Sýnum Írum samstöðu og höfnum Icesave

Írar eru í skuldafangelsi Evrópusambandsins sökum þess að fráfarandi ríkisstjórn gekk í ábyrgð fyrir írska bankakerfinu sem hafði fengið lánað frá þýskum og frönskum bönkum í bóluviðskipti á fasteignamarkaði. Þegar markaðurinn hrundi var lánasafnið ónýtt og írska ríkisstjórnin nánast knúin af Brussel til að axla ábyrgðina.

Ný ríkisstjórn Írlands stendur frammi fyrir þjóðargjaldþroti að óbreyttu. Hagfræðingurinn og dálkahöfundurinn David MacWilliams hefur kynnt herfræði sem Írar gætu þurft að fylgja ef Evrópusambandið lækkar ekki vextina á neyðarlánum til Írlands.

Herfræðin byggir á því að aðskilja skuldir írska ríkisins frá skuldum írsku bankanna, borga þær fyrrnefndu en láta hinar falla með tilheyrandi tapi erlendra banka. Þjóðaratkvæði gæti komið við sögu.

Líkt og Írar standa Íslendingar frammi fyrir skuldauppgjöri óreiðubanka. Icesave-skuldin er orðin til vegna einkabanka sem tók þátt í evrópsku peningafyllerí. Með því að segja nei í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9. apríl styðjum við baráttu Íra til að losna úr skuldafangelsi Evrópusambandsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Með því að hafna Icesave er stefnu stjórnarinnar hafnað. Því er hafnað að tugum milljarða sé slett í banka, sparisjóði og tryggingafélög.

http://www.jonas.is/leidarar/greininp.lasso?id=15119

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 9.3.2011 kl. 08:31

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ég ætla að segja NEI við lögin um icesave, ekki til að styðja Íra þó þeir séu góðir grannar, heldur vegna barna minna og barnabarna.

Eftur lestur samningsins og úttekt Gamma á honum, fæ ég ekki séð að áhættan sé ásættanleg. Þá er það staðföst sannfæring mín að enginn eigi að borga skuld sem ekki er lögbundin. Því er algjört skilyrði að láta reyna á það fyrir dómi hvort við séum skyldug til að greiða þetta. Það er Breta og Hollendinga að ákveða hvort þeir vilja ganga svo langt.

Gunnar Heiðarsson, 9.3.2011 kl. 08:45

3 identicon

Rétt Gunnar - ég er búinn að sjá þetta svona líka. Nei er rétt 9. apríl !

Vilhjálmur Grímsson (IP-tala skráð) 9.3.2011 kl. 13:22

4 Smámynd: Ráðsi

Ég var hugsi í fyrstu og taldi að best væri að semja um þetta og segja já. Svo fór ég að HUGSA... Ég veit ekkert hvað er verið að semja um, hvort okkur beri skilda til að greiða þetta, hvað mun þetta kosta. Við munum aldrei fá að vita hvernig samningarnir líta út og hvað standi yfir höfuð í þeim. Ég segi NEI

Ráðsi, 9.3.2011 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband