Sigmundur Davíð stillir miðið

Næstu þingkosningar verða um fullveldið. Sá stjórnmálaflokkur sem sýnir sig trúverðugan í umræðunni um að Íslendingum farnist best þegar þeir hafa forræði sinna mála stendur sterkt að vígi. Við síðustu kosningar fengu Vinstri grænir atkvæði fullveldissinna en svikin við stjórnarmyndun, þegar Vg samþykkti að samfylkingarhluti ríkisstjórnarinnar sendi umsókn til Brussel, verða ekki fyrirgefin.

Óskyld mál Icesave-uppgjörð, Magma-málið, makríl-deilan og ESB-umsóknin eru greinar af fullveldismeiði og það á brattan að sækja fyrir stjórnmálaflokka sem hafa ekki sitt á hreinu í þessum málum. Stemningin í samfélaginu eftir hrun er að gæta að því sem við eigum og segja pass við ævintýramennsku, hvort heldur í viðskiptum eða pólitík.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins er með rétt mið þegar hann tekur fyrir málflutning viðskiptaráðherra Samfylkingarinnar sem ítrekað hallmælir krónunni og talar niður efnahagslífið.

 


mbl.is Steingrímur vill byggja á krónu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

,,...sem ítrekað hallmælir krónunni og talar niður efnahagslífið."

Fyrir gefðu Páll Vilhjálmsson, ég sem hélt að þetta þjóðfélag hefði farið á hausinn ?

Er hægt að fara neðar ?

Auðvitað getur þú komið ESB að varðandi allt sem þú skrifar um ???

JR (IP-tala skráð) 14.3.2011 kl. 22:27

2 Smámynd: Björn Birgisson

Fín færsla að mestu. Sigmundur Davíð með rétt mið? Þetta setur Davíð ekki í Staksteina.

Björn Birgisson, 14.3.2011 kl. 22:29

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hvernig er hægt að komast hjá því að tengja ESB aðildarmálið öllum sköpuðum hlutum í þessu volaða þjóðfélagi á meðan ESB er mál málanna hjá sjálfri ríkisstjórninni?

Kolbrún Hilmars, 14.3.2011 kl. 22:33

4 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Það verður saga til næsta bæjar fari maður að kjósa Framsókn í næstu kosningum.  Jæja, aldrei að segja aldrei......

Sigríður Jósefsdóttir, 14.3.2011 kl. 23:57

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Svona er það bara ,,fyrst á röngunni og svo á réttunni,, eða fyrst á rétt-.-.-

Helga Kristjánsdóttir, 15.3.2011 kl. 00:02

6 identicon

Þetta er ferlega sorglegt, en þessi fyrrum uber-cool kjósandi Besta Flokksins er svo vonsvikinn á byltingartilraununum næst geri ég það hallærislegasta sem ég hefði nokkurn tíman getað hugsað mér, og enginn vinur minn hefur játað að gera, og foreldrar mínir hefðu aldrei gert. Ég mun kjósa eina flokkinn sem ég taldi óhugsandi að kjósa, nefnilega Framsókn. Það er enginn jafn hissa á því og ég. Hvað annað er hægt að gera? Samfylkingin er bara málpípa Baugs og co, Sjálfstæðisflokkurinn stórhættulegur, og ungliðahreyfingin enn brjálæðari en eldri mennirnir, með allar sínar fáránlegu hugmyndir, Hreyfingin hennar Birgittu alltof óljós og mögulega hættuleg, með fullri virðingu fyrir þeim samt sem áður, en er góð dómgreind að fara í viðtal hjá Alex Jones? Ekki viss. Vinstri Grænir, rauða vonin, reyndust eftir allt bara dollaragrænir, og skjaldborgin utan um heimilin reis aldrei, en var þess í stað slegin utan um bankana, og græna Ísland selt erlendum mönnum fyrir græna dollara með samþykki Steingríms og félaga. Það er ekkert vinstri né grænt við þann flokk lengur og fyrrum kjósendum þeirra eins og mér finnst þeir bara vera fífl. Sama verður sagt um þá sem kusu Besta Flokkinn, og ég er líka í þeirra hópi. Það er frekar súrt að hafa ætlað að styðja byltingu og gera sér ekki grein fyrir þú varst bara að styðja undir stuðningsyfirlýsingu við ríkjandi stjórnvöld. Eins og mér fannst Jón alltaf fyndinn, þá finnst mér ekki fyndið af honum að hafa neitt mig til að kjósa Samfylkinguna, meðan hann plataði mig ég væri að styðja byltingu. Mér er enginn hlátur í hug og mun ekki gefa þeim flokk atkvæði aftur frekar en flestir kjósendur hans, vonsviknir af sömu ástæðum og ég. Það er líka eitthvað hreinlega ógeðslegt við hvernig þeir neita að klippa á naflastrenginn við Samfylkinguna, og nú hefði maður aldrei kosið flokkinn hefði maður haldið hún hefði fætt hann af sér. Við vildum eitthvað nýtt, ferskt, og satt, en fengum gömlu svikamylluna og hræsnina yfir okkur.

Eftir stendur að frekar en gefa Sjálfstæðisflokknum eða engu betri ríkisstjórn nútímans atkvæði mitt verð ég að gera eitthvað, og þá er Framsókn ein eftir. Ykkur tókst að láta mig kjósa flokkinn sem ég síst hefði! Takk innilega, Steingrímur, Jóhanna og Jón Gnarr. Ég verð bara að vona Sigmundur sé heiðursmaður með siðferði og muni ekki misnota sér atkvæði mitt eins og þið. 

Venjulegur Íslendingur (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 03:54

7 identicon

Góð færsla og innlegg venjulegs Íslendings ekki síðra.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 14:17

8 identicon

Tek undir með Venjulegum Íslending í öllum greinum - lenti meira að segja líka í pyttinum Jón Gnarr - þvílíkur terror asnaskapur!

Þá er Framsókn ein eftir ... Hver hefði trúað því á mig ?

Vilhjálmur Grímsson (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 16:51

9 Smámynd: Alfreð K

n fíflagang: Samtök Fullveldissinna.

Alfreð K, 15.3.2011 kl. 21:11

10 Smámynd: Alfreð K

Smámistök við innslátt þarna áðan. Vinsamlegast þurrka út.

Tek líka undir með Venjulegum Íslendingi. Allt í einu er maður sjálfur farinn að horfa til Framsóknar, af öllum flokkum, hefði einfaldlega aldrei trúað því, sbr. ágæta lýsingu:

http://stormsker.blog.is/blog/stormsker/entry/774749/

Alfreð K, 15.3.2011 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband