Samfylkingarbloggarar hrökkva af hjörunum

Nýtt óformlegt bandalag er að myndast í samfélaginu. Ólafur Ragnar Grímsson er hluti af þessu bandalagi og það er skammt í fjandvin hans Hjörleif Guttormsson -  en þeir voru hvor á sínum vængnum í Alþýðubandalaginu. Hannes Hólmsteinn, Davíð Oddsson, Styrmir Gunnarsson eru á sömu slóðum ásamt Unni Brá Konráðsdóttur, Pétri H. Blöndal og fleiri sjálfstæðismönnum.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er í bandalaginu og Vigdís Hauksdóttir og Guðni Ágústsson og þau koma öll úr Framsóknarflokknum.

Hvort óformlega bandalagið mun skila sér í varanlegum breytingum á íslenskum stjórnmálum er óvíst.

Hitt er augljóst að Samfylkingin er að fara á taugum útaf þessum tíðindum og það sést best á því hve þeir hamast á Hannesi Hólmsteini fyrir að mæra Ólaf Ragnar Grímsson fyrir frammistöðuna í Icesave-umræðunni.


mbl.is Hannes lofar forsetann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fólk er menn að meiru þegar það virðir málefnin framan persónum.  Það þolir auðvitað samfylkingarhjörðin ekki.

jonasgeir (IP-tala skráð) 14.4.2011 kl. 15:03

2 identicon

Sem sagt íhaldssamur þjóðernisflokkur.

Ríkiskapítalismi og paternalismi, einangrunarhyggja og haftastefna.

Sjálfstæðisflokkurinn mínus umburðarlyndið.  

Karl (IP-tala skráð) 14.4.2011 kl. 15:22

3 identicon

Það er náhirðin sem er að fara af hjörunum Páll. Hún vill komast til valda, hvað sem það kostar. Annars sjá þeir sína sæng útbreidda. Baldur Guðlaugsson á leiðinni tugthúsið og aðeins sá fyrsti. Geir Haarde verður dreginn fyrir Landsdóm. Þá er það álit margra, að það sé aðeins tímaspursmál þar til Hannesi Hólmsteini verði sparkað úr HÍ. Náhirðin er króuð út í hormi og nú grenja þeir og öskra eins og lítil óþekk börn. Icesave III kosningin átti að verða til þess að stytta líf stjórnar Jóhönnu og Steingríms J. Þetta mátti lesa aftur og aftur. En það gékk ekki upp og nú bíða menn eftir næstu vitleysu frá Dabba. En í alvörunni Páll Vilhjálmsson, eru menn ekki búnir að fá nóg af þessum afglapa? Og hvað Hannes Hólmstein varðar, þá er hann virkilega “pain in the ass”.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 14.4.2011 kl. 17:16

4 Smámynd: Elle_

Ríkiskapítalismi og paternalismi, einangrunarhyggja og haftastefna.

Hvar kemur  einangrunarhyggja og haftastefna inn í málið?  Kemur það því við að þínum dómi að vilja ekki gefa upp fullveldið og vilja ekki borga kúgunarsamninginn?  

Elle_, 14.4.2011 kl. 23:38

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hver segir að höft séu slæm?

Ég lendi í því á hverjum degi að þurfa að hemja mig.

Ef ég gerði það ekki væri ég löngu búinn að lemja mann og annan.

Hver segir að hömluleysi sé gott?

Guðmundur Ásgeirsson, 15.4.2011 kl. 02:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband