Jóhanna Sig. staðin að svindli

Forsætisráðherra vill lækka laun og fríðindi allra toppanna í kerfinu en bara ekki eigin kjör. Samkvæmt Fréttablaðinu í dag lækkaði forseti Íslands launin sín en Jóhanna Sigurðardóttir sem handhafi forsetavalds fékk óskertar 1,6 milljónir króna í aukasporslu sem hún sjálf viðurkennir að sé ,,2007-legt".

Hrannar blaðafulltrúi Jóhönnu segir að ,,í framhaldinu" muni Jóhanna óska eftir lækkun á sinni sporslu.

Síðan hvenær eiga svindlarar staðnir að verki að komast upp með að segja  ,,í framhaldinu" ætli þeir að bæta sig? Er stjórnarráðið ekki með öllum mjalla?

Forsætisráðherra á fyrir hádegi að láta skutla sér til Bessastaða og biðjast lausnar fyrir sig og sitt ráðuneyti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ætlar þó varla að halda því fram að þú sért með öllu mjalla...??

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 9.3.2011 kl. 10:59

2 identicon

Það vantar í fyrirsögnina : ... enn eina ferðina.

Fólk er orðið svo dofið fyrir óheiðarleika þessarar ríkisstjórnar að flestir yppa bara öxlum og hugsar hér breytist ekkert hvort sem er.

Sveinn Úlfarsson (IP-tala skráð) 9.3.2011 kl. 11:22

3 identicon

Af forsíðu Fbl. "Forsetinn er nýbúinn að upplýsa forsætisráðherra um að hann hafi óskað eftir og fengið lækkun en að hún hafi ekki gengið yfir handhafana. Jóhanna hefur í framhaldinu ákveðið að óska eftir sambærilegri lækkun á sínum hlut þannig að hann verði sambærilegur og hjá forsetanum," segir aðstoðarmaður forsætisráðherra".

Hvers konar afglapar eru hérna við stjórnvölinn eiginlega? Ruglið og vitleysan í kernlingarálftinni gengur svo gjörsamlega fram af manni að það eru engin orð til að lýsa því.

Tarfur (IP-tala skráð) 9.3.2011 kl. 11:25

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Jóhanna hrindi í Steingrím sem sagði henni að allur ónauðsynlegur út-akstur væri óæskilegur því þjóðarbúið hefði dregist svo mikið og óvænt saman á síðasta ársfjórðungi 2010. Þvert á allar spár. Hún yrði að sitja kyrr. Þá svaraði Jóhanna því til að hana varðaði ekkert um þjóðarhag og myndi því halda áfram að hringa eftir taxa. En þeir eru nú af afar skornum skammti því allur ónauðsynlegur út- og inn-akstur þeirra er bannaður með skattalögum. Aðeins er þá um öskubíla eftir að ræða, en þeir fara þó ekki lengra en 15 metra á dag. Það mun því taka tímann sinn að komast til Bessastaða á öskubifreið forsætisráðherraínunnar. Í bílnum kemst nú allur þjóðarhagur landsins með í einni og sömu helförinni til Bessastaða, hann er orðinn svo meðfærilegur og nettur. Þetta endar líklega með engu.  

Gunnar Rögnvaldsson, 9.3.2011 kl. 11:27

5 identicon

Frétt á vef forseta Íslands, að hann hafi óskað eftir launalækkun, er dagsett 21.12. 2008. Sagt var frá þessu sama dag í fjölmiðlum.

Visir.is 9. marz 2011: "Hrannar B. Arnarsson, aðstoðarmaður Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, segir hana fyrst nýlega hafa frétt af því að laun forsetans hafi verið lækkuð."

Þetta er alls ótrúverðug málsvörn. Jóhönnu væri í sjálfsvald sett að endurgreiða féð með dráttarvöxtum og biðja þjóðina afsökunar. Og hvað með forseta Alþingis, sem er annar skinhelgur pólitíkus og handhafi forsetavalds? 

Sigurður (IP-tala skráð) 9.3.2011 kl. 13:40

6 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Það er enginn með öllum mjalla ;   á Alþingi eða annarstaðar í stjórnun þessa lands.

 Það væri sennilega löngu búið að bera þetta lið ut- eins og það er að gera við Landsmenn- nema af því að ekki er fyrirsjáanlegt að betra taki við

Erla Magna Alexandersdóttir, 9.3.2011 kl. 14:28

7 identicon

Hefur Hrannar Björn Arnarsson ekki með þessu afhjúpað sig og forsætisráðherrann sem ómerkilega lygara?

Tarfur (IP-tala skráð) 9.3.2011 kl. 14:33

8 identicon

Heilög Jóhanna gerði langt upp á bak með lygunum varðandi launamál "ópólitíska" seðlabankastjórans.  Núna skrifar hún á fésbókarsíðu hvað bankastjórar eru vondir að þiggja hærri laun en hún og þar eru meðtalið það mútufé sem hún hefir þegið frá Jóni Ásgeiri & Co (mútufé er skilgreining Marðar Árnasonar samþingmanns hennar á "peningagjöfum").  Það er ljóst að hún og Baugsfylkingin halda að fólk er fífl. 

Hvað ætli blogglúðrasveit Baugsfylkingarinnar hefði sagt ef Davíð vondi hefði verið staðin af öðru eins og sú gamla hefur verið, þó bara ef lygarnar eru týndar til?  Hann sá þó manndóm sinn að loka reikningnum sínum hjá þessu glæpagengi sem var og er undir verndarvængi Baugsfylkingarinnar, og heilög Jóhanna skrækti þá eins og nú um helvítis íhaldið væri að ráðast á þessa dáðustu syni flokksins hennar, sem meðal annars er verið að handtaka í Lundúnum þessa stundina.  Hringurinn þrengist um forsætisráðherrann og það hyski stjórnmálamanna sem hafa varðað vegin og verndað þessa auðróna við að leggja þjóðfélagið í rúst. 

Farið hefur fé betra og þá sem allra fyrst, og lýðurinn sem hangir í skottinu á þeim.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.3.2011 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband