Stefán Páls: aðildarsinni innan sviga

Stefán Pálsson sagnfræðingur bloggar um víðtæka og almenna andstöðu Vinstri grænna gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu. Hann sjálfur er aðildarsinni, ef marka má þessa málsgrein

Tilgangur félagsins [Heimssýnar] var að búa til regnhlífarsamtök þeirra sem telja að Íslandi sé betur borgið utan ESB, þvert á pólitíska litrófið. (Markmið sem ég hef aldrei verið sammála.)

Aukaatriðið í bloggi Stefáns, að hann sé aðildarsinni, skyggir á aðalatriði í boðskapnum, að Vinstri grænir sem eru í stjórn Heimssýnar eru markvisst flæmdir úr flokknum.

Bráðum verða Stefán og fáeinir aðrir eftir í Vinstri grænum til að styðja Líbíu-stefnu ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. um olíu fyrir blóð.

Til lukku, Stebbi.

 

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú segir "olía fyrir blóð".  En, hvað gerist ef að Lýbía og önnur mið-austurlönd verða einu löndin sem eiga eftir olíu? Kanski að 50 árum liðnum, þegar börn þín og barnabörn eiga sér sýna lífstíð frammi? Olíu eign hér á vesturlöndum er þegar að hnigna ... og ég get nú ekki séð börnin eða barnabörnin í hendurnar á aröbum sem eru en blóðþyrstari en Bandaríkjamenn.  Og það sem verra er, þeir hafa ekkert skipulag eða tilgang með blóðþorsta sínum, annað en græðgi fyrir sjálfan sig einan.

Ekki ætla ég að segja að ég treysti "áformum" bandaríkjamanna í þessu efni, né heldur treysti ég "áformum" annarra evrópu ríkja, því ég hef enga trú á því að þau hafi nokkurn áform, nema bara að hlýða kananum.  Ég er á móti, vegna þess að George Bush er alveg eins og Hitler ... ómenntaður bjáni, sem vill gera sjálfan sig að hernaðar sérfræðingi.  Þjóðverjar bökkuðu úr fyrri heimsstyrjöldinni, og í anda Confucius, undirbjó Hindenburg að berjast í næstu.  George Bush, alveg eins og Hitler, maður sem talar eins og náungi sem hefur reikt of mikið hass í gegnum árin.  Telur sig hernaðarsérfræðing, og dreymir um að verða "stríðs forseti" í anda Rosevelt.

Það er þetta sem gerir það að verkum, að menn eru á "móti" stríðinu, ekki það að það þurfi ekki að hafa stjórn á olíu auðlyndunum.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 14.4.2011 kl. 19:10

2 Smámynd: Gústaf Níelsson

Hörðustu sósíalistarnir Páll, eru reiðubúnir til þess að ganga í ESB með hörðustu kapítalistunum, því þá fá þeir fyrrnefndu svigrúm til að ráðskast með almannahag að vild, á meðan þeir síðarnefndu fá fjórfrelsið margrómaða til að græða meira.

Þetta er ljótt bandalag, enginn vafi.

Gústaf Níelsson, 14.4.2011 kl. 20:42

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Rétt Gústaf, og róttæka miðjan, sem við tilheyrum, verður að grípa til gagnráðstafana.

Páll Vilhjálmsson, 14.4.2011 kl. 20:49

4 Smámynd: Gústaf Níelsson

Við þurfum bara að halda okkur fyrir utan Evrópusambandsins Páll. Um það getum við sameinast hvað sem "róttæku miðjunni" líður. Þú ert ágætur hugtakasmiður og sameiginleg er andstaða okkar við ESB.

Gústaf Níelsson, 14.4.2011 kl. 21:36

5 identicon

VG er bara svei mér þá að ganga í gegn um kínverska menningarbyltingu með hreinsunum þeirra sem ekki fylgja kosningasvikum meistarans áfram inn í ESB!

Ótrúlegt að fólk þoli að horfa upp á þetta.

jonasgeir (IP-tala skráð) 14.4.2011 kl. 21:58

6 identicon

Ég eindreginn fylgismaður aðildar að ESB, þar sem mér er ljóst að Íslendingar geta þetta ekki einir, bara geta það ekki. Punktur. Einhver verður að halda í hendina á óvitanum. Ef hann sér rautt ljós, tekur hann á sprett yfir götuna. Krass......

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 14.4.2011 kl. 22:56

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Haukur: Við höfum gert þetta einir fram að þessu. Óstjórnin og spillingin nú er alveg á reikning Samfylkingarinnar og því næst ekki jafnvægi á ástandið fyrr en búið er að koma því landráðahyski frá.

Samfylkingin er í skuldlausri eigu útrásarinnar. Hvað þarftu mikið til að sannfærast um að það sem er að hér er þessi flokkur?

Jón Steinar Ragnarsson, 15.4.2011 kl. 01:55

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Páll: Ég bið þig lengstra orða að kynna þér efni þessa pistils með tilliti til stjórnlagaþingssirkussins.  Nú finnst mér komið að leiðarlokum í þessu plotti öllu saman og það verður að höggva á þessa vitfirringu nú þegar.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.4.2011 kl. 02:27

9 Smámynd: Steinarr Kr.

Bjarne, ef þú hefur ekki verið að fylgjast með fréttum, þá fór George Bush á eftirlaun í janúar 2010.

Steinarr Kr. , 15.4.2011 kl. 18:01

10 Smámynd: Steinarr Kr.

2009 átti þetta að vera.

Steinarr Kr. , 15.4.2011 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband