthvað sniðugt og klókt en það endar alltaf með því að allt springur í andlitið á onum og skilur hann eftir sem heimsins mesta bjána.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.5.2011 kl. 05:18

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hrafn minn sundlaugavörður...Viltu ekki bara vitna í hagfræðinga Kim Il young um ágæti norður Kóreu?  Biblíutilvitnanir þínar duga ekki og standast ekki þann veruleika sem blasir við þér á síðum heimsblaðanna. Haltu trú þinni fyrir sjálfan þig.

Hér er annars smá linkur fyri þig.  Hlustaðu vel.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.5.2011 kl. 05:26

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Glöggur er hann Guðmundur 2. Gunnarsson, svo mikið er víst.

Jón Valur Jensson, 25.5.2011 kl. 06:14

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það fer ekkert framhjá honum, á ég við, og vel kemur hann því frá sér.

Guðmundur og Jón Steinar, mig vantar netföngin ykkar, vinsamlegast sendið mér hálfa línu og ekki að þarflausu.

Jón Valur Jensson, 25.5.2011 kl. 06:21

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Svo gleymi ég mínu! Hér er það: jvjensson@gmail.com

Jón Valur Jensson, 25.5.2011 kl. 06:22

13 identicon

Nú hefur mikið legið við og öll hjálparsveitin kölluð út : Jón Valur,Jón Steinarog Guðmundur 2.!!!Jón Steinar, Þú hefur hvorki lesið né skilið efnis sem ég benti á. Þetta rugl í þér fer að minna óþægilega mikið á drykkjuraus í sífullum manni. Það vill nú svo til að ég fylgist mjög vel með því sem blöð óg tímarit í Evrópu segja um málefni ESB. Einkum eru það þýsk blöð og tímarit. Hagfræðingurinn sem ég vísaði á er Nóbelsverðlaunahafi og virtasti fræðimaður sem skrifað um hagkvæm myntsvæði. Ef þú hefðir lesið tilvísunina hefðir þú kynnst merkilegri umræðu um það að he miklu leyti Dollarinn og Evran fullnægja skilyrðum um hagkvæm myntsvæði.(linkurinn sem þú sendir mér var óþarfur en þakkir samt. Ég kannast nokkuð við þann mann sem heldur þessari síðu úti.)

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 25.5.2011 kl. 09:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband