Vinstrigagnrýni á ESB; Jóhanna Sig. finnur skyldleika

Hans Magnus Enzensberger er eitt af stóru nöfnunum í þýskum vinstristjórnmálum hérna megin járntjalds eftir stríð. Hann hefur skrifað bók um Evrópusambandið og húðflettir bandalagið fyrir skrifræði og innlimunaráráttu. Svavar Alfreð Jónsson fjallar um bók Enzensberger og segir m.a.

ESB hefur komið sér upp áætlun sem á að gera sambandið ónæmt fyrir gagnrýni. Sá sem mótmælir því er sagður andevrópskur. Sú orðræða minnir Enzensberger á tímabilið í Bandaríkjunum sem kennt er McCarthy eða starfsemi pólítbúrós kommúnistaflokksins í Sovétríkjunum sálugu. Þá ræddu menn um „óameríska starfsemi" eða „andsovéska viðleitni". Enzensberger rifjar upp þegar forsætisráðherrann í Lúxemborg sakaði starfsbróður sinn um „andevrópsk viðhorf" eða þegar yfirkommisari ESB, José Manuel Barroso komst þannig að orði að þau aðildarríki sem andvíg væru áætlunum hans ynnu ekki „í evrópskum anda".

Nú fer maður að skilja hvers vegna Jóhanna Sig. er allt í einu orðin aðildarsinni. Auðvitað finnur Jóhanna til samkenndar með sambandi sem er ,,ónæmt fyrir gagnrýni."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilberg Helgason

Er þetta ekki ísland í dag.

Þú ert annaðhvort Evrópusinni (þar sem þú ert ekki andevrópskur)

Eða Andevrópskur (þar sem þú ert ekki evrópusinni)

Hef ekki lesið mikið um millivegin.... Allt er svart og hvítt

Vilberg Helgason, 8.3.2011 kl. 21:08

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Auðvitað verða þjóðir Evrópu að halda saman á mörgum sviðum.

En hvort það eigi að vera á vettvangi ESB er ekki svo sjálfgefið. 

Viggó Jörgensson, 8.3.2011 kl. 21:26

3 identicon

Ég ræddi um daginn við Slóvaka sem ólst upp við stýringuna frá Sovétríkjunum og vænti mikils frelsis við ingöngu Slóvakíu í ESB en hann sagði að ESB væri sem endurreisn Sovésku ráðstjórnarinnar. Það skýrir afhverju gamlir rússakommar á norðurlöndum eru búnir að finna sig að nýju í faðmi ESB.

JohannJ (IP-tala skráð) 8.3.2011 kl. 21:28

4 identicon

Ísland er að hluta til í Ameríku, og þar er meirihluti landsmanna fæddur, eða allir frá höfuðborgarsvæðinu, Vestfjörðum, Vest-Norðurlandi og svo framvegis. Við erum Ameríkanar, ekki Evrópubúar, landfræðilega, vel flest. Saga okkar bíður upp á marga vannýtta möguleika. Hvernig haldið þið við höfum farið að því að vinna þorskastríðið? Hinir kláru spila með mörgum liðum í einu, og enda á því að stjórna öllum. Heimskingjar setja öll eggin í sömu körfu, og tapa þeim undurfljótt. Það er bara sanngjarnt, og heimskunnar laun, en þó ljótt. Okkar er valið, að vera vitur eins og Grikkir og Gyðingar, eða heimskir eins og bananalýðveldis "hús-negrar" og hlýða og segja "heil!" og græða ekki krónu!

Jónatan (IP-tala skráð) 8.3.2011 kl. 21:30

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Jónatan, þér er ég sammála. Íslendingar eru miklu meiri Ameríkanar en Evrópumenn. Við eigum jafnstóra íslenska þjóð sem býr í Norður-Ameríku. Þangað sækjum við alla okkar sérstöðu. Við erum langtum öðruvísi en Evrópubúar, sem eru aldir upp í þröngbýlinu í yfirfullum löndunum, þar sem ekkert er að hafa nema vaxandi sósíalismi og miðstýring allra hlura. Ísland e strjálbýlt eins og NorðurAmeríka, Þar er fólk öðruvísi en í Hollandi til dæmis þar sem hver treður á öðrum.

Mér dauðleiðist þettaa fimbulfamb kratann um að við séum Evrópuþjóð. Við erum íslendingar og heimsborgarar, ekki kratískir heimalningar.

Halldór Jónsson, 8.3.2011 kl. 22:05

6 Smámynd: Björn Birgisson

Halldór Jónsson, hvað eru þá nágrannar okkar á Grænlandi? Nú eða Færeyingar? Tvö ríki nátengd Dönum, eins og við vorum. Eru þessar þjóðir líka meiri Ameríkanar en Evrópumenn?

Hvað er unnið með því að vera Ameríkani, en ekki Evrópumaður, þegar maður er í raun hvorugt? Hvað með Svalbarða og Jan Mayen?

Veit ekki betur en að USA og ESB löndin séu ágæt viðskiptalönd okkar Íslendinga.

Hvað viljum við meira? Er ekki fínt að eiga þessar stóru blokkir að, báðar tvær?

Björn Birgisson, 8.3.2011 kl. 22:25

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Eðlilegt að athugasemdir taki mið af skrifum Enzensberger um "óameriska starfsemi"  "andevrópsk viðhorf" osfrv. Landfræðilega er Ísland á báðum flekunum,það getur verið gaman að gera eitthvað úr því. Á fyrstu dögum hrunsins.þegar umræðan snerist m.a. um það hvernig við gætum rétt úr kútnum,komu margar tillögur fram. Ein skemmtileg (minnir hana koma frá Guðna TH.) að við reystum hótel á skilum flekanna,sem sögð eru á Þingvöllum,eftur því sem mig minnir. Þar værum við að bjóða til sölu sérstaka upplifun,sem ferðamenn sækjast jafnan eftir.      Bara best að vera Íslendingur og horfa til allra átta. Væri ég skikkuð í val á bandalagi,veldi ég Norðurslóðabandalag,,bendi á þann sem að mér þykir bestur,,þ.e.vestur.

Helga Kristjánsdóttir, 8.3.2011 kl. 23:29

8 identicon

Það er ágætt að rifja upp að Hannes nokkur Hólmsteinn ljáði máls á því að við myndum sækjast eftir aðild að NAFTA, kannski aukaaðild, en einhverskonar tengingu, færi vel saman við veru okkar í EES

Gunnar Rúnarsson (IP-tala skráð) 8.3.2011 kl. 23:46

9 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Íslendingar eru sorglega misheppnuð blanda af Bandaríkjamönnum og Svíum.

Það er allt í blóma í Svíþjóð og þeir hafa ekki orðið varir við neina kreppu með sína háu skatta og félagslega ábyrgan kapítalisma.

BNA er hins vegar á kúpunni með 45 milljónir manna undir fátækramörkum og endalaus stríð allt á krít og lækkandi skatta.

Baldur Fjölnisson, 9.3.2011 kl. 00:14

10 identicon

Er hergagnaframleiðsla félagslega ábyrgur kapítalismi? Mér þykir það sorglega misheppnuð blanda.

http://www.asdsource.com/source_advancesearch2.asp?Country=Sweden

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 9.3.2011 kl. 07:57

11 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Svíar stunda fleira en hergagnaframleiðslu og hún er skömminni til skárri en stríðsreksturinn sjálfur. Flestallir lýðræðisruslahaugar vesturlanda framleiða hergögn og margir þeirra eru jafnframt í stórfelldum stríðsrekstri og ófriðargæslu og undirróðri til að koma af stað meiru af slíku.

Baldur Fjölnisson, 9.3.2011 kl. 16:15

12 identicon

Nýjustu fréttir frá Svíþjóð:

http://www.visir.is/flett-ofan-af-vinkonum-i-malinu-gegn-assange-/article/2011110319962

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 10.3.2011 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband