Hönnuð eineltisumræða á Nesinu

Um helgina birtist frétt um að Ólafur Melsted framkvæmdastjóri hjá Seltjarnarnesbæ teldi sig hafa orðið fyrir einelti af hálfu bæjarstjóra, Ásgerðar Halldórsdóttur. Matsmenn voru bornir fyrir skýrslu um að Ólafur hafi orðið fyrir einelti en hann hefur verið í veikindafrí í eitt ár.

Eineltisumræðan sem fór af stað um helgina hefur öll einkenni þess að vera hönnuð til að skapa Ólafi stöðu í kröfugerð gagnvart Seltjarnarnesbæ. Matsskýrsla liggur ekki fyrir, bæjarstjórn hefur ekki fengið hana til að svara fyrir sig og matsmenn eru sveipaðir nafnleynd.

Ólafur segist í Vísi í dag ekki hafa orðið svefnsamt. Líklega er Ólafur með ráðningasamning sem segir að vinnuveitandi hans, Seltjarnarnesbær, eigi að tryggja honum nætursvefn.

Einelti er alvarlegt mál en það er fátt sem bendir til að Ólafur Melsted hafi orðið fórnarlamb þess. Hafi Ólafur verið á launum hjá bæjarfélaginu í heilt ár ætti hann að sjá sóma sinn í að láta þar við sitja. Árslaun til manns sem ekki finnur sig í starfi hjá nýjum yfirmanni eru meira en sanngjörn greiðsla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Veit síðuhöfundur hvað einelti er ??? Er það eitthvað sem hægt er að sópa af sér eins og hverju öðru ryki? Fyrir það fyrsta þá er Persónuvernd búin að benda á að bæjarstjórinn hafi brotið lög með því að senda læknisvottorð starfsmannsins á aðra. Það hefur kannski verið óvart???? Í öðru lagi  skipaði héraðsdómari Reykjavíkur tvo matsmenn til að skoða málið.  Komast þeir að því að háttsemi bæjarstjórans sé ekki í lagi.  Því miður þá gerist það eins og svo oft áður að bæjarstjórnin getur ekkert gert vegna skyldleika, pólitískra vensla eða vinskapar við bæjarstjórann. Vegna þess þá er bæjarstjórnin orðin vanhæf til að taka á þessu máli. Hvernig kemst síðuhöfundur að því að það sé fátt sem bendi til þess að viðkomandi hfai orðið fyrir einelti??? Hefur síðuhöfundur reynslu af þessum málum??? Hefur hann verið þolandi í einelti ??? Eða kannski gerandi ???

thin (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 11:22

2 identicon

Ansi setur greinarhöfundur sig á háan stall! Ég tek alls hugar undir þær athugasemdir sem eru gerðir hér fyrir ofan og er undrandi að þú Páll skulir hlaupa svona á þig að fara verja einelti. " finnur sig ekki í starfi" bíddu það voru matsmenn sem sögðu að Bæjarstjórinn hafi lagt manninn í einelti!!!

Um helgina bárust líka sögur af því að það eru fleiri karlmenn á skrifstofu bæjarstjórans sem hafa kvartað yfir einelti af hálfu bæjarstýrunnar, getur það talist eðlilegt?

Undrandi (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband