Stjórnvöld og alţingi marklaus enda án umbođs

Veik stađa ríkisstjórnarinnar og lítiđ traust almennings á alţingi endurspeglast í ákvörđun bankastjóranna ţriggja ađ mćta ekki fyrir viđskiptanefnd ţingsins. Ć betur kemur í ljós hversu stefna ríkisstjórnarinnar var röng í grundvallaratriđum. Í stađ ţess ađ einbeita sér ađ endurreisn innviđa, eins og fjármálastofnana, og atvinnulífs héldust fíflska og ofmetnađur hönd í hönd á leiđinni til Brussel í gegnum stjórnlagaţing.

Ríkisstjórnin sveikst  um ađ vinna brýnustu verkefnin sem íslenskt samfélag stóđ frammi fyrir og ţađ hefnir sín. Almenningur snýr baki viđ ríkisstjórninni. Bankastjórar taka ekki mark á stjórnvöldum. Ekki einu sinni beinir undirmenn ráđuneytanna, ríkisforstjórarnir, fara eftir tilmćlum ráđherra.

Umbođ almennings til alţingis, og ţar međ stjórnarráđsins, hefur ekki veriđ endurnýjađ í rúm tvö ár. Ţađ er langur tími eftir hrun enda stórsér á trúverđugleika yfirvalda. Ć fleiri munu virđa stefnumál ríkisstjórnarinnar og bođvald stjórnvalda ađ vettugi.


mbl.is Bankastjórarnir mćttu ekki
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég veit ţađ er ekki kjarni málsins  en fréttin segir " Nefndarmenn í Viđskiptanefnd Alţingis höfđu reiknađ međ ađ bankastjórar bankanna myndu mćta á fundinn..."  "Ţeir mćttu hinsvegar ekki en millistjórnendur í bönkunum mćttu hins vegar í ţeirra stađ."

Í fréttinni er líka sagt ađ "Bođađur hefur veriđ annar fundur á föstudaginn og ţá er reiknađ međ ađ bankastjórarnir komi fyrir nefndina."

Ţetta minnir mig svolítiđ á allar fréttirnar um "vćntingar" ríkisstjórnarinnar og ţađ lćđist ađ mér sá grunur ađ fleiri í okkar stjórnsýslu ţurfi ađ bćta sín vinnubrögđ en aumingja vesalings forsćtisráđherrann og ráđherrarnir hennar.

Agla (IP-tala skráđ) 8.3.2011 kl. 16:49

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband